Dagar myrkurs í leikskólanum


Dagar myrkurs voru í síðustu viku og var leikskólinn allur dimmur og drungalegur þegar börnin mættu í leikskólann. Búið var að skreyta húsið hátt og lágt, kveikt var á lömpum og öll lýsing í lágmarki. Allir máttu hafa með sér vasaljós til að lýsa upp myrkrið. Börnin á Krummadeild voru inn á deild með kósýheit á meðan börnin á Kríudeild mættu úti og nutu veðurblíðunar. Morgunmaturinn var úti fyrir þau og var mjög mikið fjör að borða hafragrautinn úti.
Eftir morgunmatinn var hlaupið um og leikið með vasaljósin. Í útiverunni var síðan blásnar sápukúlur sem vakti mikla lukku.
Eftir morgunmatinn var hlaupið um og leikið með vasaljósin. Í útiverunni var síðan blásnar sápukúlur sem vakti mikla lukku.
Þó svo að dagar myrkurs hafi byrjað um miðja síðustu viku þá hafði hópstarfið dagana á undan einkennst af dögum myrkurs. Það var draugabyggingar í kubbastarfinu en alveg myrkur var á deildinni og fengu börnin rafmagnskertaljós til að setja í byggingarnar. Eins og sjá má var mjög mikið myrkur.
Drungalegar hallir
Þá var hreyfingin mjög skemmtileg með ýmsum leikjum:
Skreyta drauginn
Hitta í leðurblökuna.
--
Þórdís Sigurðardóttir