Djúpivogur
A A

Bóndavarðan

Bóndavarðan

Bóndavarðan

skrifaði 28.12.2012 - 15:12

Bóndavarðan er fréttablað sveitarfélagsins og kemur út fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði. Þar má fylgjast með því sem er að gerast í stofnunum sveitarfélagsins, ungmennafélaginu, félagasamtökum ásamt fréttum úr bæjarlífinu.

Blaðinu er dreift til allra íbúa og fyrirtækja í sveitarfélaginu en auk þess býðst áhugasömum utan sveitarfélagsins að gerast áskrifendur að blaðinu.

Ársáskrift er kr. 3.000.- Hægt er að kaupa áskrift með því að senda póst á netfangið bondavardan@djupivogur.is.
Innsent efni skal sendast á netfangið bondavardan@djupivogur.is eigi síðar en síðasta fimmtudag fyrir útgáfu blaðsins.

Áhugasamir eru hvattir til að senda inn pistla, vísur eða hvað annað sem menn telja að eigi heima í blaðinu.
Einnig býðst fyrirtækjum og félagasamtökum að kaupa auglýsingu í blaðinu.

Verðskráin er sem hér segir:

Heil síða 10.000.-
Hálf síða 5.000.-
1/4 síða 2.500.-

Útgáfudagar Bóndavörðunnar og skilafrestur á efni fyrir veturinn 2012-2013 er sem hér segir:    

Mánuður

Útgáfudagur

Síðasti skiladagur efnis

Janúar

10. jan.

3.   jan.

Febrúar

7. feb.

31. jan.

Mars

7. mars

28. feb.

Apríl

4. apríl

28. mars

Maí

2. maí

25. apríl

Júní

6. júní

30. maí

September

5. sept.

29. ágúst

Október

3. okt.

26. sept.

Nóvember

7. nóv.

31. okt.

Desember 5. des. 28. nóv

 


Vinsamlegast athugið að Bóndavarðan er í sumarfríi í júlí og ágúst.

UH