Djúpivogur
A A

Frá Ferðafélagi Djúpavogs

Frá Ferðafélagi Djúpavogs

Frá Ferðafélagi Djúpavogs

skrifaði 08.06.2011 - 12:06

Ferð á Norð-austur hornið 11. - 13. júní (ef veður leyfir)

Dagur 1
Lagt af stað frá miðbænum kl. 10:00 árdegis. Egilsstaðir - Vopnafjörður - Þórshöfn. Gengið á Rauðanes, 7 km ca. 2-3 tímar. Ekið sem leið liggur yfir Hófaskarð til Raufarhafnar, gist þar á tjaldstæði (frítt).

Á Raufarhöfn er verið að byggja upp heimskautagerði og þaðan er tíu mínútna akstur í veiði í Hraunhafnarvatni.

Dagur 2
Eki fyrir Melrakkasléttu, farið á Hraunhafnartanga og Rauðanúp hjá Núpskötu, sutt ganga. Farið í byggðasafnið á Snartastöðum. Vesturdalur og Hljóðaklettarm, gist í Ásbyrgi.

Dagur 3
Ekið fyrir Tjörnes, stoppað á Mánárbakka og Hallbjarnarstöðum. Þaðan ekið til Húsavíkur Þar er ýmislegt að skoða ef fólk vill, t.d. Reðursafnið, Hvalasafnið og Safnahúsið.

Síðan verður ekið um Köldukinn, farið í Samgöngusafnið og út á Þjóðveg 1 hjá Ljósárvatni. Kíkt á Goðafoss, gönguferð um Höfða hjá Mývatni og endað í Dimmuborgum.

Upplýsingar og ferðapantanir hjá Steinunni í síma 860-2916.