Djúpivogur
A A

Gæði neysluvatns í lagi

Gæði neysluvatns í lagi

Gæði neysluvatns í lagi

skrifaði 05.08.2016 - 09:08
Í kjölfar mælinga eftir viðgerð á vatnsveitu Djúpavogs nýverið, stenst nú neysluvatn öll gæðaviðmið eftir að Heilbrigðiseftirlit
Austurlands hefur staðfest að svo sé með sérstakri sýnatöku. 
Um leið og íbúar og gestir eru beðnir hér velvirðingar, tilkynnist hér jafnframt formlega að allt neysluvatn stenst nú
gæðaviðmið og því ekki lengur mælst til að íbúar og gestir sjóði neysluvatn.
Þá skal áréttað að farið hefur verið sérstaklega yfir mál vatnsveitunnar með það fyrir augum að útiloka að slíkar bilanir komi aftur upp.  
 
                                                                                     Virðingarfyllst
                                                                                   Djúpavogshreppur