Dagskrá helgarinnar

Það er nóg um að vera í sveitarfélaginu þessa helgina og þar ber hæst þríþrautarkeppnin Öxi 2013.
Dagskráin er annars sem hér segir, hægt er að smella á hvern viðburð fyrir sig til að skoða nánar:
Föstudagur, 28. júní:
20:00 - Ferðafélag Djúpavogs verður með stutta kynningargönguferð um bæinn og næsta nágrenni. Mæting við Geysi (ráðhús).
Laugardagur, 29. júní:
09:00 - Þríþrautarkeppnin Öxi 2013 hefst á sjósundi frá Staðareyri í Berufirði.
11:00-13:00 - Kirkjukórinn verður með kaffisölu við gamla bæinn í Fossárdal (Eyjólfsstöðum).
15:00 - Gúmmískóaganga á vegum Ferðafélags Djúpavogs um útlandið á Búlandsnesi.
18:00 - Ganga á Búlandstind. Mæting við verslunina Við voginn. Gert er ráð fyrir að koma til baka fyrir miðnætti.
21:00 - Tríó Geira í Löngubúð, opið til 03:00 í Löngubúð.
Sunnudagur:
13:00 - Fjölskyldufjör á söndunum:
Tásutölt, sandkastalakeppni og strandgolf.
16:00 - Tónleikar með Robert the Roommate og Skúla Mennska í gömlu kirkjunni.
Við vekjum athygli á því að upplýsingamiðstöðinni, Bakka 3, verða til sölu bolir þríþrautakeppninnar Öxi 2013. 3.000 kr. stykkið. Eins og sjá má hér að neðan eru þeir sérstaklega glæsilegir.
ÓB