Djúpivogur
A A

Neistafréttir

Neistafréttir

Neistafréttir

skrifaði 21.07.2006 - 00:07

Í sumar hefur UMF Neisti sem áður haldið úti kröftugu starfi fyrir yngri kynslóðina. Mætingar á æfingar hafa verið góðar og mikill áhugi hjá börnunum en um 20 krakkar hafa að meðaltali mætt á frjálsíþrótta - og fótboltaæfingar í sumar en aðeins færri í sundið.  Nú er Sumarhátíð UÍA um helgina og munu Neistakrakkarnir örugglega standa sig vel þar eins og áður. Eftir sumarhátíðna verður svo smá sumarfrí frá æfingum hjá Neista, en æfingar byrja hinsvegar aftur þann 9. ágúst og verður æft stíft fram að Neistadeginum sem stefnt er á að halda 20. ágúst (ath. ekki endanleg dagsetning). 

Þjálfarar í fótboltanum hjá Neista í sumar eru þeir Anton Stefánsson og Jóhann Atli Hafliðason einnig þjálfar Jóhann frjálsar ásamt Ólöf Rún Stefánsdóttir. Guðmunda Bára Emilsdóttir hefur séð um að þjálfa í sundinu, þá sá Bryndís Reynisdóttir um leikjanámskeið fyrir börn á leikskólaaldri.

                                                                          Áfram Neisti

n 1 n2 n3 n4

n5  n7