Djúpivogur
A A

Fréttir

Lagning ljósleiðara um Djúpavogshrepp

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing á breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 vegna breyttrar lagnaleiðar ljósleiðara um Djúpavogshrepp, dags. 12. október 2019.

30.10.2019

Matarsmiðja á Djúpavogi

English and polish below.

30.10.2019

Spurningakeppni Neista 2019

Nú er hin árlega spurningakeppni Neista að skella á. Hún stendur yfir 11.- 23. nóvember og við hvetjum alla áhugasama til að skrá sitt lið í gegnum neisti@djupivogur.is fyrir fimmtudaginn 7. nóvember.

Þátttökugjald er 10.000 kr. og aðgangseyrir hvert kvöld er 500 kr. Öll innkoma rennur til Ungmennafélagsins Neista til áframhaldandi uppbyggingar íþróttastarfs á Djúpavogi.

Við hvetjum alla til að skrá sitt lið og taka þátt í þessum frábæra viðburði.

Stjórn Neista

Cittaslow

Sameining fjögurra sveitarfélaga samþykkt á Austurlandi

Íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa samþykkt tillögu um að sveitarfélögin fjögur verði sameinuð í eitt.

26.10.2019

Úrslit skuggakosninga í Djúpavogsskóla

Skuggakosningar fóru fram miðvikudaginn 16. október í Djúpavogsskóla og voru allir 75 nemendur skólans á kjörskrá.

Í aðdraganda kosninga fengu nemendur fræðslu um lýðræði og mikilvægi þátttöku íbúa í lýðræðislegum athöfnum eins og kosningum. Nemendur fengu líka að vita að hvert atkvæði skiptir máli og að allir hafi rétt á því kjósa eftir eigin sannfæringu.

Sveitarstjóri Djúpavogshrepps kom og hélt kynningu á þeim hugmyndum sem liggja að baki sameiningu sveitarfélaganna og svaraði krefjandi spurningum nemenda.

Nemendur fengu kynningu á því hvernig kjörseðill lítur út og hvernig á að koma skoðun sinni á framfæri með kjörseðli. Farið var yfir það að auðir seðlar tjá líka skoðun. Einnig var rætt um hvað það er sem gerir kjörseðil ógildan.

Settur var upp kjörklefi inni á bókasafni skólans og það er skemmst frá því að segja að allir komu vel fram þó að eftirvænting lægi í loftinu.

Niðurstöður skuggakosninganna eru eftirfarandi:

70 nemendur af 75 greiddu atkvæði sem þýðir að 93% nemenda tóku þátt í kosningunni.

Þeir sem kjósa með tilögu um sameiningu sveitarfélaganna eru 57%. 29% segja nei, 13% atkvæða voru ógild og 1% skilaði auðu.

26.10.2019

Dagar myrkurs 2019 á Austurlandi

Dagar myrkurs 2019 fara fram á Austurlandi dagana 30. október - 3. nóvember.

25.10.2019

KJÖRSTAÐIR SAMEININGARKOSNINGA 26. OKTÓBER

Laugardaginn 26. október næstkomandi fara fram kosningar um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

24.10.2019

LOKALE WYBORCZE WYBORY POŁĄCZENIA MIEJSCOWOŚCI. 26 PAŹDZIERNIK 2019

W sobotę 26 października odbędą się wybory dotyczące połączenia miejscowości: Borgarfjarðarhreppur, Djúpavogshreppur, Fljótsdalshérað oraz Seyðisfjarðarkaupstaður.

24.10.2019

CAST YOUR VOTE ON THE 26th OF OCTOBER

Saturday the 26th of October there will be a public vote on the merger of the municipalities of Borgarfjarðarhreppur, Djúpavogshreppur, Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðarkaupstaður.

24.10.2019

Sameiningarkosningar - vöfflukaffi í Tryggvabúð

Kosið verður um sameiningu Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðarhrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar laugardaginn 26. október. Af því tilefni er vakin athygli á eftirfarandi:

Miðvikudaginn 23. október munu fulltrúar sveitarfélagsins í sameiningarnefnd sitja fyrir svörum í vöfflukaffinu í Tryggvabúð frá kl. 15:00 – 18:00. Íbúar eru hvattir til að kíkja við og taka þátt í uppbyggilegum umræðum.

20.10.2019

Sameiningarkosningar - kosningavaka

Kosið verður um sameiningu Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðarhrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar laugardaginn 26. október. Af því tilefni er vakin athygli á eftirfarandi:

Laugardaginn 26. október verður kosningavaka í Löngubúð frá kl. 21:00 – 24:00. Stutt Pub Quiz hefst kl. 21:00. Gert er ráð fyrir að úrslit liggi fyrir í atkvæðagreiðslunni fyrir miðnættið. Íbúar eru hvattir til að mæta og eiga skemmtilega stund saman.

20.10.2019
18.10.2019
14.10.2019

Skuggakosningar í Djúpavogsskóla

Í tilefni af kosningu um sameiningu sveitarfélaganna Djúpavogshrepps, Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar höfum við í Djúpavogsskóla verið að fjalla um lýðræði og lýðræðislega kosningu. Í framhaldi af því fengum við sveitarstjórann til að koma með kynningu á sameiningunni fyrir börnin og starfsfólk.Miklar og góðar umræður hafa skapast og börnin mjög áhugasöm. Lokapunktur í þessari fræðslu verða svo skuggakosningar miðvikudaginn 16. október.

14.10.2019

Sveitarstjórn: Fundarboð 12.10.2019

3. aukafundur 2018 - 2022

11.10.2019

Kveðjumessa í Djúpavogskirkju

Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir lætur af embætti sóknarprests í Djúpavogsprestakalli 1. nóv. n.k.

Kveðjumessa í Djúpavogskirkju sunnudaginn 13. október kl. 14.00

Kirkjukórinn syngur undir stjórn Guðlaugar Hestnes

Altarisganga

Sóknarnefndirnar bjóða til veitinga eftir messu

Verum öll velkomin og ánægjulegt að sjá sem flesta

Sóknarnefndirnar

11.10.2019

Upptökur frá íbúafundum

Í gær lauk síðasta íbúafundinum um fyrirhugaða sameiningu Djúpavogshrepps, Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Fljótsdalshéraðs. Öllum fundunum var streymt í beinni á Facebook.

Við höfum nú tekið saman allar upptökurnar og er hægt að skoða þær hér að neðan.

11.10.2019

Kynning frá Bandalagi íslenskra Skáta

Kynning frá Bandalagi Íslenskra Skáta á Skátastarfi barna fyrir foreldra, forráðamenn og alla áhugasama 16 ára og eldri verður í Grunnskóla Djúpavogs kl. 20:00 fimmtudaginn 10. október 2019.

Hvað er gert í skátunum?

Hvaða tækifæri fá börn og ungmenni í skátastarfi?

Hvernig geta foreldrar, forráðamenn og áhugasamir yfir 16 ára komið að skátastarfi?

Fyrirhugað er að stofna skátafélag í Djúpavogshreppi ef áhugi er fyrir hendi.

Þátttaka barnanna sjálfra er grundvöllur starfsins en þátttaka nokkurra foreldra, forráðamanna eða ábyrgra aðila yfir 16 ára er nauðsynleg.

Nú þegar eru komnir aðilar sem vilja bera ábyrgð á starfinu, en óska eftir sjálfboðaliðum sem hafa áhuga á að leggja hönd á plóg með einum eða öðrum hætti.

Á kynningunni verður farið ýtarlega yfir það sem skátarnir gera þannig að foreldrar og forráðamenn viti út á hvað starfið gengur og hvernig það verður.

Auk þess er farið yfir þau fjölbreyttu og misstóru verk sem sjálfboðaliðar gera.

„Skátahreyfingin er alþjóðleg æskulýðshreyfing sem vinnur að valdeflingu ungmenna í þeim tilgangi að virkja þau til jákvæðra áhrifa í sínu samfélagi og til þátttöku í að bæta þann heim sem við búum í. Skátastarf er gefandi bæði fyrir ungt fólk og fullorðna sjálfboðaliða sem sinna starfinu með því. Í skátastarfi öðlast þú ekki eingöngu reynslu, kunnáttu og minningar heldur er félagsskapurinn líka frábær, tækifærin endalaus og starfið kemur í sífellu skemmtilega á óvart“ www.skatarnir.is

10.10.2019

Rúmlega 3.500 á kjörskrá

Rúmlega 3.500 kjósendur eru á kjörskrá fyrir kosningar um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarhrepps.

Þjóðskrá Íslands hefur gefið út kjörskrárstofn fyrir sameiningarkosningarnar og munu sveitarfélögin á næstu dögum afgreiða kjörskrár í samræmi við lög um kosningar til sveitarstjórna. Tíu dögum fyrir kosningar munu íbúar geta skoðað kjörskrárnar á skrifstofum sveitarfélaganna og gert athugasemdir ef einhverjar eru.

Einstaklingar geta kannað hvort þeir eru á kjörskrá og í hvaða kjördeild, með því að fletta upp í kjörskránni hjá Þjóðskrá. Það er gert með því að fara inn á vefsíðu Þjóðskrár hér.

10.10.2019

Íbúafundur um sameiningartillögu

Íbúafundur í Djúpavogshreppi vegna fyrirhugaðrar sameiningar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar verður haldinn 9. október á Hótel Framtíð.

Á fundinum verður tillaga um sameiningu sveitarfélaganna kynnt og íbúum gefst tækifæri til að koma spurningum, sjónarmiðum og ábendingum á framfæri.

Hægt verður að koma spurningum á framfæri jafnt rafrænt og munnlega. Því er mikilvægt að þátttakendur hafi meðferðis snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvu ef þau vilja nýta sér rafræna möguleikann. Fundunum verður streymt á Facebook-síðu sveitarfélagsins og geta íbúar fylgst með þar og sent inn spurningar.

Fundurinn fer fram milli kl. 18:00 og 21:00.

Þátttakendum verður boðið upp á súpu og meðlæti.

Viðburðurinn á Facebook.

Nánari upplýsingar á svausturland.is

09.10.2019

Óskað eftir tilboðum í rekstur Löngubúðar

Djúpavogshreppur óskar eftir tilboðum í veitingarekstur Löngubúðar frá 1. janúar 2020.

Tilboðum skal skila til skrifstofu sveitarfélagsins fyrir kl. 15:00 föstudaginn 1. nóvember.
Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11:00 mánudaginn 4. nóvember að viðstöddum þeim bjóðendum sem óska.
Tilboð skulu gilda í tvær vikur frá opnun þeirra.

Djúpavogshreppur áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Vakin er athygli á að ýmsar kvaðir fylgja rekstrinum sem áhugasömum er bent á að kynna sér.

Frekari upplýsingar veitir undirritaður í síma 470-8700 og á sveitarstjori@djupivogur.is og Þorbjörg Sandholt formaður atvinnu- og menningarmálanefndar obba@djupivogur.is

Sveitarstjóri

09.10.2019

Hugleiðsludagur unga fólksins í dag

Hugleiðsludagur unga fólksins, 9. október 2019

Hugleiðsludagur unga fólksins verður haldinn þann 9. október en sá dagur er einnig afmælisdagur friðarsinnans John Lennon heitins. Þá verður Friðarsúlan tendruð í Viðey fyrir von um frið í heiminum. Samtökin “Jóga hjartað” standa fyrir sameiginlegri hugleiðslu fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt. Viðburðurinn fer fram klukkan 10:30. Þeir sem hafa áhuga á að vera með, geta gert það það með því að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum.

Hugleiðslan (hún er sýnd í myndbandi á vefslóð fyrir neðan)

1. Við hægjum á öndun.
2. Við setjum lófa á brjóstkassa og tengjum við hjarta.
3. Við lokum augum.
4. Og við hugleiðum inn á frið í hjarta í 3 mínútur. Finnum okkar innri frið.

09.10.2019

Frá Íþróttamiðstöðinni

Vegna bilunar í tækjabúnaði þarf að loka sundlauginni.

Tilkynnt verður um leið og hægt er að opna fyrir aðgang.
Opið verður hinsvegar sem áfram í potta og barnalaug.

Forstöðum. ÍÞMD

07.10.2019

Húsnæði til leigu

Fyrir áhugasama um dvöl á landsbyggðinni.

Til boða glæsilegt hús, nú á síðasta hluta byggingarstigs. Tæplega 200m2 + bílskúr. Geta verið tvær aðskildar íbúðir eða ein heild. Heilsugæsla, skóli, leikskóli, íþróttahús, sundlaug og önnur þjónusta í stuttu göngufæri. Friðsemd og rómuð náttúrufegurð. Fuglafriðunarland. Tengsl við eldri búsetu með náttúrugarði vítt umkring. Verkefni að viðhalda og gera að sælureit. Áhugi fyrir náttúruvernd óskastaða. Garðyrkja og margvíslegt tengt: ennfremur góð, mannleg samskipti og aðstoð á móti leigu. Hið síðara eftir samkomulagi. Þarf ekki að vera skilyrði, en reglusemi forsenda.

Getur annars tengst fjölbreytilegum störfum og áhugasviðum.

Velkomið að kynna sér með fyrirspurnum sem skoðast trúnaðarmál.

Heimilissími 47-88867.

07.10.2019

Skipulagsfundur vegna Daga myrkurs

Skipulagsfundur vegna Daga myrkurs verður haldinn í Sambúð, mánudaginn 7. október 2019 frá kl. 17:00 - 18:00.

Dagskráin okkar í fyrra vakti mikla athygli og er áhugi fyrir því að gera viðburðinn í ár jafn glæsilegan.

Þeir sem hafa áhuga á að vera með viðburð eru hvattir til að mæta á fundinn en ef einhverjir komast ekki má senda upplýsingar um dagskrá / viðburð á dora@austurbru.is í síðasta lagi 9. október.

F.h. Djúpavogshrepps
Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir

Cittaslow