Klif Hostel opnar á Djúpavogi

Klif Hostel opnar á Djúpavogi skrifaði - 21.06.2013
08:06
Nýtt gistihús opnaði á Djúpavogi í gær, 20. júní. Ber það nafnið Klif Hostel og er staðsett í gamla pósthúsinu.
Það eru þau Tryggvi Gunnlaugsson og Margrét Ásgeirsdóttir sem reka gistihúsið sem er svo sannarlega góð viðbót við ferðaþjónustuna hér í Djúpavogshreppi.
Heimasíðan óskar Tryggva og Margréti til hamingju með Klif Hostel.
Hægt er að skoða nánar á Facebook síðu Klif Hostel.
ÓB