Íbúðarhús í byggingu.

Íbúðarhús í byggingu. skrifaði - 24.11.2006
00:11
Eins og áður hefur komið fram á heimasíðunni var fyrr á þessu ári úthlutað fyrstu lóð í langan tíma undir íbúðarhús á Djúpavogi. Húsbyggjandi er Helga Björk Arnardóttir, starfsmaður við Leikskólann Bjarkatún. Húsið mun rísa við götuna Hlíð, en þaðan verður eitt fegursta útsýni, sem í boði er á Djúpavogi og er þó af ýmsu að taka. Nú stendur yfir vinna við sökkul hússins, en það er Austverk á Djúpavogi, sem annast húsbygginguna. Ljósmyndari heimasíðunnar var á ferðinni fyrir skömmu og festi stöðu framkvæmda á mynd.
BHG