Frá Bókasafninu

cittaslow-social
Frá Bókasafninu skrifaði Ólafur Björnsson - 06.05.2020
08:05

Bókasafnið opnar aftur með takmörkunum.
Í maí verður bókasafnið opið eins og áður á þriðjudögum frá 16-19 en með nokkrum takmörkunum.
Frá 16:00-17:30 er opið fyrir 60 ára og eldri.
Frá 17:30-19:00 er opið fyrir aðra hópa.
Við þurfum að fara varlega af stað. Pössum upp á að það séu tveir metrar á milli manna og ekki fleiri en 2-3 inni í einu. Allir sameiginlegir snertifletir eru stótthreinsaðir reglulega. Bókum er skilað í sérmerktan skilakassa við inngang.
Á bókasafninu er hægt að fá aðgang að Rafbókasafninu, https://rafbokasafnid.overdrive.com eða með því að senda tölvupóst á obba@djupivogur.is
Bókasafnsvörður