Djúpivogur
A A

Fréttir

Kennara vantar næsta skólaár

Næsta skólaár eru fjölmargar stöður lausar við Djúpavogsskóla. Djúpavogsskóli er lítill en vaxandi skóli sem samanstendur af grunn- og tónskóla. Í grunnskólanum eru um 70 nemendur. Gott samstarf er við leikskólann. Einnig er mjög gott samstarf við Umf. Neista en yfir 90% nemenda grunnskólans stunda æfingar hjá ungmennafélaginu og taka þær við strax að loknu skólastarfinu.

Í Djúpavogsskóla er lögð mikil áhersla á umhverfismennt og átthagafræði og stendur nú yfir innleiðing á hugmyndafræði Cittaslow en sveitarfélagið Djúpavogshreppur varð aðili að Cittaslow hæglætishreyfingunni árið 2013.

Grunnskólinn

Í grunnskólann vantar umsjónarkennara í 1. og 2. bekk (samkennsla), 3. og 4. bekk (samkennsla) og 5. bekk.

Þá vantar kennara í textílmennt (um 10 kst. á viku), heimilisfræði (um 10 kst. á viku), íþróttir og sund (16 kst. á viku), tungumál á mið- og unglingastigi (um 20 kst. á viku). Einnig vantar kennara í upplýsinga- og tæknimennt um 7 st. á viku.

Okkur vantar líka þroskaþjálfa í 100% starf.

Kennarar og leiðbeinendur við grunnskólann vinna eftir kjarasamningi KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir veitir nánari upplýsingar á skolastjori@djupivogur.is eða í síma 470-8713.

Umsóknarfrestur er t.o.m. 18. apríl 2018. Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu grunnskólans http://djupivogur.is/grunnskoli/

Miðasala á staka viðburði á Hammondhátíð hefst í dag

Á hádegi í dag hefst miðasala á staka viðburði á Hammondhátíð 2018, en síðustu vikur hafa eingöngu heildarpassar verið í sölu. 

Enn eru einhverjir heildarpassar eftir.

Miðasalan fer fram á tix.is og hefst sala á staka viðburði kl. 12:00.

Dagskráin í heild sinni er hér að neðan.

Heimasíða Hammondhátíðar 
Facebooksíðu hátíðarinnar
Viðburðurinn á Facebook

BR

 

 

 

28.03.2018

Plokkað í Djúpavogshreppi

Lands­menn hafa tekið upp nýj­an heilsu­sam­leg­an og um­hverf­i­s­væn­an sið sem á ræt­ur sín­ar að rekja til Svíþjóðar. Að plokka snýst um að tína upp rusl á förn­um vegi á meðan gengið er eða skokkað. Það er stór­kost­legt að sam­eina áhuga á úti­veru og um­hverf­is­meðvitund, ánægj­an af því að fara út og hreyfa sig verður marg­falt meiri með því að gera það með þess­um hætti.

Djúpavogsbúar láta að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja og nú hafa nokkrir framtakssamir stofnað Facebookhóp sem ber nafnið Plokk á Djúpavogi. Allir sem áhuga hafa getað gerst meðlimir í hópnum.

Nú hvetjum við alla Djúpavogsbúa til að fara að fordæmi forsetans, klæða sig í útvistargallann og fara út að plokka!

ÓB

 

 

 

26.03.2018

Laxar ehf. sigurvegari Spurningakeppni Neista 2018

Um helgina fóru fram úrslit í Spurningakeppni Neista 2018.

Fjögur lið öttu kappi í fyrri umferðum kvöldsins en þar unnu Laxar lið Bagga og Geysir sigraði ríkjanda meistara í Búlandstindi.

Í úrslitaviðureigninni unnu Laxar ehf. síðan Geysi 8-6.

Meðfylgjandi myndir tók Birgir Th. Ágústsson og kunnum við honum bestu þakkir fyrir þær.

ÓB


Lið Geysis: f.v. Þuríður Harðardóttir, Anna Sigrún Gunnlaugsdóttir og Þór Vigfússon


Lið Búlandstinds: f.v. Ólöf Rún Stefánsdóttir, Natan Leó Arnarsson og Sóley Dögg Birgisdóttir


Lið Laxa ehf.: f.v. Eðvald Smári Ragnarsson, Kristján Ingimarsson og Rafn Heiðdal. Með þeim á myndinni er verndari keppninar, Desmond Tutu.


Lið Bagga ehf.: f.v. Ingi Ragnarsson, Guðmundur Helgi Stefánsson og Eiður Ragnarsson


Sigurvegarar spurningakeppni Neista 2018, Laxar ehf.

Cittaslow

Könnun á fjarnámsþörf á Austurlandi

Samband sveitarfélaga á Austurlandi hefur falið Austurbrú að kanna fjarnámsþörf á Austurlandi en framboð greina í fjarnámi frá háskólunum hefur verið svipað í mörg ár. Í þessum tilgangi höfum við búið til stutta könnun til að meta þarfir og áhuga á fjarnámi.

Á hverju ári stunda fjölmargir einstaklingar á Austurlandi fjarnám á háskólasviði. Síðustu ár hafa þeir að jafnaði verið um 150-200, langflestir nemar við Háskólann á Akureyri. Þær greinar sem flestir stunda nám við eru menntavísindi og viðskiptafræði. Framboð greina í fjarnámi frá háskólunum hefur verið svipað í fjömörg ár og og nýjar námsgreinar eða fræðasvið hafa ekki bæst við. Því er mikilvægt að kanna hug íbúa til fjarnáms og þörf þeirra fyrir fjarnám á háskólastigi; þar á meðal hvort þörf og/eða áhugi er fyrir að opna fleiri námsleiðir eða hvort sátt er um það framboð sem hefur verið.

SSA fól Austurbrú að kanna fjarnámsþörf á Austurlandi. Í því skyni var sett saman stutt könnun sem hér fylgir og óskað er eftir að sem flestir íbúar á Austurlandi svari. Öll svör eru órekjanleg og ekki hægt að rekja til einstakra svarenda. Aðeins heildarniðustöður verða birtar og þannig verða svör hópsins grunnur að niðurstöðum en ekki svör einstakra þátttakenda.

Smellið hér til að fara í könnunina.

Hafðu samband við Tinnu Halldórsdóttur eða Elfu Hlín Pétursdóttur fyrir frekari upplýsingar eða athugasemdir.

26.03.2018

Úrslitakvöld Spurningakeppni Neista 2018

Lokakvöld spurningakeppni Neista fer fram á Hótel Framtíð laugardaginn 24. mars kl. 20:00.

Í fyrri viðureign kvöldsins mætast lið Geysis og Búlandstinds. Síðari viðureignin er milli Bagga og Laxa ehf. Sigurlið þessara viðureigna mætast svo í úrslitum.

Aðgangseyrir 1.000.-

Að keppni lokinni verður Pub-Quiz í umsjón Kristófers Dan.

Allir velkomnir

UMF. NEISTI

23.03.2018

Til áréttingar - skoðanakönnun - skilafrestur til 23. mars

Hægt er að skila skoðanakönnuninni á skrifstofu sveitarfélagsins eða póstleggja. 

Burðargjald greiðist af viðtakanda / Djúpavogshreppi.

Íbúar eru hvattir til að taka þátt til að niðurstöðurnar endurspegli sem best viðhorf meirihluta íbúa

 

 

 

 

 

22.03.2018

Síðasta undankvöld spurningakeppni Neista 2018

Á morgun, fimmtudag, er komið að lokakvöldi undankeppninnar í árlegri spurningakeppni Neista. Þá mætir lið Eyfreyjuness liði Bragðavalla og Laxar etja kappi við Við voginn.

Leikar hefjast kl. 20:00 í Löngubúð og miðaverð er 1.000 kr.

Sigurvegarar keppa svo um sæti í úrslitum sem fram fara laugardaginn 24. mars á Hótel Framtíð

Sjáumst öll hress!

UMF Neisti

21.03.2018

Helgihald um páskana í Djúpavogsprestakalli

Helgihald í Djúpavogsprestakalli um páskana verður eftirfarandi:

Pálmasunnudagur 25. mars kl. 11.00
Sunnudagaskóli í Djúpavogskirkju kl. 11.00
Söngur, saga og brúður og páskaeggjaleit

Skírdagur 29. mars kl. 14.00
Fermingarmessa í Djúpavogskirkju kl. 14.00
Fermdar verða:
Elísa Rán Brynjólfsdóttir, Vörðu 17, Djúpavogi
Urður Elín Nökkvadóttir, Hömrum 6, Djúpavogi

Föstudagurinn langi 30. mars kl. 13.00
Lestur Passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar í Berufjarðarkirkju
Nokkrir íbúar prestakallsins sjá um lesturinn sem hefst kl. 13.00 og lýkur væntanlega um
kl. 16.00. Fólki er frjálst að koma og fara á meðan á flutningi sálmanna stendur.
Kaffiveitingar í boði sóknarnefndar.

Páskadagur 1. apríl kl. 9.00
Hátíðarguðsþjónusta í Djúpavogskirkju
Morgunverður í boði sóknarnefndar eftir guðsþjónustu og páskaegg á hverju borði.

Verum öll hjartanlega velkomin til kirkju á helgri hátíð,
sóknarprestur

21.03.2018

Utandagskrá Hammondhátíðar - skipulagningarfundur 26.mars kl. 16:00

Það styttist í Hammondhátíð 2018 en hátíðin hefst að venju á sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl og stendur fram yfir 22.apríl. 

Undanfarin ár hafa verið fjölmargir skemmtilegir utandagskrár viðburðir í kringum hátíðina og stefnum við að því sama í ár. Til þess að skipuleggja slíka dagskrá er hér með boðað til skipulagningarfundar fyrir þá sem áhuga hafa á að taka þátt eða vilja standa að slíkum viðburðum.

Fundurinn verður haldinn í Geysi, mánudaginn 26. mars kl. 16:00. 

Viðburðirnir þurfa alls ekki að vera bundnir við Djúpavog, heldur væri skemmtilegt að dreifa þeim um allt sveitarfélagið. 

Utandagskráin verður auglýst á helstu stöðum í þorpinu og því best að hafa sem flesta viðburði á sömu auglýsingunni, þannig að ekkert fari nú framhjá neinum. 

Ef einhver kemst ekki á fundinn, en vill taka þátt eða er með góðar hugmyndir má koma þeim á framfæri með því að hafa samband við ferða- og menningarmálafulltrúa í síma 470 8703 eða senda póst á bryndis@djupivogur.is

Tónlistardagskráin í ár er glæsileg en sjá má allar upplýsingar um hátíðina með því að smella hér

Allir velkomnir,

Ferða- og menningarmálafulltrúi,

BR

20.03.2018

Umhverfissjóður Íslenskra fjallaleiðsögumanna auglýsir styrki til umsó...

Umhverfissjóður Íslenskra Fjallaleiðsögumanna veitir styrki á tveggja ára fresti.

Sjóðnum er ætlað að úthluta styrkjum til verkefna sem stuðla að verndun náttúru Íslands. Fyrirtæki, einstaklingar, eignarhaldsfélög, félagasamtök, sveitarfélög og opinberar stofnanir geta fengið framlög frá sjóðnum. Umsóknaraðilar geta einnig verið samstarf nokkurra aðila.

Umsóknafrestur rennur út 10. apríl 2018.

Sjá nánar um reglur sjóðsins á heimasíðu félagsins.

 

ÓB

19.03.2018

Fálkinn góði í sjónvarpsfréttum

Hrakfarir fálka Ríkarðs Jónssonar, sem Djúpavogshreppur festi kaup á á dögunum, hafa nú ratað í sjónvarpsfréttir RÚV.

Eins og margir vita varð fálkinn fyrir lyftaragaffli á ferð sinni á Djúpavog, með þeim afleiðingum að vinstri vængur fuglsins brotnaði. En eins og fram kemur í fréttinni var það heimamaðurinn Þór Vigfússon sem lagaði skemmdina af sinni alkunnu snilld.

Sjá nánar um þetta í fréttinni sem sjá má með því að smella hér.

ÓB

 

 


Gauti Jóhannsson, sveitarstjóri og Þór Vigfússon fálkaviðgerðarmaður, með fálkann viðgerðan á milli sín

 

19.03.2018

Viðvera ferða- og menningarmálafulltrúa í Geysi

Ferða- og menningarmálafulltrúi verður með viðveru á skrifstofu Djúpavogshrepps í dymbilvikunni, nánar tiltekið á mánudag til og með miðvikudags frá kl. 9:00 - 12:00.  

Hægt er að óska eftir fundi með því að senda póst á netfangið bryndis@djupivogur.is eða í síma 868-4682. 

Ferða- og menningarmálafulltrúi

BR

19.03.2018

Herbergi til leigu

Til leigu þrjú herbergi í sumar í Brekku 5.

Allt innifalið.

Allar nánari upplýsingar gefur Sævar í síma 777-0005 eða á netfanginu saevar.rafns@gmail.com.

ÓB

 

 

 

 

 

19.03.2018

Djúpavogshreppur auglýsir: Sumarstörf í Íþróttamiðstöð Djúpavogs

Laus eru til umsóknar störf vegna sumarafleysinga við Íþróttamiðstöð Djúpavogs fyrir sumarið 2018.

Starfið fellst í meginatriðum í gæslu/eftirliti við sundlaug og í baðklefum, við afgreiðslu, þrif og eftir atvikum öðrum tilheyrandi verkum er falla til í ÍÞMD. Um er að ræða 100% stöðugildi á tímabilinu. Einnig geta tveir aðilar tekið sig saman og sótt um eina stöðu ef vera kynni að það hentaði einhverjum.  

Ráðningatímabil: 1. júní – 20. ágúst. 

Óheimilt er að ráða starfsmenn yngri en 18 ára.

Umsóknir skal senda á netfangið andres@djupivogur.is 

Upplýsingar í síma 8995899

Andrés Skúlason
Forstöðum. ÍÞMD

19.03.2018

Sjón gleraugnaverslun á Djúpavogi

Sjón gleraugnaverslun verður í Tryggvabúð á Djúpavogi laugardaginn 17. mars frá kl. 11:00-16:00.

Ekki missa af þessu tækifæri. Nýtið ykkur frábær tilboð.

Mikið úrval af nýjustu gleraugnaumgjörðum á frábæru verði. 2018 línan er komin.

Verðum með sjónmælingu á staðnum. Pantið tíma sem fyrst í síma 899-8801.

Sjáumst hress og kát í Tryggvabúð á laugardaginn!

Heimasíðan okkar

Facebooksíðan okkar

Sjón gleraugnaverslun

15.03.2018

Biskup Íslands visiterar söfnuði í Djúpavogsprestakalli

Messa í Djúpavogskirkju fimmtudagskvöldið 15. mars kl. 20.00

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir prédikar.
Organisti og kórstjóri Guðlaug Hestnes.
Berglind Einarsdóttir syngur einsöng.
Altarisganga og messukaffi.

Tökum vel á móti góðum gestum og verum öll hjartanlega velkomin til helgrar stundar.

Biskup visiterar Berunessókn kl. 9.30 - 11.30 þ. 15. mars, Hofssókn sama dag kl. 14.30-16.30.

Visitasía biskups í Berufjarðarsókn þ. 16. mars kl. 11.00 - 13.00.

Sóknarnefndir og sóknarprestur

 

14.03.2018

Spurningakeppni Neista 2018 - ATH. breyttar dagsetningar

Spurningarkeppni Neista hefst föstudaginn 16. mars.

Undankeppnirnar fara fram í Löngubúð föstudaginn 16. mars, þriðjudaginn 20. mars og fimmtudaginn 22. mars.

Úrslitakvöldið fer svo fram laugardaginn 24. mars á Hótel Framtíð.

Aðgangseyrir er 1000kr. börn frá frítt til fermingarárs.

Keppnirnar hefjast allar kl 20:00 og eru til c.a. 21:30. Úrslitakvöldið er þó aðeins lengra.

Hver veit nema hent verði í eitt hressandi pubquiz fyrir áhorfendur að lokinni úrslitarimmunni!?!

Endilega mætið og fylgist með frábærum lið etja kappi í frábærri keppni!
Áfram Neisti!

09.03.2018

Sveitarstjórn: Fundargerð 08.03.2018

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

09.03.2018

Malbikun á Djúpavogi 2018

Malbikun KM verður að malbika á tímabilinu 14.-28. maí á Höfn og Djúpavogi.

Verð á einföldum bílaplönum 0-250m2 er 7.000 kr. með vsk.

Ef um stærri verk er að ræða vinsamlegast leitið upplýsinga til:

Jón Smári Sigursteinsson
Verkefnastjóri
Malbikun KM
S:8542211

ÓB

09.03.2018

Miðasala á Hammondhátíð 2018 er hafin

Í morgun hófst miðasala á Hammondhátíð 2018, sem fer fram 19.-22. apríl næstkomandi.

Eins og við greindum frá hér á síðunni og sjá má hér að neðan er dagskráin einkar glæsileg í ár.

Fyrst um sinn verður einungis hægt að kaupa heildarpassa á hátíðina. Síðar verða svo settir í sölu miðar á staka viðburði.

Miðasalan fer fram á tix.is og forsvarsmenn hátíðarinnar hvetja fólk til að tryggja sér heildarpassa því þeir eru í takmörkuðu upplagi.

Heimasíða Hammondhátíðar 
Facebooksíðu hátíðarinnar
Viðburðurinn á Facebook

BR

 

 

08.03.2018

Ragnar Sigurður í liði MA í Gettu Betur

Lið Menntaskólans á Akureyri mætir liði Fjölbrautarskólans í Breiðholti í spurningakeppninni Gettu betur næstkomandi föstudag. Sýnt verður beint frá keppninni á RÚV og hefst hún kl. 20:15. 

Það er gaman að segja frá því að Djúpavogsbúinn Ragnar Sigurður Kristjánsson er í liði MA, annað árið í röð en með honum í liðinu eru þau Sölvi Halldórsson og Sabrina Rosazza. Okkur finnst óhætt að halda því fram að krafturinn frá Búlandstindi einkenni liðið en Sabrina bjó hér á staðnum fyrir nokkrum árum þegar móðir hennar, Fjóla Björnsdóttir, starfaði hér sem læknir. 

Við óskum liði MA góðs gengis í keppninni og vonumst til að sjá þau áfram.

BR

08.03.2018

Viðvera byggingarfulltrúa

Sveinn Jónsson, byggingarfulltrúi Djúpavogshrepps, verður með viðveru á skrifstofu Djúpavogshrepps mánudaginn 19. mars næstkomandi.

Þeir sem vilja setja sig í samband við Svein áður en hann kemur er bent á netfangið byggingarfulltrui@djupivogur.is.

Sveitarstjóri

07.03.2018

Aðalfundur UMF Neista

Aðalfundur UMF Neista verður haldinn mánudaginn 19. mars í Löngubúð, kl. 20:00.

Það er afar brýnt að sem flestir mæti á fundinn og láti sér málefni Neista varða. Flestir ef ekki allir eiga einhvern að sem annaðhvort er iðkandi eða hefur verið. Þetta snertir því okkur öll og við sem Djúpavogsbúar fjölmennum að sjálfsögðu!

Á fundinum er sömuleiðis kosið til nýrrar stjórnar og hvet ég allt Neistafólk til þess að bjóða sig fram til stjórnar! Þetta er gefandi og þarft hlutverk sem samfélagið okkar nýtur góðs af.

ATH!!!

Sökum fæðingarorlofs framkvæmdastjóra Neista var ekki hægt að auglýsa fundinn með 3 vikna fyrirvara eins og reglur segja til um. Engu að síður verður fundurinn haldinn 19. mars til þess að tryggja að hann dragist ekki yfir páska og því of mikið á langinn. Athugasemdir berast á netfangið neisti@djupivogur.is

WÓL

07.03.2018

Námskeið í tréútskurði

VA heldur námskeið dagana 16.-18. mars.

Kennd verða grunnatriði við útskurð í tré og beitingu útskurðarjárna. Kennari mætir með öll handverkfæri og önnur áhöld, sem og efni.

Kennari: Ólafur Eggertsson
Verð: 25.000 kr

Skráning og nánari upplýsingar eru hjá Bobbu - bobba@va.is

Síðasti skráningardagur er mánudagurinn 12.03

Hámarksfjöldi: 8 nemendur

ÓB

 

07.03.2018

Sveitarstjórn: Fundarboð 08.03.2018

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 08.03.2018
43. fundur 2014-2018

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 8. mars 2018 kl. 16:00.
Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:

1. Fráveitumál
2. Fundargerðir

a) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 7. febrúar 2018.
b) Viðbragðsaðilar á Djúpavogi, dags. 15. febrúar 2018.
c) Félagsmálanefnd, dags. 20. febrúar 2018.
d) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd, dags. 22. febrúar 2018.

3. Erindi og bréf

a) Skipulagsstofnun, breyting á aðalskipulagi, dags. 2. febrúar 2018.
b) Umhverfisstofnun, deiliskipulag Bragðavellir, dags. 2. febrúar 2018.
c) Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Pisa 2018, dags. 2. febrúar 2018.
d) Atvinnuv.- og nýsköpunarr, raforkuflutningskerfi í dreifbýli, dags. 8. febrúar 2018.
e) Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Brú lífeyrissjóður, dags. 8. febrúar 2018.
f) Náttúruverndarsamtök Austurlands, ályktanir frá aðalfundi, dags. 14. febrúar 2018.
g) Minjastofnun, Bragðavellir – breyting á aðalskipulagi, dags. 16. febrúar 2018.
Minjastofnun, Bragðavellir – tillaga að deiliskipulagi, dags. 16. febrúar 2018.
h) Skipulagsstofnun, Bragðavellir – breytingar á aðalskipulagi, dags 26. febrúar 2018.
i) Umhverfisstofnun, Teigarhorn – deiliskipulag, dags. 28. febrúar 2018.
j) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, viðbótarframlag, dags. 5. mars 2018.

4. Ungt Austurland – Ályktanir af miðstjórnarfundi félagsins 2017
5. Skoðanakönnun vegna samstarfs/sameiningar sveitarfélaga
6. Verkefnislýsing Svæðisskipulags Austurlands
7. Virkjun vindorku á Íslandi
8. Húsbyggjendastyrkur 2018
9. Skipulags- og byggingamál
10. Skýrsla sveitarstjóra

Djúpavogi 5. mars 2018
Sveitarstjóri

05.03.2018

Frá Djúpavogskirkju

Sunnudagaskólinn í Djúpavogskirkju 25. mars kl. 11.00.

Verum öll velkomin, sóknarprestur

01.03.2018