Djúpivogur
A A

Hátíðardagskrá í Löngubúð

Hátíðardagskrá í Löngubúð

Hátíðardagskrá í Löngubúð

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 30.11.2018 - 13:11

Hátíðardagskrá, Löngubúð 1. desember kl. 14.00

Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands þann 1. des verður notaleg stund í Löngubúð.

Opnuð verður sýningin: ,,Gammur, griðungur, dreki og bergrisi“, þar sem unnið er með fyrsta landvættaskjaldarmerki Íslands sem Ríkarður Jónsson gerði. Á sýningunni eru verk eftir Ríkarð, nemendur grunnskólans og leikskólans. Einnig verður önnur dagskrá til skemmtunar og fróðleiks.

Kristján Ingimarsson og Andrés Skúlason fara með áhorfendur aftur til ársins 1918 í máli og myndum.

Léttar veitingar verða í boði.