Djúpivogur
A A

Laust starf við skráningu muna í eigu Ríkarðshúss

Laust starf við skráningu muna í eigu Ríkarðshúss

Laust starf við skráningu muna í eigu Ríkarðshúss

Ólafur Björnsson skrifaði 18.05.2020 - 11:05

Djúpavogshreppur auglýsir laust starf við skráningu muna í eigu Ríkarðshúss.

Gert er ráð fyrir að verkefnið taki um tvo mánuði og að því verði lokið eigi síðar en 1. október með skráningu allra muna inn á sarpur.is.

Gerð er krafa um góða íslensku- og tölvukunnáttu og skipulögð vinnubrögð. Vakin er athygli á að gert er ráð fyrir að allir munir verði ljósmyndaðir.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við atvinnu- og menningarmálafulltrúa eða sveitarstjóra á amfulltrui@djupivogur.is og/eða sveitarstjori@djupivogur.is.

Umsóknarfrestur er til og með 25. maí 2020.

Sveitarstjóri