Djúpivogur
A A

AFSÖKUNARBEIÐNI FRÁ UMF. NEISTA.

AFSÖKUNARBEIÐNI FRÁ UMF. NEISTA.

AFSÖKUNARBEIÐNI FRÁ UMF. NEISTA.

skrifaði 12.07.2006 - 00:07

Laugardaginn 8. júlí 2006 var háður á Djúpavogi leikur í 3 deild, D-riðli þar sem Neisti og Dalvík/Reynir mættust.

Í hálfleik og síðari hluta leiksins kom í ljós greinileg misklíð milli einstakra leikmanna Neista og því miður sýndu nokkrir leikmenn liðsins óíþróttamannslega framkomu gagnvart öðrum liðsmönnum og félaginu í heild.

Leikmenn meistaraflokks Umf. Neista hafa sýnt þann þroska að fara sameiginlega yfir það sem miður fór og eru reiðubúnir til að mæta samstilltir til leiks á ný. Bæði þeir og forsvarsmenn félagsins biðja áhorfendur og stuðningsmenn afsökunar á því sem miður fór og lýsa jafnframt vilja til að láta atburð eins og þann, sem um ræðir, ekki endurtaka sig.

Að lokum viljum við láta koma skýrt fram að við gerum okkur allir grein fyrir uppeldislegu gildi starfs félagsins og erum þakklátir fyrir þann stuðning sem velunnarar og félagsmenn sýna því.

Djúpavogi 11. júlí 2006;

Leikmenn meistaraflokks og forsvarsmenn UMF. NEISTA