Djúpivogur
A A

Aðalvefur

Sjómannadagurinn 2011

Eins og lög gera ráð fyrir var Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur á Djúpavogi í gær, sunnudag. Dagurinn hófst með Sjómannadagsmessu kl. 11:00 og svo var dorgveiðikeppni í hádeginu á bryggjunni.  Þar var góð mæting, um 30 stangir og aflinn góður. Hætt var við fyrirhugaða skemmtiferðasiglingu þar sem að upp úr hádegi var kominn norðaustan stálballarsteytingur og ekki báti út sigandi. Um miðaftansbil var svo efnt til glæsilegrar veislu í Sambúð þar sem um 80 manns mættu og gæddu sér á dýrindis kræsingum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í dorgveiðikeppninni.

ÓB

06.06.2011

Garðamold

Íbúar Djúpavogshrepps geta nálgast dýrindis garðamold ofan við Búlandshöfn.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

 

06.06.2011

Myndir af bræðslunni

 

Alfa Freysdóttir í Hvoli er að leita að myndum af Bræðslunni. Þeir sem gætu átt myndir af húsinu, inni sem úti og einnig af fólki í vinnu í húsinu er bent á að hafa samband við Ölfu í gegnum tölvupóst á netfangið alfafreys@gmail.com. Skiptir ekki máli þótt myndirnar séu ekki á tölvutæku formi því þær er hægt að skanna inn. 

Alfa Freysdóttir í Hvoli er að leita að myndum af Bræðslunni. Þeir sem gætu átt myndir af húsinu, inni sem úti og einnig af fólki í vinnu í húsinu er bent á að hafa samband við Ölfu í gegnum tölvupóst á netfangið alfafreys@gmail.com. Skiptir ekki máli þótt myndirnar séu ekki á tölvutæku formi því þær er hægt að skanna inn. 

BR

 

03.06.2011

Fyrir burtflúna

Hér skín sól í heiði, hitamælirinn sýnir 12° og bæjarstarfsmenn eru í óðaönn að slá, raka, snyrta og allt það.

Vildi bara láta ykkur vita.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 Magnús fer svo mikinn á dráttarvélinni, að það er heljarinnar vesen að ná honum á mynd.Þröstur slær eins og herforingi


Blómadrottningarnar Nína, Aníta og Sonja.


Guðmundur Már hress á sláttuvélinni


Aníta blómadrottning


Gummi Már og Benediktssynirnir Villi og Skúli


Svo örfáar teknar úti á söndum kl. 22:00 í gærkvöldi.

03.06.2011

Við Voginn auglýsir

Rammíslenskt kaffihlaðborð verður haldið fimmtudaginn 2. júní, kl. 15:00.

Á boðstólnum verða:
Rjómapönnukökur, randalínur, vínartertur, ástarpungar, rjómatertur, skonsur, brúnkökur og brauðtertur.

Verð: 1.500 kr. fullorðnir.
6-12: ára 600 kr.

Við Voginn.

01.06.2011

Sjómannadagurinn 2011 á Djúpavogi

Sjómannadagurinn er sunnudaginn 5.júní nk. Af því tilefni verður efnt til dagskrár á Djúpavogi, eins og sjá má með því að smella á meðfylgjandi hlekk. Að vanda er það Slysavarnarfélagið Bára sem sér um skipulagningu á þessum degi.

Smellið hér til þess að sjá dagskrá Sjómannadagsins 2011 á Djúpavogi

BR

01.06.2011

DJÚPAVOGSHREPPUR AUGLÝSIR / HREINSUNARVIKA 2011

Almenn hreinsunarvika á Djúpavogi hefst mánudaginn 6. júní 2011. Eru bæði íbúar og forsvarsmenn fyrirtækja hér með hvattir til að hreinsa lóðir sínar og lendur og koma hefðbundnum garða- og lóðaúrgangi að vegkanti, þar sem hann verður sóttur af starfsmönnum sveitarfélagsins og fjarlægður.

Fyrsta ferð hreinsunartækis verður mánudaginn 6. júní, önnur ferð miðvikudaginn 8. júní og sú síðasta föstudaginn 10. júní.

Af þessu tilefni eru börn (í 4. bekk og upp úr) sem ætla að taka þátt í hreinsunarátakinu beðin að mæta við áhaldahúsið mánudaginn 6. júní kl. 08:00, klædd eftir veðri og fyrirliggjandi verkefnum.

Vinnutími verður frá 08:00 – 12:00.


Djúpavogi, 1. júlí 2011;   

Sveitarstjóri

01.06.2011

Vinnudagur Neista

 

Vinnudagur Neista.
Fimmtudaginn 2. júní ætlum við að taka til hendinni í Blánni og eru allir sem vetlingi geta valdið beðnir að mæta kl. 10:00 og hjálpa okkur að undirbúa svæðið fyrir sumarið.
Með kveðju.
Sjórn Umf. Neista.

Fimmtudaginn 2. júní ætlum við að taka til hendinni í Blánni og eru allir sem vetlingi geta valdið beðnir að mæta kl. 10:00 og hjálpa okkur að undirbúa svæðið fyrir sumarið.

Með kveðju.

Sjórn Umf. Neista.

BR

 

01.06.2011

Tilkynning frá ÍÞMD

Íþróttamiðstöð Djúpavogs verður lokuð eftirtalda hátíðisdaga í júní .

Uppstigningardagur - fimmtudagur  2. júní.
Sjómannadagurinn - sunnudagur  5. júní.
Hvítasunnudagur - sunnudagur 12. júní.
Annar í Hvítasunnu - mánudagur 13. júní.
17. júní - föstudagur.

AS

Tónleikar Karlakórsins Drífanda í Djúpavogskirkju

Djúpavogsbúar og nærsveitungar
Karlakórinn Drífandi frá Fljótsdalshéraði mun halda tónleika í Djúpavogskirkju miðvikudagskvöldið 1. júní og hefjast tónleikar kl. 20:30.   Karlakór heimamanna mun væntanlega slást í hópinn og taka með okkur einhver lög.
 Aðgangseyrir kr. 1.500.
Verið velkomin
Karlakórinn Drífandi

Djúpavogsbúar og nærsveitungar

Karlakórinn Drífandi frá Fljótsdalshéraði mun halda tónleika í Djúpavogskirkju miðvikudagskvöldið 1. júní og hefjast tónleikar kl. 20:30. Karlakór heimamanna mun væntanlega slást í hópinn og taka með okkur einhver lög.

Aðgangseyrir kr. 1.500.

Verið velkomin

Karlakórinn Drífandi

 

BR

01.06.2011