Djúpivogur
A A

Cittaslow-sunnudagurinn sleginn af sökum Covid-19

Cittaslow-sunnudagurinn sleginn af  sökum Covid-19
Cittaslow

Cittaslow-sunnudagurinn sleginn af sökum Covid-19

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 25.09.2020 - 13:09

Síðasti sunnudagur septembermánaðar er haldinn hátíðlegur í öllum aðildarsveitarfélögum Cittaslow ár hvert. Djúpavogshreppur er þar ekki undanskilinn og var stefnt á áttunda Cittaslow – sunnudag í Djúpavogshreppi næstu helgi. Markmið Cittaslow-sunnudagsins er að kynna staðbundna framleiðslu, menningu og/eða sögu hvers aðildarsveitarfélags fyrir sig. Að þessu sinni var stefnan að frumsýna bíómynd um innleiðingu Cittaslow hugmyndafræðinnar inn í skólana í Djúpavogshreppi sem búið er að vinna að síðastliðin 4 ár. Vegna aðstæðna heimsfaraldursins Covid-19 vill Djúpavogshreppur ekki boða til hópsýningar undir einu þaki og verður því Cittaslow-sunnudeginum aflýst í ár. Aðalpersónur og stjörnur myndarinnar, nemendur og starfsfólk skólanna, munu þó fá forsýningu hennar á skólatíma á komandi dögum en beðið verður eftir góðu tækifæri til að frumsýna bíómyndina okkar öllum íbúum Djúpavogshrepps.


virðingarfyllst,

Greta Mjöll Samúelsdóttir

atvinnu- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps