Djúpivogur
A A

Litadagur í leikskólanum

Litadagur í leikskólanum

Litadagur í leikskólanum

skrifaði 16.06.2011 - 14:06

Í tilefni 17. júní og hverfakeppninnar sem er að byrja þá mættu börnin í sínum hverfislit í leikskólann.  Voru því börn og starfsfólk í gulum, rauðum, bláum og appelsínugulum fötum sem mættu í leikskólann í dag.  En hvaða hverfi ætli eigi flest leikskólabörnin. 

Úr Appelsínugula hverfinu mættu 10 börn en enginn starfsmaður í leikskólanum er úr þessu hverfi.  En ef öll börnin hefðu mætt þá væru 11 börn talsins úr þessu hverfi.

Úr bláa hverfinu mættu 6 börn og 2 starfsmenn.  En það eru öll leikskólabörn hverfisins. 

Úr gula hverfinu mættu 10 börn og 3 starfsmenn leikskólans.  (Rétt eftir að þessi mynd var tekin mætti 10unda barnið og því eru þau 9 á myndinni).  Ef öll börnin hefðu mætt væru þau 13 talsins og því er gula hverfið með flest börn á leikskólaaldri. 

Úr rauða hverfinu mættu 6 börn og 2 starfsmenn.  Hér mættu öll börnin í hverfinu í leikskólann. 

ÞS