Djúpivogur
A A

Kristófer Dan í liði ME í Gettu betur

Kristófer Dan í liði ME í Gettu betur

Kristófer Dan í liði ME í Gettu betur

skrifaði 11.01.2018 - 15:01

Djúpavogsbúinn Kristófer Dan Stefánsson (Stebba og Kristborgar Ástu) situr í liði Menntaskólans á Egilsstöðum í Gettu betur. Liðið fór á kostum í fyrstu umferð spurninakeppninnar þegar það vann Menntaskólann á Laugarvatni með 39 stigum gegn 15. Hinir tveir keppendur ME eru þau Ása Þorsteinsdóttir og Björgvin Ægir Elísson.

Í viðtali við Austurfrétt sagði Ása möguleika liðsins í ár vera góða, að þau ætli sér í úrslitin.

Við höfum a.m.k. fulla trú á liðinu en dregið verður í aðra umferð á morgun.

Við óskum Kristófer Dan og félögum alls hins besta í komandi keppni.

ÓB
Mynd: Austurfrett.is

 

  

Lið Menntaskólans á Egilsstöðum: Kristófer Dan Stefánsson, Ása Þorsteinsdóttir og Björgvin Ægir Elísson