Djúpivogur
A A

Fréttir

Almenn hreinsunarvika

Hreinsunarvika 2. - 6.júlí 2018.

27.06.2018

Djúpavogshreppur auglýsir

Leikskólakennari - Leiðbeinandi

27.06.2018

Lestun á baggaplasti 2018

Til allra bænda í Djúpavogshreppi

Cittaslow

Það vantar herslumuninn upp á ærslabelginn

Kvenfélagið Vaka stendur fyrir kaupum á ærslabelg, sem er leiktæki fyrir börn og fullorðna. Sveitarstjórn er búin að samþykkja að sjá um uppsetningu og rekstur tækisins. Þetta er verkefni upp á um tvær milljónir og þegar þetta er skrifað hafa safnast 1.715.000, þar hafa einstaklingar gefið 192.000. Þá rann ágóðinn af bingóinu okkar 2017 og 2018 allur í þetta verkefni.

Það vantar semsagt enn tæpar 300.000 krónur upp á að ná settu marki.

Við viljum því benda bæjarbúum sem vilja leggja málefninu lið á að hægt er að leggja inn á sérstakan söfnunarreikning í Landsbankanum. Kennitalan er 441083-0339 og númerið 0172-05-60200.

Með fyrirfram þökk og von um góðar undirtektir
Vökukonur.

26.06.2018

Hamingja í Hálsaskógi

Skógræktarfélag Djúpavogs - Samvera í Hálsaskógi kl. 19:00

Skógarskoðun, kaffi, leikir og lummur.

Líf í lundi er útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins, sem skógaraðilar á Íslandi standa sameiginlega að. Markmið hans er að fá almenning til að heimsækja skóga landsins og stunda hreyfingu, njóta samveru og upplifa skóga og náttúru landsins. Boðið verður upp á fjölmarga viðburði í skógum landsins um land allt á laugardeginum 23. júní. Að deginum standa Skógræktarfélag Íslands og aðildarfélög þess, Skógræktin og Landssamtök skógareigenda, í samvinnu við aðrar stofnanir og félagasamtök, auk þess sem Arion banki styður almennt við verkefnið.

Nánari upplýsingar um viðburði verður hægt að finna á Skógargátt-vefsíðunni - https://www.skogargatt.is/ og á Facebook-síðu Líf í lundi - https://www.facebook.com/lifilundi/, auk þess sem einstakir viðburðahaldarar verða með kynningu á sínum miðlum.

22.06.2018

Þjóðhátíðardagurinn 2018 á Djúpavogi

17. júní var haldinn hátíðlegur hér á Djúpavogi í góðu veðri og mikilli stemmningu.

Cittaslow

Bæjarvinna 2018 - upplýsingar til barna og foreldra

Starfstímabilið er frá 11. júní – 10. ágúst 2018.

Vinnutíminn er 8 klst. á dag, frá 08:00 – 17:00. Athugið að matartími telst ekki vinnutími.

Vinnutími barna í árgangi 2005 og 2006 er 08:00 – 12:00.

21.06.2018

Upptaka á stuðningsmyndbandi í Tanknum í dag

Í dag, miðvikudaginn 20. júní, fer fram upptaka í Tanknum á baráttukveðju frá Djúpavogshreppi til karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir HM.

Við hvetjum alla íbúa sveitarfélagsins sem geta til að mæta í bláu (eða fánalitunum) auk þess sem andlitsmálning, búningar, hárgreiðslur, hattar, treflar og þess háttar er vel þegið!

TANKURINN KL. 18:00 Í DAG

FJÖLMENNUM!

HÚH!!

20.06.2018
Cittaslow

Rafmagnslaust þriðjudaginn 19. júní

Rafmagnslaust verður í Vogalandi 3, 5, 7, 9, 11 og 20 þriðjudaginn 19. júní 2018 frá kl 13:00 til kl 15:00 vegna endurnýjunar á götuskáp.

Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9790.

19.06.2018

Síðasti opnunardagur bókasafnsins fyrir sumarfrí

Síðasti opnunardagur Bókasafns Djúpavogs er þriðjudaginn 19. júní frá kl. 16:00 - 19:00.

Fyrsti opnunardagur eftir sumarfrí er þriðjudagurinn 21. ágúst 2018.

Bókasafnsvörður

18.06.2018

Djúpavogshreppi færður framhlaðningur

Byssa keypt frá Djúpavogi 1920-1930 aftur komin heim.

Cittaslow

Viðvera byggingarfulltrúa

Sveinn Jónsson, byggingarfulltrúi Djúpavogshrepps, verður með viðveru á skrifstofu Djúpavogshrepps mánudaginn 18. júní næstkomandi.

15.06.2018
15.06.2018

17. júní 2018 á Djúpavogi

Dagskrá 17. júní á Djúpavogi

Cittaslow

Lakehouse leitar að höfundum af landsbyggðinni

Er meistaraverk að daga uppi í skúffunni heima hjá þér? Ertu laumupenni?

08.06.2018

Leikhópurinn Lotta á Djúpavogi

Leikhópurinn Lotta 9. júní kl. 17:00 á Neistavelli.

08.06.2018

Sjón gleraugnaverslun á Djúpavogi

Sjón gleraugnaverslun verður í Tryggvabúð laugardaginn 9. júní frá kl. 11:00 - 16:00.

08.06.2018

Sumarguðþjónusta í Beruneskirkju

Sumarguðsþjónusta í Beruneskirkju sunnudaginn 10. júní kl. 14.00.

Kirkjukórinn syngur ljúfa sálma við undirleik Kristjáns Ingimarssonar.

Fögnum sumri og þökkum góðar gjafir Guðs.

Verum öll hjartanlega velkomin,

sóknarprestur

08.06.2018

Vefmyndavélin er komin í lag

Eftir mikla hetjudáð SG véla og Rafstöðvar Djúpavogs er vefmyndavélin nú loksins komin í gagnið.

06.06.2018

Kvenfélagið Vaka safnar fyrir ærslabelg

Kvenfélaginu Vöku langar að standa fyrir kaupum á Ærslabelg, sem er leiktæki fyrir börn og fullorðna. Sveitarstjórn er búin að samþykkja að sjá um uppsetningu og rekstur tækisins. Þetta er verkefni upp á um tvær milljónir og ljóst að kvenfélagið getur þetta ekki eitt.

Ágóðinn af bingóinu okkar 2017 og 2018 rennur beint í þetta verkefni og langar okkur að biðja íbúa að leggja okkur lið í þessu með frjálsu framlagi. Öll fyrirtæki og félagasamtök á staðnum fá einnig svona bréf.

Búið er að stofna sérstakan reikning í Landsbankanum. Kt. 441083-0339, 0172-05-60200.

Með fyrirfram þökk og von um góðar undirtektir
Vökukonur.

05.06.2018

Sjómannadagur 2018

Sjómannadagur í sól og blíðu.

Cittaslow

Gróðurmold

Fyrir græna fingur.

Cittaslow