Djúpivogur
A A

Breytt fyrirkomulag á tendrun jólatrésins í ár

Breytt fyrirkomulag á tendrun jólatrésins í ár

Breytt fyrirkomulag á tendrun jólatrésins í ár

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 24.11.2020 - 11:11

Ljósin á jólatré Djúpavogs verða að venju tendruð fyrsta sunnudag í aðventu þann 29. nóvember kl. 17:00, á Bjargstúni. Grunnskólanemi kveikir jólaljósin.

Jólatréð er gjöf frá Skógræktarfélagi Djúpavogs.

Vegna gildandi takmarkanna á samkomum sem miðar við 10 manna fjöldatakmörkun er ekki hægt að halda viðburðinn með hefðbundnum hætti. Tendruninni verður fyrir vikið streymt á www.djupivogur.is ogfésbókarsíðu Djúpivogur.is kl.17:00 á sunnudag.

Alfreð Finnsson stýrir, segir okkur sögu af jólatrénu og Kristján Ingimarsson spilar jólatónlist.