Efsti hluti Borgarlands - deiliskipulagstillaga

Efsti hluti Borgarlands - deiliskipulagstillaga skrifaði Ólafur Björnsson - 24.06.2019
15:06
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkti þann 13. júní 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í Borgarlandi, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagssvæðið er 1,4 ha að stærð og nær yfir efsta hluta Borgarlands á Djúpavogi. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir uppbyggingu sjö einbýlishúsa og eins parhúss, auk bílastæða og göngustíga.
Hægt er að skoða tillöguna með því að smella hér.