Djúpivogur
A A

Bæklingur um ferðaþjónustu í Djúpavogshreppi - endurprentun

Bæklingur um ferðaþjónustu í Djúpavogshreppi - endurprentun

Bæklingur um ferðaþjónustu í Djúpavogshreppi - endurprentun

skrifaði 29.01.2018 - 14:01

Nú er hafin vinna við endurútgáfu á bæklingi um ferðaþjónustu í sveitarfélaginu og gert er ráð fyrir því að halda sama útliti á bæklingnum og verið hefur síðustu tvö ár. 

Þeir aðilar sem óska eftir að koma sinni þjónustu á framfæri eða vilja breyta sínum upplýsingum er bent á að hafa samband við ferða- og menningarmálafulltrúa, eigi síðar en 12. febrúar nk. Hafi fyrirtæki ekki samband og óski eftir breytingum né að upplýsingar verði teknar út, er gert ráð fyrir áframhaldandi þáttöku án breytinga. 

Auglýsingin kostar kr. 20.000 pr. fyrirtæki

Stefnt er að því að nýtt upplag af bæklingnum komi út í mars nk. 

Hægt er að hafa samband á netfangið bryndis@djupivogur.is eða í síma 470-8703.

Ferða- og menningarmálafulltrúi

BR