Djúpivogur
A A

Lífsviljinn - Stuttmynd um Rafn Heiðdal

Lífsviljinn - Stuttmynd um Rafn Heiðdal

Lífsviljinn - Stuttmynd um Rafn Heiðdal

skrifaði 22.06.2011 - 14:06

Eins og flestir vita greindist Rafn Heiðdal með krabbamein sl. sumar. Rabbi er nú á batavegi eftir erfiða baráttu og horfir bjartsýnn fram á veginn. Skúli Andrésson fylgdi Rabba í gegnum þessa erfiðu lífsreynslu vopnaður myndavél og afraksturinn, suttmyndin Lífsviljinn, hefur nú litið dagsins ljós. Myndin var sýnd á hátíð íslenskra heimildamynda, Skjaldborg, helgina 10.-12. júní sl.

Um myndina:
Lífið tók miklum breytingum hjá Rafni Heiðdal þegar hann greindist með illkynja æxli um miðjan júní 2010, þá aðeins 23 ára að aldri. Á þessum tíma var Rafn að klára nám í rafvirkjun og var sömuleiðis að spila fótbolta af krafti í 1. deildinni. Rafn og kærastan áttu von á sínu fyrsta barni um miðjan október sama ár. Æxlið fannst í stoðkerfinu og var ummál þess 12 cm á lengd og 7 cm á breidd. Rafn þurfti að taka eitt skref í einu og hans biðu erfiðir tímar, endalaus bið, föðurhlutverk og óljós framtíð.

Við hvetjum fólk til að horfa á þessa mynd, en það er hægt að gera með því að smella hér.

ÓB