Djúpivogur
A A

Bílabíó og útvarp á Dögum myrkurs

Bílabíó og útvarp á Dögum myrkurs
Cittaslow

Bílabíó og útvarp á Dögum myrkurs

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 01.11.2020 - 08:11

Útvarp Daga myrkurs verður í dag kl. 12:00 þar sem allar upptökurnar sem bárust fyrir hlaðvarp Daga myrkurs verða fluttar í línulegri dagskrá. Útsendingin ætti að ná að bæjarmörkum Djúpavogs en því miður ekki inn í dreifbýli. Öllum stendur að sjálfsögðu einnig til boða að hlusta á alla þættina hér á Djúpavogssíðunni.

Bílabíó er síðasti viðburður Daga myrkurs í ár.

Frumsýnd verður bíómyndin "Hamingjan býr í hæglætinu" sem gerð var um innleiðingu Cittaslow hugmyndafræðinnar inn í grunn- og leikskóla Djúpavogs. Sýningin verður við Vogshúsið og útvarpað á FM 100,2. Sýningin verður við Vogshúsið kl. 18.

Í bíó á alltaf að vera hægt að fá sér popp og verður því örbylgjupopp í boði Múlaþings fyrir bíógesti í búðinni í allan dag.