Djúpivogur
A A

Fréttir

Dagar myrkurs á Hótel Framtíð

Hér má sjá matseðill sem verður í boði á Hótel Framtíð á Dögum myrkurs 2017.

Smellið á matseðill til að stækka hann.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

31.10.2017

Sveitarstjórn: Fundargerð 19.10.2017

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

30.10.2017

Destination Austurland needs your help! - Survey

Destination Austurland is a project managed by Austurbrú, involving many different interest groups. It is intended to develop and establish the brand Austurland. We want to create a good community to visit and for us to live and work in.

We seek the experiences and opinions of locals and ask for as many answers as possible so feel free to share this survey with other locals.

All answers are important. All answers are untraceable.

Thank you very much for your time and answers.

If there are any questions regarding the survey or the project, please contact María Hjálmarsdóttir, maria@austurbru.is, sími: 470 3826 / 848 2218

Link to the survey:
https://www.surveymonkey.com/r/DAlocals

24.10.2017

Áfangastaðurinn Austurland - takið þátt í könnun

Verkefnið Áfangastaðurinn Austurland hefur verið unnið fyrir opnum tjöldum af Austurbrú með aðkomu ólíkra hagsmunahópa í því skyni að þróa og búa til vörumerkið Austurland. Við viljum búa til gott samfélag til að búa í, starfa í og heimsækja.

Nú er leitað eftir viðhorfum heimamanna á Austurlandi um Austurland. Við biðjum sem flesta að svara þessari könnun en góð þátttaka í henni mun reynast verkefninu afar dýrmæt.

Öll svör eru mikilvæg og órekjanleg.

Takk fyrir þátttökuna og takk fyrir hjálpina!

Ef þú vilt vita meira um verkefnið má hafa samband við Maríu Hjálmarsdóttur, maria@austurbru.is, sími: 470 3826 / 848 221

Könnunin:
https://www.surveymonkey.com/r/Heimamenn

 

24.10.2017

Tæming rotþróa í Djúpavogshreppi

Í þessari viku fer fram tæming rotþróa í sveitum og er því beint til ábúenda og annarra viðkomandi að passa að aðgengi að þrónum sé óteppt.

Sveitarstjóri

24.10.2017

Kjörfundur í Djúpavogshreppi vegna alþingiskosninga 2017

Laugardaginn 28. október næstkomandi fara fram kosningar til Alþingis. Í Djúpavogshreppi fer atkvæðagreiðslan fram í Tryggvabúð og hefst kjörfundur kl. 10:00 og stendur a.m.k. til kl. 18:00 sbr. lög nr. 5/1998

„66. gr. Atkvæðagreiðslu má ekki slíta fyrr en átta klukkustundir eru liðnar frá því að kjörfundur hófst og ekki fyrr en hálf klukkustund er liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram.“

Á kjörstað geri kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.

Formaður kjörstjórnar

23.10.2017

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á skrifstofu Djúpavogshrepps

Hægt er að kjósa utankjörfundar vegna Alþingiskosninganna 2017 á skrifstofu Djúpavogshrepps frá 08:00 - 15:00 alla daga fram að kjördegi, sem er 28. október.

ÓB

23.10.2017

Jarðfræði Teigarhorns og nágrennis

Birgir V. Óskarsson, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, fræðir áhugasama um jarðfræði Teigarhorns og nágrennis í dag. Allir velkomnir!

Sjá auglýsingu viðburðarins hér að neðan.

 

22.10.2017

Andrés Skúlason ræðir um Verndarsvæðið við voginn í Mannlega þættinum á...

Eins og við sögðum frá hér á heimasíðunni þá staðfesti Kristján Þór Júlí­us­son mennta­málaráðherra til­lögu um vernd­ar­svæði í byggð á Djúpa­vogi, sunnudaginn 15. október. Til­lag­an nefn­ist „Vernd­ar­svæðið við Vog­inn".

Djúpa­vogs­hrepp­ur er fyrsta sveit­ar­fé­lagið til að ljúka vinnu við til­lögu að vernd­ar­svæði í byggð með staðfest­ingu ráðherra en vinna stendur yfir hjá 22 öðrum.

 

Að verkefninu vann TGJ skipulagsskrifstofa Djúpavogshrepps með doktor Pál Jakob Líndal umhverfissálfræðing í fararbroddi auk þess sem að Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur sá um mikilvægan þátt verkefnisins, þá vann Andrés Skúlason oddviti Djúpavogshrepps einnig ötullega að verkefninu, að því er fram kemur í tilkynningu.

Andrés var viðmælandi Gunnars Hanssonar og Guðrúnar Gunnarsdóttur í Mannlega þættinum á Rás 1 í gærmorgun, þar sem hann ræddi við þau um tillöguna.

Hægt er að hlusta á viðtalið með því að smella hér, en það hefst á 28. mínútu.

Hægt er að skoða greinargerðina og uppdrætti með því að smella hér.

ÓB

20.10.2017

Verndarsvæðið við voginn staðfest

Kristján Þór Júlí­us­son mennta­málaráðherra staðfesti, að veittri um­sögn Minja­stofn­un­ar Íslands, til­lögu um vernd­ar­svæði í byggð á Djúpa­vogi, sunnudaginn 15. október. Til­lag­an nefn­ist „Vernd­ar­svæðið við Vog­inn".

Alþingi samþykkti lög um verndarsvæði í byggð fyrir rúmum tveimur árum en markmið þeirra er að stuðla að vernd og verðveislu byggðar sem hefur sögulegt gildi.

Í sumar samþykkti sveitarstjórn Djúpavogshrepps að leggja fram tillögu um verndarsvæði sem byggðist á lögunum.

„Svæðið sem um ræðir er 60-150 m breið skák meðfram strönd sjálfs Djúpavogs að austanverðu, inn fyrir botn vogsins og út fyrir gömlu verslunarhúsin að vestanverðu (Löngubúð og Faktorshús), og þaðan upp með götunni Búlandi að austanverðu og suður á hæðina Aurinn eða Kirkjuaurinn, þar sem gamla Djúpavogskirkja stendur,“ segir í lýsingu með tillögunni.

„Tillagan fjallar um verndargildi byggðarinnar á umræddu svæði, sem þrátt fyrir rösklega 400 ára búsetu og athafnalíf, skartar að talsverðu leyti nánast ósnortinni fjöru, minjum sem gefa góða mynd af sögu og þróun byggðar við voginn allt frá lokum 16. aldar og byggingum sem eru meðal þeirra elstu á landinu.

Við þetta tvinnast síðari tíma framkvæmdir, svo sem hafnargerð, veglagningar og önnur mannvirkjagerð. Saman eru staðhættir, umhverfi, húsin, mannvirkin og leifar þeirra áhugavert dæmi um aldalanga byggðaþróun. Með tillögu um verndarsvæðið við voginn verður verndargildi svæðisins fest í sessi.“

Tillagan er staðfest að fenginni umsögn Minjastofnunar Íslands sem meðal annars horfir til afmörkunar verndarsvæðis, og gagna sem liggja til grundvallar greinargerð sem fylgir tillögunni, þ.m.t. fornleifaskráningar, húsakönnunar, mats á varðveislugildi og skilmála um verndun og uppbyggingu innan marka verndarsvæðisins.

Í umsögn Minjastofnunar segir að tillagan sé „að öllu leyti vel unnin og geri skilmerkilega grein fyrri öllum þeim þáttum sem áskildir eru.

Afmörkun svæðisins er vel rökstudd og tekur mið af staðháttum og sögulegum sérkennum byggðarinnar. Skilmálar um vernd og uppbyggingu innan verndarsvæðisins eru greinargóðir og til þess fallnar að markmið tillögunar um verndun og svipmót hinnar sögulegu byggðar nái fram að ganga.“

Djúpa­vogs­hrepp­ur er fyrsta sveit­ar­fé­lagið til að ljúka vinnu við til­lögu að vernd­ar­svæði í byggð með staðfest­ingu ráðherra en vinna stendur yfir hjá 22 öðrum.

Kristján Þór Júlíusson undirritaði tillöguna við Djúpavogshöfn í gær að Með undirritun ráðherra sem fór fram í blíðskaparveðri við Djúpavogshöfn að viðstöddum sveitarstjóra Gauta Jóhannessyni ásamt fulltrúum úr sveitarstjórn.

Að verkefninu vann TGJ skipulagsskrifstofa Djúpavogshrepps með doktor Pál Jakob Líndal umhverfissálfræðing í fararbroddi auk þess sem að Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur sá um mikilvægan þátt verkefnisins, þá vann Andrés Skúlason oddviti Djúpavogshrepps einnig ötullega að verkefninu, að því er fram kemur í tilkynningu.

Frétt af www.austurfrett.is

Greinargerðina og uppdrætti má skoða með því að smella hér.

ÓB

 


Mynd: Magnús Kristjánsson


Mynd: Magnús Kristjánsson

 

20.10.2017

Umsóknir um styrki frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er í vörslu Ferðamálastofu. Samkvæmt lögum nr. 75/2011 um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða er markmið og hlutverk sjóðsins að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila um land allt. Þá skal með fjármagni úr sjóðnum leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Einnig er sjóðnum ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði.

 

Um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða gilda nýlega breytt lög um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða nr. 75/2011 og ný reglugerð nr. 782/2017 og eru umsækjendur hvattir til að kynna sér efni þeirra.


 

Framkvæmdasjóðurinn styrkir framkvæmdir sveitarfélaga og einkaaðila á ferðamannastöðum sem: 

a) Stuðla að náttúruvernd.
b) Auka öryggi ferðamanna.
c) Bæta úr skorti á nauðsynlegum innviðum.
d) Framkvæmdum sem búa til nýja ferðamannasegla/staði á „köldum“ svæðum eða árstímum.
e) Undirbúning og hönnun fyrir ofangreint.

Aðeins eru veittir styrkir til verkefna en ekki til staða eða aðila

Sótt er um á rafrænni þjónustugátt Ferðamálastofu. Byrja þarf á að skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum í farsíma. Þegar innskráningu er lokið skal velja flipann "Umsóknir" og síðan Umsókn um styrki frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða undir liðnum Framkvæmdasjóður ferðamannastaða. 

Umsóknarfrestur er til miðnættis 25. október 2017. Umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar.

Allar nánari upplýsingar má finna hér á upplýsingasíðu um sjóðinn.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 535-5500 eða með tölvupósti á netfangið framkvaemdasjodur@ferdamalastofa.is.

ÓB

18.10.2017

Úr heimabyggð

Eitt af því sem Cittaslow hugmyndafræðin leggur upp með er að nýta sem best fæði úr heimabyggð.  Gera því hátt undir höfði og vera stolt af því sem við framleiðum og búum til sjálf.  Djúpavogsskóli er að innleiða Cittaslow hugmyndafræði í skólanna og höfum við í leikskólanum reynt eftir fremsta megni að bjóða börnunum upp á mat úr heimabyggð.  Það tóskst svona líka heldur betur vel einn hádegismatartíma þegar allt sem börnin fengu kom úr sveitarfélaginu nema kannski smjörið á rúgbrauðið þó við getum ekki sagt það fullri vissu því jú við framleiðum mjólk í Djúpavogshreppi þó fullvinnsla hennar fari framm annarsstaðar. 

Glænýjar kartöflur og gulrætur

Það gerist varla betra en þetta

En hér má sem sagt sjá glænýja ýsu veidda af bátum frá Djúpavogi, unna í Búlandstindi, þá eru það kartöflur og gulrætur sem koma frá Karlsstöðum og síðan nýbakað rúgbrauð sem Bergþóra bakaði fyrir okkur. 

 

ÞS

Sveitarstjórn: Fundarboð 19.10.2017

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 19.10.2017

38. fundur 2014-2018

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 19. október 2017 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.


Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni – Fjárhagsáætlun 2018

2. Fundargerðir

a) Félagsmálanefnd, dags. 19. september 2017.
b) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 20. september 2017.
c) Fundur um húsnæðisáætlun Austurlands, dags. 3. október 2017.
d) Landbúnaðarnefnd, dags. 10. október 2017.
e) Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd, dags. 10. október 2017.
f) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, dags. 11. október 2017.
g) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 16. október 2017.
h) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd 17. október 2017.

3. Erindi og bréf

a) Þórir Stefánsson, ábending vegan malbikunarframkvæmda, dags. 14. september 2017.
b) Matvælastofnun, athugasemdir vegan umgengni, dags. 17. september 2017.
c) Eldvarnabandalagið, eldvarnir, dags. 28. september 2017.
d) ÚÍA, fjárstuðningur, dags. 2. október 2017.
e) NAUST, stefna varðandi plastnotkun, dags. 4. október 2017.
f) Alda Snæbjörnsdóttir, þakkarbréf, dags. 6. október 2017.
g) Kvenfélagið Vaka, uppsetning á leiktæki, dags. 7. október 2017.
h) Umhverfisstofnun, ársfundur náttúruverndarnefnda, dags. 9. október.
i) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, aðalfundarboð, dags. 11. október 2017.
j) Björn Ingimarsson, fulltrúi í starfshóp, dags. 12. október 2017.
k) Ferðamálastofa, opinber upplýsingaveita, dags. 12. október 2017.
l) Minjastofnun, vegna Stórsteina, dags. 13. október 2017.
m) Minjastofnun, auglýsing, dags. 16. október 2017.

4. Bygginga- og skipulagsmál
5. Fiskeldi Austfjarða – Beiðni um umsögn vegna allt að 21.000 tonna framleiðslu á laxi í Berufirði og Fáskrúðsfirði
6. Ljósleiðaravæðing í Djúpavogshreppi
7. Starfsmannamál
8. Skýrsla sveitarstjóra


Djúpavogi 16. október 2017
Sveitarstjóri

16.10.2017

Dagar myrkurs 2017 - hugmyndir að viðburðum

Dagar myrkurs 2017 verða haldnir dagana 1.-5. nóvember um allt Austurland. Hér með er óskað eftir hugmyndum að viðburðum fyrir Daga myrkurs á Djúpavogi.

Fyrirtæki og félagasamtök sem hafa nú þegar skipulagt viðburði í tengslum við Daga myrkurs og vilja vera með í sameiginlegri auglýsingu skulu senda póst á Huldu Guðnadóttur hjá Austurbrú, netfangið er hulda@austurbru.is.

ÓB

16.10.2017

Sveitarstjórn: Fundarboð 17.10.2017

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 17.10.2017
9. aukafundur 2014 – 2018

Aukafundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjudaginn 17. október kl. 08:15. Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:
1. Kjörskrá

Djúpavogi 16. október 2017
Sveitarstjóri

16.10.2017

Hunda- og kattahreinsun

Eigendum hunda og katta er skylt er að láta ormahreinsa dýr sín einu sinni á ári. Ormahreinsun hunda og katta á Djúpavogi haustið 2017 fer fram í áhaldahúsi Djúpavogshrepps fimmtudaginn 19. október kl. 13:00-14:00 og er hún innifalin í leyfisgjaldi skráðra dýra.

Eigendum óskráðra dýra er bent á að nota tækifærið og láta örmerkja þau og bólusetja og ganga síðan frá skráningu á þeim hjá Djúpavogshreppi. Örmerking og bólusetning er á kostnað eiganda.

Mjög mikilvægt er að allir mæti með dýr sín, einkum hundana, vegna frétta af útbreiðslu vöðvasulls, þar sem hundar eru hýslar.

Sveitarstjóri

13.10.2017

Frá Djúpavogskirkju

Fjölskyldustund og léttmessa sunnudaginn 15. okt. kl. 11.00

Kynning á sunnudagaskólanum og TTT starfi (tíu-tólf ára börn) og væri gaman að sjá börnin mæta ásamt foreldrum.

Organisti og kórstjóri Guðlaug Hestnes og kirkjukórinn leiðir sönginn.

Verum öll hjartanlega velkomin í kirkjuna okkar,

sóknarprestur

 

12.10.2017

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða – kynning 11. október

Ferðamálastofa og SSA standa sameiginlega að kynningarfundi um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða nk. miðvikudag, þann 11. október. Fundurinn verður haldinn á Egilsstöðum, í húsnæði Austurbrúar að Tjarnarbraut 39. Fundurinn hefst kl. 12.30 og er til klukkan 14.00.

Starfsmenn Ferðamálastofu munu m.a. fara yfir;
- Breytingar á sjóðnum vegna breyttra laga og reglugerðar.
- Hverskonar verkefni eru styrkhæf í sjóðinn og hver ekki.
- Gæðamat sjóðsins og nýtt gæðamatsblað.
- Umsóknarferlið og umsóknareyðublað sjóðsins.
- Hvernig er sótt um sjóðinn?

Einkaaðilar, starfsmenn sveitarfélaga og sveitastjórnarfólk er sérstaklega hvatt til þess að mæta.

ÓB

11.10.2017

Evrópsku menningarminjadagarnir 2017

Menningarminjadagarnir eru haldnir ár hvert í þeim 50 löndum sem hlut eiga að Menningarsáttmála Evrópu. Allt frá Aserbæsjan í austri, til Portúgals í vestri og norður til Noregs. Markmið þessara daga er að vekja athygli og áhuga á ríkri og fjölbreyttri menningu þeirra samfélaga sem byggja álfuna. Þema ársins 2017 er „Minjar og náttúra“.

Boðið er upp á fjölbreytta viðburði hringinn um landið sem tengjast á einn eða annan hátt mannlífi, náttúru og sögu fyrri tíma hérlendis. Allir viðburðirnir eiga það sameiginlegt að vera í höndum fyrirmyndaraðila sem starfa með menningarminjar. Nánar má fræðast um alla viðburði Menningarminjadaganna á vefsíðunni www.europeanheritagedays.com þar sem hver og einn viðburður glitrar sem stjarna á Íslandskortinu.

Hér á Austurlandi verður boðið í gönguferð um Skálanes í Seyðisfirði í fylgd með Rannveigu Þórhallsdóttur, fornleifafræðinema og staðkunnugri, þar sem fjallað verður um samspil menningarminja og náttúru. Gengið verður um svæðið, frá Austdalsá og út í Skálanesbjarg og til baka, en gangan tekur um það bil 3 tíma. Gangan verður farin laugardaginn 14. október og hefst hún kl. 13:00. Mæting er á bílaplanið við Austdalsá.

Þuríður Elísa Harðardóttir
Minjavörður Austurlands

11.10.2017

Sveiflukvartettinn með tónleika í Djúpavogskirkju

Djúpavogshreppur fær góða gesti til sín á laugardagskvöldið, en þá leikur Sveiflukvartettinn í Djúpavogskirkju kl. 20:00. Efnisskrá tónleikanna er til þess fallin að draga athygli að því hvað klassísk tónlist og jazz eiga margt sameiginlegt.

Sveiflukvartettinn skipa Guðrún Sigríður Birgisdóttir (flauta) Gunnar Hrafnsson (kontrabassi), Óskar Kjartansson (trommur) og Snorri Sigfús Birgisson (píanó).

Tónleikarnir eru rúmur klukkutími.

Almennt miðaverð er kr. 1.000,-

Ókeypis fyrir nemendur Djúpavogsskóla.

Nánar um tónleikana og tónlistarmennina

Guðrún Birgisdóttir nam flautuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík, við Musikkhögskolen Oslo og Ecole Normale de Musique í París. Hún hefur starfað sem sjálfstæður hljóðfæraleikari á Íslandi frá því árið 1982. Guðrún hefur gefið út hljómdiska og komið víða fram sem einleikari hér heima og erlendis. Hún er nú deildarstjóri við Tónlistarskóla Kópavogs og hefur umsjón með tónleikaröðinni „Líttu inn í Salinn“ í Kópavogi.

Snorri Sigfús Birgisson stundaði píanónám fyrst hjá Gunnari Sigurgeirssyni en innritaðist síðan í  Tónlistarskólann í Reykjavík. Þar lærði hann á píanó hjá Hermínu S. Kristjánsson, Jóni Nordal og Árna Kristjánssyni en lagði einnig stund á tónsmíðar hjá Þorkeli Sigurbjörnssyni.  Hann stundaði framhaldsnám í tónlist í Bandaríkjunum, Noregi og Hollandi (1974-78).  

Gunnar Hrafnsson lauk B.M. prófi frá Berklee College of Music og hefur verið mikilvirkur í íslensku tónlistarlífi síðan. Hann hefur leikið í hljómsveitum, leikhúsum, útvarpi og sjónvarpi og á fjölda hljóðrita og tónleika, auk þess að vera kennari í Tónlistarskóla FÍH, LHÍ og Tónlistarskóla Garðabæjar. Hann hefur verið fastur meðlimur Stórsveitar Reykjavíkur í nær tuttugu ár en sveitin hefur starfað með mörgum þekktustu nöfnum stórsveitadjassins.

Óskar  Kjartansson hefur spilað á trommur frá því að hann var 11 ára gamall. Við átján ára aldur hóf hann göngu við Tónlistarskóla FÍH og útskrifaðist þaðan árið 2013. Í gegnum árin hefur Óskar verið meðlimur í allskyns hljómsveitum einsog Óreglu, DÓH tríó, Orphic Oxtra, Útidúr, Blæti og fleirum. Auk þess hefur hann spilað með ýmsum öðrum hljómsveitum, bæði sem staðgengill eða aukaslagverkleikari og sömuleiðis tekið upp einstök lög eða plötur með ýmsum tónlistarmönnum.

 

Efnisskrá tónleikanna

J. S. Bach (1685-1750): Sinfonia (úr Kantötu no. 156)

G. F. Händel (1685-1759): Flautusónata í F-dúr (op. 1 nr. 11 / HWV 369)

1) Grave
2) Allegro
3) Alla Siciliana
4) Allegro

Claude Bolling (f. 1930):  Svíta fyrir flautu og jazz píanó tríó

1) Baroque and Blue
2) Sentimentale
3) Javanaise
4) Fugace
5) Irlandaise
6) Versatile
7) Veloce

J. S. Bach (1685-1750): Badinerie (úr Hljómsveitarsvítu nr. 2).

 

 

Um verkin

Stundum er talað um að Svíta Bollings sé samin fyrir klassískan flautuleikara og jazztríó en það er ekki nema hluti sannleikans. Jazztríóið í þessu tilfelli er ekki venjulegt. Píanóleikurinn er allur útskrifaður og gegnsaminn en ekki leikinn af fingrum fram samkvæmt hljómaforskrift. Ástæðan kann að vera sú að Claude Bolling höfundur verksins er fjölmenntaður í klassískum tónfræðum , geysifær píanisti og óhræddur við að fara eigin leiðir. Hann var líka ófeiminn við að fá listamenn úr klassíska geiranum til liðs við sig og  stundum rata því hljóðfæraleikarar með margslunginn bakgrunn að þessu verki.  

Svítan var samin fyrir Jean-Pierre Rampal franska flautuleikarann fræga,  sem bar hróður verksins víða ásamt höfundi og jazzmönnunum,  þeim Max Hédiguer bassaleikara og Marcel Sabiani trommuleikara. Í formála að nótunum segir: "Hægt er að flytja verkið með flautu og píanói en það er virkilega heilt þegar það er flutt að viðbættum kontrabassa og trommum." Sömuleiðis segir: "Stíllinn er að einhverju leyti  ólíkur fyrir hvert hljóðfæri sem getur verið áhugavert fyrir túlkunina." 

Í kjölfar tilurðar Svítunnar árið 1975 varð hún mjög vinsæl meðal flautuleikara og kærkomið mótvægi við alvarlegri nútímatónlist þar sem flautan var að hasla sér völl sem mikilvægur þátttakandi. Andrúmsloftið í kringum 1975 var víða pólitískt á Vesturlöndum og andóf meðal ungs fólk áberandi. Þá var einnig vaxandi  áhugi á "framandi" tónlist og því að brjóta niður múra og fordóma milli tónlistarmanna. 

Tónlist Bolling er enn hressandi tilbreyting og í áðurnefndum formála að nótunum segir líka: "Bolling freistast ekki líkt og margir aðrir til reyna hið ómögulega að bræða saman klassík og jazz. Hann ferðast milli stíltegundanna með himneskri lipurð og hlið við hlið mynda þær heillandi veruleika." 

Flautusónötur Händels eru aðgengilegar perlur sem margir kannast við. Þær eru að mörgu leyti byggðar upp eins og svítur, röð dansa og því sérlega áhugavert að leika eina þeirra í jazzkvartett á efnisskrá með svítu Bollings.

 

 

05.10.2017

Landaður afli í september 2017

Hér er yfirlit yfir landaðan afla í Djúpavogshöfn í september 2017.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

Skip/Bátur Afli veiðarfæri  Landanir
Tjálfi SU 28.277 Dragnót 10
Gestur SU 1.276 Handfæri 1
Magga SU 1.344 Handfæri 3
Nykur SU 8.732 Handfæri 6
Már SU 7.148 Handfæri 6
Beta SU 4.169 Handfæri 4
Öðlingur SU 7.053 Landbeitt lína 4
Auður Vésteins SU 6.313 Lina 1
Sunnutindur SU 32.243 Lina 7
Páll Jónsson GK 397.401 Lína 5
Jóhanna Gíslad GK 366.637 Lína 4
Sturla GK 353.440 Lína 6
Kristín GK 292.389 Lína 4
Hrafn GK 280.914 Lína 6
Tómas Þorvalds GK 110.254 Lína 3
Glaður SU 579 Net 2
Amanda SU 7.947 Net 4
Sæfari ÁR 48.595 Plógur 10
Samt 1.954.711   86
02.10.2017