Djúpivogur
A A

Framkvæmdagleði á Djúpavogi

Framkvæmdagleði á Djúpavogi
Cittaslow

Framkvæmdagleði á Djúpavogi

Ólafur Björnsson skrifaði 23.05.2019 - 13:05

Það er óhætt að segja að það sé mikil framkvæmdagleði á Djúpavogi þessi misserin. Það er sama hvert litið er, alls staðar eru hinar ýmsu framkvæmdir.

Hvorki fleiri né færri en þrjú ný íbúðarhús eru í undirbúningi eða byggingu, grunnar fyrir tveimur hafa verið teknir og það þriðja er á lokametrunum. Frágangur á lóð í kringum Faktorshúsið er í fullum gangi og nýr löndunarrampur hefur verið reistur við Búlandstind hf. Þá stendur til að bera í þakið á Löngubúð á næstu vikum. Þessi listi er að sjálfsögðu ekki tæmandi, alls staðar í sveitarfélaginu er verið að framkvæma, en framantalið er það sem borið hefur fyrir augu hirðljósmyndara sveitarfélagsins sl. tvo daga.

Hægt er að skoða myndasafnið með því að smella hér.