Djúpivogur
A A

Hrafnkell Freysgoði / Neisti í Launaflsbikarnum 2011

Hrafnkell Freysgoði / Neisti í Launaflsbikarnum 2011

Hrafnkell Freysgoði / Neisti í Launaflsbikarnum 2011

skrifaði 10.06.2011 - 15:06

Hrafnkell Freysgoði  / Neisti verða með sameiginlegt lið í Launaflsbirkanum í sumar. 

Átta lið eru skráð til leiks og leika í tveimur riðlum tvöfalda umferð. Riðlakeppnin stendur fram að verslunarmannahelgi en eftir hana fer úrslitakeppnin í gang. Reglum keppninnar hefur verið breytt á þann veg að leikmenn sem leikið hafa í byrjunarliðum í Íslandsmóti karla í annarri deild eða ofar teljast ógjaldgengir.

Gera má ráð fyrir því að minnsta kosti einn leikur verði spilaður hér á Neistavellinum en ekki liggur fyrir hvaða dagsetning verður fyrir valinu en það verður auglýst hér á heimasíðunni. 

Fyrsti leikur liðsins er á sunnudaginn á Neskaupsstað þar sem liðið mætir BN og hefst leikurinn kl. 18:00

Leikjaplan sumarsins má sjá á heimasíðu UÍA www.uia.is

Áfram Hrafnkell Freysgoði/Neisti

BR