Djúpivogur
A A

Djúpavogsdeildin 2020

Djúpavogsdeildin 2020
Cittaslow

Djúpavogsdeildin 2020

Ólafur Björnsson skrifaði 06.05.2020 - 08:05

Viltu svitna, keyra púlsinn upp og hafa svolítið gaman?

Þá ættir þú að taka þátt í Djúpavogsdeildinni. Skráning er hafin en deildin fer fram í annað sinn í sumar. Leikin verður knattspyrna á Neistavelli og fer leikjafjöldi deildarinnar að sjálfsögðu eftir skráningu liða.

Deildin samanstendur af blönduðum liðum og aðstæður eru til fyrirmyndar.

Konum og körlum af öllum getustigum knattspyrnunnar er velkomin þátttaka. Sumir leikmenn geta haft bakgrunn í knattspyrnu, forna frægð eða eftirminnileg augnablik frá því í fyrra, á meðan aðrir búa yfir minni reynslu. Þú getur sett saman þitt eigið lið eða skráð þig sem einstaklingur og deildin setur þig í lið fyrir sumarið.

Sjá nánar í auglýsingu hér að neðan.