Djúpivogur
A A

Fréttir

Til íbúa í Djúpavogshreppi vegna Covid-19

ÞESSI FRÉTT VERÐUR Í REGLULEGRI UPPFÆRSLU.

Undanfarnir dagar hafa verið viðburðaríkir í kjölfar þess ástands sem upp er komið vegna COVID – 19 veirunnar. Stjórnendur og starfsfók sveitarfélagsins hafa endurskoðað vinnulag og skipulag innan stofnana þess með það fyrir augum að halda uppi sem mestri starfsemi samhliða því að gæta fyllsta öryggis.

Þrátt fyrir það er ljóst að starfsemi sveitarfélagsins mun verða með breyttu sniði næstu vikurnar. Athygli er einnig vakin á því að starfsemi stofnana kann að breytast með stuttum fyrirvara og eru íbúar því hvattir til að fylgjast vel með heimasíðu sveitarfélagsins og þeim tilkynningum sem kunna að berast frá einstökum stofnunum

30.04.2020

Tilkynningar frá aðgerðastjórn á Austurlandi - 30. apríl 2020

Hér birtast daglegar tilkynningar frá aðgerðastjórn á Austurlandi vegna Covid-19

30.04.2020

Sumarstörf fyrir börn / Summerjobs for kids / Praca wakacyjna dla dzie...

Börnum í 4.-6. bekk Djúpavogsskóla stendur til boða að taka þátt í Hreinsunarviku Djúpavogshrepps frá mánudeginum 9. júní til föstudagsins 12. júní.

30.04.2020

Frá þjónustumiðstöð / From the service Center / Z centrum serwisowego

Þeir sem telja sig eiga dót í mjölhúsi Bræðslunnar eru vinsamlegast beðnir að fjarlægja það sem allra fyrst, og/eða gera grein fyrir því við starfsmenn þjónustumiðstöðvar. Það sem ekki verður sótt af eigendum verður fjarlægt eigi síðar en 1. júní 2020.

30.04.2020

Hugmyndir um nýjar íbúðir við Markarland 10-12

Þessa dagana er unnið að deiliskipulagi lóða við Markarland, sem verður kynnt fljótlega. Fyrirtækið Hrafnshóll hefur sýnt áhuga á byggingu 5 íbúða raðhúss í Markarlandi, reynist markaður fyrir hendi.

Um er að ræða vandaðar, fullbúnar íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum.

29.04.2020

Viðbyggingin við grunnskólann - myndasyrpa

Sumarið 2019 hófst vinna við nýja 174 m2 viðbyggingu við grunnskólann. Verkið er langt komið og nú er í fullum gangi 2. áfangi, sem snýr að innanhússfrágangi. Stefnt er að því að taka viðbygginguna í notkun í haust.

Meðfylgjandi eru myndir frá hinum ýmsu stigum framkvæmdarinnar, allt frá því að útveggir voru settir upp til dagsins í dag.

Cittaslow

Djúpavogsskóli hlýtur veglegan styrk úr Sprotasjóði

Á dögunum barst Djúpavogsskóla bréf frá Sprotasjóði þess efnis að skólinn hefði fengið 4.500.000 kr. í verkefnið Heimsmarkmiða Bootcamp smiðjur. Um er að ræða samstarfsverkefni skólanna í nýju sameinuðu sveitarfélagi en Djúpavogsskóli sótti um styrkinn í samvinnu við skólana og Helgu Guðmundsdóttur fræðslustjóra.

Cittaslow

Byggðafesta og búferlaflutningar

Byggðastofnun óskar eftir þátttöku íbúa, í strjálbýli sveitarfélagsins, í könnun sem ætluð er öllum íbúum 18 ára og eldri í sveitum eða strjálbýli á Íslandi.

27.04.2020

Snúum vörn í sókn!

Á fundi sveitarstjórnar 16. apríl var farið yfir stöðu mála í sveitarfélaginu með tilliti til áhrifa Covid – 19. Líkt og gildir með flest öll sveitarfélög eru áhrifin umtalsverð.

22.04.2020
Cittaslow

Hammondminningar

Sólin skín, það er vor í lofti, farfuglarnir streyma til landsins og sumardagurinn fyrsti er á morgun. Að öllu jöfnu værum við Djúpavogsbúar á fullu að undirbúa okkur fyrir Hammondhátíð, viðra sængur og kodda fyrir alla gestina, fylla frystkistuna af góðum mat, redda barnapíum og hita okkur upp með því að hlusta á böndin sem væru að fara að spila fyrir okkur og/eða rifja upp gamla slagara frá fyrri hátíðum. En nú er staðan önnur. Ég held að við öll séum búin að ganga í gegnum tregafulla daga, einhverjir eru reiðir og pirraðir, aðrir sorgmæddir og sumir í afneitun en það er staðreynd að við gleðjumst ekki saman á Hótel Framtíð á Hammondhátíð í ár, undir dillandi tónum frábærra flytjenda.

Cittaslow

Stóri plokkdagurinn 2020

Stóri plokkdagurinn verður haldinn á Degi umhverfisins, laugardaginn 25. apríl.

Félagsskapurinn Plokk á Íslandi blæs til Stóra plokkdagsins á laugardaginn kemur, á Degi umhverfisins. Þetta er þriðja árið sem hópurinn skipuleggur þetta umhverfisátak undir sínum merkjum. Vegna samkomubanns og óvissutíma var hópurinn á báðum áttum hvort réttlætanlegt væri að boða til hátíðarinnar þetta árið en eftir samráð og leiðbeiningar frá Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá embætti ríkislögreglustjóra, var ákveðið að láta slag standa.

21.04.2020
20.04.2020

Djúpavogshreppur auglýsir eftir refaveiðimönnum

Djúpavogshreppur auglýsir eftir refaveiðimönnum til starfa á eftirtalin veiðisvæði í Djúpavogshreppi til eins árs frá og með miðjum maí 2020:

20.04.2020

Djúpavogshreppur auglýsir eftir minkaveiðimönnum

Djúpavogshreppur auglýsir eftir minkaveiðimönnum til starfa í Djúpavogshreppi til eins árs frá og með maí 2020.

Æskilegt er að í umsóknum komi fram upplýsingar um; tækjakost, hundakost og eftir atvikum um aðstoðarmenn.

Gengið verður frá sérstökum samningum við veiðimenn líkt og undanfarin ár.

Vakin er athygli á að samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins eru 900.000 kr. ætlaðar til minkaveiða í ár.

20.04.2020

Laus störf hjá Djúpavogsskóla og Leikskólanum Bjarkatúni

Áherslur skólanna eru í takt við hugmyndafræði Cittáslow og grænfánans og mikil áhersla á velferð og vellíðan. Skólarnir leggja áhersluá teymis- og útikennslu, grenndarnám, núvitund og nýskapandi vinnu. Starfsandinn er góður og tækifærin mörg fyrir skapandi og jákvæða einstaklinga. Við leitum að kennurum og starfsfólki með farsæla starfsreynslu, sem eru tilbúnir að taka þátt íþróunarstarfi og starfa eftir stefnu og framtíðarsýn skólanna.

14.04.2020
06.04.2020

Samkomubann framlengt til að hefta útbreiðslu Covid-19

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja til 4. maí þær takmarkanir á samkomum og skólahaldi sem áttu að falla úr gildi 13. apríl næstkomandi. Ákvörðunin er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Þótt vel hafi gengið að halda útbreiðslu smita í skefjum veldur áhyggjum hve alvarlega veikum einstaklingum sem þurfa á gjörgæslu að halda hefur fjölgað hratt. „Nú skiptir öllu máli að við höldum áfram að standa saman sem einn maður, fylgja fyrirmælum okkar besta fagfólks og koma þannig í veg fyrir að álag á heilbrigðiskerfið fari yfir þolmörkin“ segir heilbrigðisráðherra.

03.04.2020

Hugum að geðheilbrigði

Hugrún, geðfræðslufélag háskólanema, hvetur til umræðu um geðheilsu og geðraskanir og hefur gefið út vefsíðu með leiðbeiningum um hvernig má ræða þessi málefni heima fyrir.

03.04.2020

Skimun fyrir Covid-19 á Austurlandi

Íslensk erfðagreining í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Austurlands býður íbúum Austurlands upp á skimun fyrir Covid-19 laugardaginn 4. apríl og sunnudaginn 5. apríl.

02.04.2020

From the school system regarding Covid-19 - Ze szkół z powodu Covid-1...

The conditions that have arisen due to the Covid-19 pandemic has had an undeniable effect on the school system of Djúpivogur. We would like to thank the school community, the children, parents, educational staff and others for their response and understanding with regards to the changes our school system has undergone as a result. The pandemic poses a great challenge to us all and regardless of how the situation transpires it is our sincere hope that everyone will continue to react with understanding and humility. The measures that have been taken within our school system are first and foremost to ensure the safety and wellbeing of all parties involved.

02.04.2020

Íþróttavöllum lokað - Wszystkie boiska sportowe zostana zamkniete - Sports...

Því miður þarf nú að loka íþróttavöllum á meðan á samkomubanni vegna Covid-19 stendur og er það gert í samráði við aðgerðastjórn á Austurlandi. Skilti verða sett upp við vellina.

Þá er það áréttað, sem komið hefur fram í bréfum og tilkynningum frá Almannavörnum og Embætti landlæknis, að dregið sé sem mest úr samneyti barna og ungmenna utan skóla. Skólafélagar sem ekki eru í sama hópi í skólastarfi ættu alls ekki að vera í návígi utan skóla. Við beinum því til foreldra og forráðafólks að ræða þetta við börnin.

01.04.2020

Frá skólunum vegna Covid-19

Það ástand sem skapast hefur í kjölfar heimsfaraldurs Covid-19 veirunnar hefur óumflýjanlega haft töluverð áhrif á starfið í Leikskólanum og Grunnskólanum. Við viljum þakka skólasamfélaginu, börnum, foreldrum, starfsfólki og öðrum þau viðbrögð og þann skilning sem allir hafa sýnt þeim breytingum sem þurft hefur að gera á skólastarfinu. Þetta er stór áskorun fyrir alla og hvernig sem ástandið kann að breytast er það von okkar að munum við áfram bregðast við með skilningi og æðruleysi. Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til innan skólanna eru fyrst og fremst með velferð og heilbrigði allra í huga.

01.04.2020

Samvinna eftir skilnað - barnanna vegna

Þann 1. apríl mun Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra opna rafrænan vettvang um sérðhæfða skilnaðarráðgjöf. Eins og kunnugt er hefur hann gert samning við danska fyrirtækið SES (Samarbejde efter Skilsmisse) vegna tilraunaverkefnis 2020 um innleiðingu sérhæfðrar skilnaðarráðgjafar í félagsþjónustu til foreldra á Íslandi. Verkefnið er unnið að danskri fyrirmynd og byggir efnið á nýjustu þekkingu, sem byggir á bæði rannsóknum fræðimanna og reynslu fagfólks. Nýjar danskar rannsóknir benda til verulegs ávinnings af því að nota þessa rafrænu fræðslu, auk ráðgjafar og námskeiðshalds fagfólks hjá sveitarfélögunum.

Reynsluverkefnið hér á landi verður til að byrja með í samvinnu við tvö sveitarfélög, Fljótsdalshérað og Hafnarfjörð. Markmið verkefnisins er að innleiða og þróa nýtt vinnulag í félagsþjónustu og efla félagslega ráðgjöf með áherslu á skilnaðarmál, forsjár- og umgengnismál, barnanna vegna. Með því að veita ráðgjöf og þjónustu á fyrri stigum með ráðgjöf hjá félagsþjónustu standa vonir til þess hægt sé að draga úr líkum á ágreiningi á milli foreldra. Þannig má vonandi fækka þeim málum sem enda hjá sýslumönnum og vonandi létta eitthvað á því álagi sem þar hefur skapast.

Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá Hagstofu Íslands enda tæplega 40% hjónabanda á Íslandi með lögskilnaði, en þá er ótalinn sá hópur foreldra sem á börn saman og slítur sambúð. Það má því ætla að börnin sem um ræðir séu uþb. 1100 - 1200 börn árlega á landsvísu, þ.e. í kringum 700 barnafjölskyldur á ári.

Langtímaáhrif skilnaðar á líðan barna geta verið verulega íþyngjandi, fyrir börnin sjálf og samfélagið. Það er oft ekki skilnaðurinn sjálfur sem veldur mestum skaða, heldur það hvernig staðið er að honum gagnvart börnunum. Bæði íslenskar og erlendar rannsóknir benda skýrt til þess að hægt sé að lágmarka skaðsemi skilnaðar ef foreldrar fá tímanlega aðstoð við að vinna úr tilfinningalegri togstreitu og ná að vinna saman í skilnaðarferlinu.

Með þessu verkefni er brugðist við því og á reynslutímanum gefst foreldrum sem eru að skilja eða slíta sambúð tækifæri til þess að prófa námskeið í þremur stafrænum áföngum. Auk þess sem fagfólk hjá félagsþjónustu umræddra sveitarfélaga bjóða sérstaklega upp á sérhæfða einstaklingsráðgjöf og námskeið fyrir fólk sem er skilið og á börn saman.

Umsjónarmenn verkefnisins eru Gyða Hjartardóttir, félagsráðgjafi MA, aðjúnkt í félagsráðgjöf við HÍ og sérfræðingur í málefnum barna og Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ og þerapisti hjá Meðferðarþjónustunni Tengsl.

Félagsþjónusta Fljótsdalshérað mun bjóða upp á ráðgjöf og stuðning við foreldra sem eru að hugsa um að skilja, eru í skilnaðarferli eða hafa skilið fyrir einhverju síðan og vilja bæta samvinnu sín á milli. Boðið verður upp á námskeið fyrir foreldra en vegna stöðunnar í þjóðfélaginu verður líklegast ekki hægt að halda fyrsta námskeið fyrr en í haust. Fram að því mun félagsþjónustan veita einstaklingsmiðaða ráðgjöf og stuðningsviðtöl. Einnig býðst foreldrum að taka þátt í námskeiði á netvangi verkefnisins.

Frekari upplýsingar er hægt að fá á netvangnum www.samvinnaeftirskilnad.is eða með því að senda fyrirspurn til Guðrúnar Helgu Elvarsdóttur, verkefnisstjóra, í síma 4 700 700 eða með tölvupósti á gudrunhelga@egilsstadir.is

01.04.2020

Tillaga að breytingu á aðal- og deiliskipulagi vegna lagningu ljósleið...

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 dags. 6. febrúar 2020 m.s.br. ásamt umhverfisskýrslu

01.04.2020

Spurt og svarað á covid.is

Sérfræðingar frá embætti landlæknis voru að uppfæra spurt og svarað inn á Covid.is.

01.04.2020