Djúpivogur
A A

Fréttir

Bæjarvinna 2020 - upplýsingar til barna og foreldra

Starfstímabilið er frá 8. júní – 7. ágúst 2020.

Vinnutíminn er 8 klst. á dag, frá 08:00 – 16:30. Athugið að matartími telst ekki vinnutími.

Vinnutími barna í árgangi 2007 er 08:00 – 12:00.

05.06.2020

Aðalfundur Björgunarsveitarinnar Báru

Aðalfundur Bjsv. Báru verður haldin í húsnæði félagsins Sambúð, fimmtudaginn 11. Júní kl 20:00.

Félagar hvattir til að mæta, þeir sem hafa áhuga á að ganga í sveitina sérstaklega boðnir velkomnir.

Stjórnin

03.06.2020

Sumarstörf hjá Austurbrú

Austurbrú auglýsir tvö sumarstörf fyrir háskólanema sem að lágmarki hafa lokið einu ári í námi.

Störfin hljóta stuðning úr átaksverkefni ríkisstjórnar­innar til fjölgunar sumarstarfa. Ráðningartími er tveir mánuðir á tímabilinu 10. júní til 31. ágúst 2020. Nemendur þurfa að leggja fram vottorð um skólagöngu s.l. önn, sem og þá næstu. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Afls og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

02.06.2020

Vöfflukaffi í Tryggvabúð

Vöfflukaffi verður í Tryggvabúð, miðvikudaginn 3. júní kl. 15:00.

Allir velkomnir.

Margrét Friðfinnsdóttir
Forstöðukona

02.06.2020

Frá Bókasafninu

Bókasafnið verður opið á þriðjudögum frá 16:00 - 18:00 út júní.

Sumarlokun er frá 1. júlí til 1. september.

Bókasafnsvörður

02.06.2020
Cittaslow