Mikið um að vera hjá Neista

Í næstu viku verður mikið að gera hjá Neista.
Ballið byrjar á mánudagskvöld kl. 20:00 í grunnskólanum þar sem verður fundur um samstarf Neista og Sindra á Höfn í knattspyrnu og jafnvel öðrum greinum.
Forsaga málsins er að yfirþjálfari Sindra í knattspyrnu hafði samband við Neist og lýsti yfir áhuga að hefja samstarf milli félaganna.
Hvet ég alla til að mæta.
Laugardaginn 23. nóvember er svo árlegt bikarmót UÍA í sund hér á Djúpavogi. Við erum núverandi bikarmeistarar og ætlum okkur að verja titilinn :-)
Á svona móti þarf mikið af starfsfólki, kynnir, ræsir, tímaverði og önnur tilfallandi störf. Ef einhver hefur áhuga að aðstoða okkur og starfa á þessu móti þá má senda tölvupóst á neisti@djupivogur.is eða koma í íþróttamiðstöðina í næstu viku og tala við Svein íþrótta og æskulýðsfulltrúa.
SÞÞ