Djúpivogur
A A

Átaksverkefni - Það er ekkert gagn af ónýtri girðingu

Átaksverkefni - Það er ekkert gagn af ónýtri girðingu

Átaksverkefni - Það er ekkert gagn af ónýtri girðingu

skrifaði 04.08.2016 - 17:08

Djúpavogshreppur tekur um þessar mundir þátt í hvatningarátaki til fjarlægingar ónýtra girðinga í samstarfi við Náttúruverndarsamtök Austurlands - NAUST, ásamt fleiri sveitarfélögum á Austurlandi.

Tilgangur átaksins er fyrst og fremst vitundarvakning þar sem reynt er að auka meðvitund fólks fyrir ónýtum girðingum og öðru rusli í náttúrunni. Sveitarfélögin sem þátt taka bjóða landeigendum upp á ákveðna aðstoð og hvati fyrir tiltekt er því fyrir hendi.

 

Verkefnið í Djúpavogshreppi

Aðstoð í boði: Djúpavogshreppur býðst til að sækja vír og annað sem til fellur við niðurrif girðinga. Efnið skal vera aðgreint þannig að gott sé að taka við því. Einnig er tekið á móti efni sem komið er með.

Móttaka er í höndum starfsmanna áhaldahússins þar sem vír færi í járnagám og timbur í hauginn á Háaurum.

Sveitarfélagið mun yfirfara land í sinni eigu og fjarlægja þær ónýtu girðingar sem þar eru og eru allar ábendingar vel þegnar.

Tengiliður: Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri s. 470-8701 / 843-9889 og sveitarstjori@djupivogur.is.

 Djúpavogshreppur og NAUST hvetja landeigendur til að taka til hendinni og nýta sér þá aðstoð sem í boði er.

 

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir ef þið viljið láta mynd fylgja með auglýsingunni.

 

Hér er dæmi um frétt á vef Djúpavogshrepps um átakið:

http://djupivogur.is/adalvefur/?id=48622

 

Ég væri mjög þakklát ef þið sem tókuð vel í að skrifa grein um verkefnið eða ónýtar girðingar mynduð skila þeim til mín við fyrsta tækifæri.

 

Takk og bestu kveðjur,

Erla Dóra