Djúpivogur
A A

Frá Íþróttamiðstöðinni - sundlaugin opnar

Frá Íþróttamiðstöðinni - sundlaugin opnar

Frá Íþróttamiðstöðinni - sundlaugin opnar

Ólafur Björnsson skrifaði 15.05.2020 - 11:05

Við munum opna sundlaugina og barnalaugina næstkomandi mánudag, þann 18. maí. Opnunartíminn miðast við vetraropnun fram að 1. júní og verður sundlaugin opin frá kl 07:00-20:30 alla virka daga og frá kl 11:00-15:00 á laugardögum, lokað á sunnudögum.

Vegna viðhalds á pottum verða þeir úr umferð fyrst um sinn og einnig verður kalda karið ekki tekið í notkun vegna COVID-19.

Við biðjum gesti að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum sem eru víðsvegar um íþróttamiðstöðina.

  • Virðum 2m regluna
  • Gæta vel að hreinlæti, þvo hendur reglulega með sápu og nota handspritt. Forðast snertingu við augu, nef og munn.
  • Hósta og hnerra í krepptan olnboga eða í pappír þegar um kvefeinkenni er að ræða.
  • Forðist náið samneyti við einstaklinga með hósta og almenn kvefeinkenni.
  • Sýna aðgát í umgengni við algenga snertifleti á fjölförnum stöðum, s.s, handrið, lyftuhnappa, snertiskjái, greiðsluposa og hurðarhúna
  • Heilsa frekar með brosi en handabandi eða faðmlagi

Við stefnum svo á að opna ræktina og salinn 25. maí næstkomandi.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Dagur Björnsson
Forstöðumaður ÍÞMD