Hammondhátíð hefst á morgun

Hammondhátíð Djúpavogs, sú 9. í röðinni, hefst á morgun, fimmtudaginn 24. apríl.
Hammondnefnd vildi koma því á framfæri að miðasala gengi vonum framar og nú þegar væri búið að selja mun fleiri miða en nokkurn tímann áður. Hún vill því hvetja þá sem ekki er búnir að tryggja sér miða að gera það sem fyrst. Miðasala fer fram á midi.is og á Hótel Framtíð.
Dagskrá helgarinnar er meðfylgjandi hér að neðan en allar upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðu Hammondhátíðar, hammond.djupivogur.is.
Hammondnefnd vill einnig koma því á framfæri að verið að ryðja veginn yfir Öxi og hann ætti að vera orðinn opinn áður en tónleikar hefjast annað kvöld.
Það verður heilmargt um að vera í þorpinu um helgina en dagskrá þess efnis liggur frammi víða um bæinn en einnig er hægt að nálgast hana hér.
ÓB