Edrúlífið á Hammondhátíð

Edrúlífið á Hammondhátíð skrifaði - 16.04.2014
16:04
Meðfylgjandi er auglýsing vegna forvarnafyrirlesturs sem verður á sunnudegi Hammondhátíðar, 27. apríl, í Djúpavogskirkju kl. 11:00. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina "Edrúlífið".
Þetta er annað árið í röð sem boðið er upp á forvarnafyrirlestur en á Hammondhátíð í fyrra voru það Jónas Sigurðsson og Máni Pétursson sem voru með fyrirlestur í gömlu kirkjunni og vakti hann mikla lukku.
Í ár eru það Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason sem verða fyrirlesarar, í þetta sinn
í Djúpavogskirkju, þeirri nýju.
Styrktaraðilar fyrirlestursins eru Ungmennfélagið Neisti, Hótel Framtíð og Alcoa.
ÓB