17. júní 2019 á Djúpavogi


17. júní fór fram á Djúpavogi með pompi og prakt.
Dagskráin hófst með skrúðgöngu frá Íþróttahúsi niður í Blá.
Fjallkona var Guðrún Lilja Eðvarðsdóttir. Hún flutti ljóðið “Hver á sér fegra föðurland” og stóð sig með stakri prýði.
Farið var í hina ýmsu leiki og leiktæki sem Boltafjör-Vatnaboltar settu upp og vöktu gríðalega mikla hrifningu hjá ungu kynslóðinni. Þar var einnig skopteiknari / myndskreytir og var nóg að gera hjá honum við að teikna börn og fullorðna.
Unglingar voru með andlitsmálningu að vanda. Grillveisla var haldin og í boði voru hamborgarar og vöktu grillmeistararnir mikla lukku meðal gesta, heyrst hefur að þetta hafi verið heimsins bestu borgarar.
Leikið var í Djúpavogsdeildinni um kvöldið, þar sem Hnaukabúið og Nallarar öttu kappi og var stemmningin spennandi meðal áhorfenda.
Leikur fór á þá leið að Nallarar unnu Hnaukabúið 5-1.
Var þetta hinn skemmtilegasti dagur og vill stjórn Neista þakka öllum þeim sem aðstoðuðu.
Meðfylgjandi myndir tók Ólafur Björnsson.
Hafdís Reynisdóttir
Framkvæmdarstjóri Neista