Djúpavogsskóli auglýsir eftir aðstoðarskólastjóra

Djúpavogsskóli starfar í takt við hugmyndafræði Cittaslow og er mikil áhersla lögð á velferð og vellíðan. Starfsandinn er góður og tækifærin mörg fyrir einstaklinga sem eru tilbúnir að vinna eftir stefnu skólans og taka þátt í skapandi vinnu. Skólinn er í mikilli þróun og á næsta skólaári verður áherslan meðal annars á teymis-og útikennslu, grenndarnám, núvitund og nýskapandi vinnu.
Við leitum að aðstoðarskólastjóra sem hefur farsæla starfsreynslu, er tilbúinn að taka þátt í samrýmdu teymi stjórnenda, taka þátt í þróunarstarfi og starfa eftir stefnu og framtíðarsýn skólans. Aðstoðarskólastjóri í Djúpavogsskóla er staðgengill skólastjóra, hefur umsjón með stoðþjónustu, tekur þátt í að leiða faglega þróun og hefur kennsluskyldu.
Menntun og kröfur um hæfni:
- Umsækjendur þurfa að hafa kennsluréttindi.
- Framhaldsmenntun í stjórnun er kostur.
- Umsækjendur þurfa að búa yfir góðri hæfni í mannlegum samskiptum, hafa gott vald á íslenskri tungu, vera sjálfstæðirí vinnubrögðum og vera tilbúnir að vinna eftir stefnu skólans.
- Umsókn sendist á skolastjori@djupivogur.is með kynningarbréfi.
Laun greiðast skv. Kjarasamningi SÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nánari upplýsingar um starfið veitir Signý Óskarsdóttir skólastjóri Djúpavogsskóla, skolastjori@djupivogur.is. Umsóknarfrestur er til 29. júní 2020.