Djúpivogur
A A

Mikið að gera hjá Vísi hf.

Mikið að gera hjá Vísi hf.

Mikið að gera hjá Vísi hf.

skrifaði 17.07.2006 - 00:07

Menn eru bjartsýnir hjá Vísi hf. Nú er verið að pakka saltflökum, bæði þorsk og keilu, og vinna þessa stundina um 30 manns hjá Vísi hf. Þar á bæ eru menn búnir að fjárfesta mikið og ekki hættir. Eftir samtal mitt við Ómar Enoksson verkstjóra í Vísi hf. Djúpavogi þá heyrist mér að það sé mikill hugur í mönnum. Fyritækið áformar að auka starfsfólk sitt um 30 manns en að jafnaði hafa verið um 40 starfsmenn í vinnslunni hér. Þar af leiðandi er verið að tala um að fjölga starfsmannafjölda upp í 70. Bolfiskvinnsla Visis hf. á eftir að aukast og verður mikið að gera hjá þeim í haust þegar nánast allur floti þeirra verður væntanlega úti fyrir Austfjörðum. Auk vinnslu á bolfisk sér Vísir hf. einnig um að slátra eldislaxi fyrir Salar Islandica og kallar það á u.þ.b. 15 störf þá daga vikunnar (allt upp í 4), sem slátrað er. Núna standa yfir endurbætur í aðalvinnsluhúsi Vísis hf. og munu þær verða afstaðnar um lok mánaðarins. Af framansögðu má sjá að það virðist vera björt framtíð hjá Visi hf. á Djúpavogi.

BTÁ

 

 

Vísir
Nökkvi snöggur að flaka.

Vísir
Gunnar einbeittur á svip.

Vísir
Natan setur upp myndavéla svipinn.

Vísir
Ómar verkstjóri í þrifunum.

Vísir
Sigurjón að brýna.

Vísir
Þær eru glaðar á línunni.

Vísir
Soran á flökunarvélinni.

Vísir
Hannes ánægður á hausaranum.

Vísir
Kristján stillir sér upp.

Vísir
Skúli á fleygiferð á lyftaranum.

Vísir
Hjalti að setja flök í pækil.

Vísir
Verið að salta niður.

Vísir
Saltfiskurinn snyrtur.

Vísir
Unnið við að pakka saltfiski.

Vísir
Saltfiskurinn metinn.

Vísir
Matti og Vinko að salta niður.

Vísir
Gunnar og Guðni að spá í málin.