Frá íþróttamiðstöðinni vegna Covid-19

Frá íþróttamiðstöðinni vegna Covid-19 skrifaði Ólafur Björnsson - 31.07.2020
12:07
Í ljósi aðstæðna vegna COVID-19 hafa reglur verið hertar og taka þær gildi núna í hádeginu og viljum við biðla til gesta að virða 2m regluna og passa vel uppá allan handþvott! Á veggjum beggja klefa eru leiðbeiningar sem sýna helstu snertifleti og mun starfsfólk labba á milli klefanna og sótthreinsa reglulega.
Við höfum ákveðið að takmarka ræktarsalinn og mega aðeins 2 vera inni á sama tíma - Hanskar verða í boði og sprittbrúsar til staðar og biðlum við til allra að hreinsa tækin vel eftir notkun.
Athugið að við gætum þurft að takmarka fjölda í sund ef þörf krefur.
Sýnum skilning og tæklum þetta saman!
Dagur Björnsson
Forstöðumaður