Djúpivogur
A A

Bókagjöf frá Lionsklúbbi Djúpavogs

Bókagjöf frá Lionsklúbbi Djúpavogs

Bókagjöf frá Lionsklúbbi Djúpavogs

Ólafur Björnsson skrifaði 28.11.2018 - 11:11

Á dögunum færðu Lionsfélagar á Djúpavogi leikskólanum námsefnispakka frá Menntamálastofnun. En þessi gjafapakki fór til allra leikskóla á landinu og sáu fulltrúar Lions-hreyfingarinnar um að heimsækja leikskólana og afhenda þeim gjafapakkann.

Í pakkanum er að finna spjöld með bókstöfum, veggspjöld með bók- og tölustöfum, hreyfispil, tónlistarleiki og léttlestrarbækur. Afhending námsefnisins er liður í þjóðarsáttmála um læsi og mun það nýtast vel í öllu starfi leikskólans okkar.

Við þökkum Lions kærlega fyrir þessa heimsókn til okkar.