Fólkið í plássinu - Bók eftir Má Karlsson

Nú í vikunni kemur út bókin "Fólkið í plássinu" eftir Má Karlsson.
Hér er um að ræða fyrstu bók höfundar, en sögur og þættir eftir hann hafa birst í blöðum og tímaritum. Í þessari bók blandar Már saman, með einkar áhugaverðum hætti, sagnfræði, almennum fróðleik og hnyttnum svipmyndum af atburðum sem hann upplifði í gegnum tíðina. Skiptast þar á skin og skúrir, gamansögur og dýpsta alvara, svo úr verður samofin heildarmynd af lífi fólks í litlu sjávarplássi, gleði þess og sorgum.
Meðal fjölbreyttra frásagna er hér að finna umfjöllun um vöruávísanir Kaupfélags Berufjarðar, sem settar voru í umferð á erfiðum tímum, stundum nefndar Djúpavogspeningarnir. Var hér um að ræða einstaka tilraun lítils samfélags til að halda úti eigin gjaldmiðli um skamma hríð.
Már segir sögur af hrakningum á sjó og landi; meðal annars giftusamlegri björgun skipverja á vélbátnum Björgu sem vakti þjóðarathygli.
Í bókinni er margvíslegur fróðleikur um Papey, til dæmis ítarleg frásögn af því fólki sem lengst bjó í eynni á fyrri hluta 20. aldar.
Söluaðilar verða m.a. eftirtaldir:
Office 1 Egilsstöðum og Reykjavík
Nettó Höfn
Már Karlsson, 478-8838, 866-1353
Kjartan Másson, 898-1944
ÓB