Djúpivogur
A A

Fréttir

Staðan á Cittaslow verkefninu í Djúpavogsskóla

Nú er ár liðið frá því að nemendur og starfsfólk í Djúpavogsskóla tóku það gæfuspor að ákveða að innleiða hugmyndafræði Cittaslow í skólana. Töluverð undirbúningsvinna hafði farið fram áður en þetta var ákveðið og höfðu viðræðu- og spjallfundir verið haldnir haustið 2015. Það var hins vegar í byrjun árs 2016 sem allt var sett á fullt og sótt var um tvo styrki til að aðstoða okkur við innleiðinguna. Annars vegar hjá Sprotasjóði, Kennarasambands Íslands og hins vegar frá Erasmus+ sem er hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins, en Rannís á Íslandi sér um utanumhaldið hér á landi.

Okkur til mikillar ánægju fengum við báða styrkina sl. vor, 2,1 milljón frá Sprotasjóði og um 4,5 milljón frá Erasmus+. Frá hausti 2016 höfum við verið að máta okkur inn í verkefnið, þróa leiðir til að halda utan um innleiðinguna og vinna markvisst að því að máta okkur inn í hæglætishreyfinguna Cittaslow – sem stendur þó alls ekki fyrir að gera allt hægt. Það er eitt af því sem við erum búin að komast að í vetur.

Segja má að þrjú hugtök nái að langstærstum hluta utanum þessa hugmynd. Orðin þrjú eru: Sérstaða, fjölbreytni og virðing. Og þessi þrjú hugtök eiga að vera rauði þráðurinn í öllu skólastarfinu, það er stóra markmiðið og ljóst er að það mun taka okkur nokkur ár að festa innleiðinguna í sessi.

Í vetur höfum við áfram unnið að því að flokka, huga að matarsóun og annað slíkt. Við höfum breytt dagskipulagi í grunnskólanum, t.d settum við á sérstakan nestistíma að morgni til þess að nemendur gætu notið þess að borða nestið sitt í rólegheitunum. Einnig færðum við hádegisverðinn fram um hálftíma til að koma til móts við svanga nemendur. Að sama skapi var ákveðið að hafa útiveru í hádeginu sem varð til þess að unglingarnar okkar sátu saman allt hádegið og spjölluðu saman um heima og geima yfir matnum og yngri nemendur nutu þess að vera úti í leikjum.

Styrkirnir tveir sem við fengum voru hugsaðir til tveggja mismunandi verkefna, Sprotasjóðsstyrkurinn var hugsaður til að vinna að verkefninu inná við, fá sérfræðinga í heimsókn og til að greiða hluta kostnaðar við gerð heimildamyndar. Erasmus+ styrkurinn var hugsaður til að koma á samskiptum við skóla á Ítalíu. Nú ári síðar þá er ljóst að þessi markmið náðust bæði mjög vel.

Sex starfsmenn úr grunn- og leikskólanum fóru til Orvieto á Ítalíu í janúar 2017. Þar var lagður grunnur að áframhaldandi samstarfi og verkefnið kortlagt. Í maí 2017 fóru síðan 12 unglingar úr 8.-10. bekk í skólaheimsókn, ásamt þremur fylgdarmönnum. Nemendur dvöldust í fimm daga í Orvieto við leik og störf og kynntust þar fullt af nýju fólki og ekki síst nýrri menningu. Ferðalangarnir fengu heimboð til ítalskra fjölskyldna þar sem þeir snæddu ítalskan heimilismat og kynntust heimilishaldi þar. Komu þeir heim með frábærar minningar og eru spenntir að launa þeim greiðann þegar nemendur frá Ítalíu koma að heimsækja okkur vorið 2018.

Hvað framhaldið varðar þá er gleðilegt að segja frá því að við sóttum aftur um í Sprotasjóðinn og fengum 1.6 milljónir í styrk fyrir næsta skólaár. Erasmus+ styrkurinn var til tveggja ára þannig að verkefnið hefur samtals fengið um 8 milljónir. Í september munu sex kennarar frá Orvieto heimsækja Djúpavog og verður gaman að geta sýnt þeim þorpið okkar, skólana og næsta nágrenni, auk þess sem við munum að sjálfsögðu halda áfram að þróa verkefnið áfram.

Við erum búin að komast að því að innleiðing á hugmyndafræði Cittaslow er langhlaup. Við héldum fyrst að við gætum tikkað í box og sagt svo eftir tvö ár að við værum búin og gætum þá farið að snúa okkur að einhverju öðru. Það er alls ekki þannig því við ætlum að verða Cittaslow, við ætlum að hlúa að sérstöðu okkar sem skóla og samfélags, við ætlum að fagna fjölbreytileikanum í öllum sínum myndum og við ætlum að bera virðingu fyrir sjálfum okkur og eins og okkur er frekast unnt. Þannig aukum við lífsgæði okkar og annarra og þannig náum við hæglætinu sem felst í því að lifa og njóta.

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir,
skólastjóri Djúpavogsskóla

Með þessari frétt er mynd af hugarkorti sem nemendur á Kríudeild í leikskólanum unnu með deildarstjóranum sínum í vetur. Eins og þið sjáið eru þrír litir á kortinu. Fyrsta skipti sem nemendur skrifuðu inná það er með rauðum lit. Það sem er svart kemur næst og það skráðu nemendur eftir að hafa hitt Pál Líndal. Þriðja skráningin er síðan með bláum lit

Viðburðadagatal Djúpavogshrepps

Viðburðadagatalið á heimasíðu Djúpavogshrepps var virkjað að nýju í sumar.

Einstaklingar, fyrirtæki og félög eru hvött til að nýta sér það. 

 

Það er einstaklega gott að geta skoðað það þegar verið er að skipuleggja hina ýmsu viðburði í samfélaginu (spurningakeppni, bingó, íþróttamót, tónleika... eða bara hvað sem er). Þetta er ekki stórt samfélag en hér er margt í gangi og best ef viðburðir stangast ekki á. Dagatalið er fínasta hjálpartæki til þess arna!

 

Dagatalið er neðst, hægra megin á heimasíðunni (sjá þessa fínu mynd hér að neðan). Blálitaðir dagar eru dagar með viðburði. Ef músarbendillinn er staðsettur yfir deginum kemur upp hvaða viðburður er þann dag og ef smellt er á daginn koma upp nánanir upplýsingar um viðburðinn. Heiti þessara viðburða renna einnig yfir skjáinn þarna efsta á síðunni og eru góð áminning.

 

 

Endilega verið dugleg að sendið tölvupóst á annað hvort netfangið hér að neðan til að fá settan inn viðburð í sveitarfélaginu:

oli@djupivogur.is

erla@djupivogur.is

30.06.2017

Lestun á baggaplasti

Ágætu bændur í Djúpavogshreppi

Nú stendur fyrir dyrum eins og áður að fara  á sveitabæi í Djúpavogshreppi og taka baggaplast til endurvinnslu.  Það verður gert miðvikudaginn 5. júlí  og er áætlað að byrja að taka baggaplast á syðsta sveitabæ um hádegisbil og enda svo á Núpi.  Ef ekki næst að taka allt baggaplastið í einni ferð verður önnur ferð skipulögð hið fyrsta og bændur þá upplýstir um það.   Bændur eru hér með vinsamlega beðnir um að tryggja öruggt aðgengi að rúlluplastinu svo lestun gangi vandræðalaust fyrir sig.  

Þeir bændur sem ætla að nýta sér þessa ferð eru vinsamlegast beðnir um að láta vita á skrifstofu Djúpavogshrepps í síma 470-8700 eigi síðar en mánudaginn 3. júlí.

 

Með góðum samstarfskveðjum

Djúpavogshreppur – Sjónarás.

28.06.2017

Frá Tryggvabúð

Tryggvabúð verður lokuð í viku milli 3. og 10. júlí 2017.

Opnum aftur 10. júlí og munið vöflukaffið á miðvikudögum.

Sjáumst
Starfsfólk Tryggvabúðar

27.06.2017

Verndarsvæði í byggð - kynningarfundur

Verður haldinn í Sambúð miðvikudaginn 28.júní kl:18:00

Dagskrá 
Djúpivogur - Verndarsvæði við voginn - Páll J Líndal TGJ kynnir stöðu verkefnisins og samspil
þess við miðbæjarskipulag á Djúpavogi. Sýnd verða m.a. kort um þróun byggðar á 20.öld
og samantekt um verndarsvæðið við voginn.

Verndarsvæði í byggð er unnið fyrir Djúpavogshrepp með tilstyrk Minjastofnunar Íslands.

Íbúar eru eindregið hvattir til að mæta og kynna sér verkefnið.

                                                                        Sveitarstjóri 

 

 

 

 

 

 

 

 

26.06.2017

Bréf til kattaeigenda á Djúpavogi

Rétt er að biðjast velvirðingar á hversu seint þessi tilmæli til kattaeiganda eru send út, betra er þó seint en aldrei. 

Á hverju ári berast sveitarfélaginu umtalsverður fjöldi ábendinga og kvartana frá íbúum vegna lausagöngu katta.
Ákjósanlegast væri auðvitað að ekki þyrfti að koma til þess að senda út tilkynningar eða tilmæli sem þessi, en slíkt er þó óumflýjanlegt í ljósi endurtekinna kvartana frá íbúum vegna lausra og í tilfellum mjög ágengra katta hér í þéttbýlinu.
Taka verður fram að kvartanir og ábendingar hafa verið óvenju margar að undanförnu vegna lausagöngu katta á öllum tímum sólarhrings. 

Sá eðlismunur er á reglugerð um hunda- og kattahald í þéttbýli að hundar mega t.d. ekki vera lausir, en kettir mega það á hinn veginn að langmestu leyti.  

Það þýðir hinsvegar alls ekki að kattaeigendur hafi engar skyldur !

sbr. http://www.djupivogur.is/gogn/2015_dpv_samthykkt_um_kattahald_og_onnur_gaeludyr.pdf

Ljóst er að reglugerð um kattahald gengur ekki nógu og langt og á þetta ekki síst við um varptíma þegar fuglalífið er viðkvæmast, en þá berast jafnan áberandi flestar kvartanir frá íbúum sem vilja verja fuglalifið í nærumhverfi sínu og sjá unga komast lifandi úr hreiðrum.  Bjöllur um háls katta sbr. reglugerð koma ekki í veg fyrir að þeir veiði ósjálfbjarga unga og smáfuglar fá engu áorkað í þessum ójafna leik að verja hreiður sín og unga.  Fyrir liggur að á varptíma dugar heldur ekki að hafa ketti einungis inni yfir næturtíma sbr. reglugerð, kettir veiða jafnt að nóttu sem degi.
"Kötturinn minn veiðir ekki fugla" eru rök sem duga skammt, það er í eðli flestra katta að veiða fugla og engin leið að greina einn kött frá öðrum í þessum efnum, þótt þeir séu efalaust misjafnlega afkastamiklir.  Svo virðist sem um óvenju marga ketti sé að ræða við þessa iðju um þessar mundir og því er tilefnið enn brýnna en áður að höfða til kattaeigenda með vinsamlegum tilmælum.      
 
Í ljósi þesssa er þeim tilmælum góðfúslega beint til kattaeigenda að þeir leiti allra leiða að tryggja framvegis að kettir fari ekki út fyrir lóðir eigenda sinna á tímabilinu 1.júní - 30.júlí.  Hafa ber í huga að sumar fuglategundir verpa oftar ein einu sinni, sérstaklega ef varp misferst í upphafi varptíma. Ekki er óeðlilegt að horfa til þess hafa ketti með hálsól innan lóða eigenda sinna ef þeir hafa þörf fyrir útiveru á fyrrgreindum tímabili. Mikill fjöldi ýmissa tegunda smáfugla verpur m.a. í hlíðum hér undir klettunum og ekki þarf til nema einn ágengan kött til að hreinsa unga upp úr hreiðrum af stóru svæði. Einnig verpa fuglar í trjám og viðar inn á íbúðalóðum sem hafa átt erfitt uppdráttar vegna ágengra katta.  

Umræðan um dýrahald í þéttbýli er oft á tíðum mjög viðkvæmt málefni og vandmeðfarið hvar sem niður ber. Það er því  einlæg von undirritaðs að íbúar sýni gagnkvæma virðingu og skilning í þessum málum þrátt fyrir að hér sé höfðað sérstaklega til kattaeigenda. Það er jafnframt von undirritaðs að ekki þurfi að koma til frekari útsendinga bréfa af þessu tilefni og eða til þurfi að koma breytinga á reglugerð.                                          

                                                                                                                                                              Með vinsemd og virðingu

                                                                                                                                                                F.h. Djúpavogshrepps
                                                                                                                                                                  Form. Umhverfisn.
                                                                                                                                                                   Andrés Skúlason 

                                                                            

 

 

24.06.2017

Afmörkun gönguleiðar á miðsvæði

Á fundi sveitarstjórnar 15. júní var sveitarstjóra falið að hefja vinnu við afmörkun gönguleiðar á miðsvæði þorpsins í samræmi við meðfylgjandi drög.

Um er að ræða lítillega uppfærða tillögu frá 25. júlí 2016.  Fyrst um sinn verður lögð áhersla á svæðið framan við Geysi og Bakkabúð og mega íbúar því eiga von á framkvæmdum þar næstu daga þegar grjóti verður stillt upp á svæðinu.  Markmiðið með framkvæmdinni er að skilja betur að akandi og gangandi umferð til hagsbóta fyrir bæði íbúa og gesti og verður látið á það reyna í sumar hvernig þetta fyrirkomulag reynist.

Sveitarstjóri

 

 

 


Smellið á myndina til að stækka hana.

22.06.2017

Störf við tónskóla og grunnskóla

Tónskólinn

Í tónskólann vantar okkur deildarstjóra í 100% starf, sem heyrir undir skólastjóra en sinnir daglegri skipulagningu, foreldrasamstarfi og almennu utanumhaldi.  Þá vantar einnig kennara við tónskólann í 50% starf.  Möguleiki er að annar þessara starfsmanna sinni tónmenntakennslu við grunnskólann og sjái um samsöng (5-6 kst.)

Grunnskólinn

Í grunnskólann vantar umsjónarkennara í 3. bekk og umsjónarkennara í 5.-7. bekk.  Einnig vantar okkur dönskukennara um 10 kst. á viku.

Kennarar og leiðbeinendur við grunn- og tónskólann vinna eftir kjarasamningi KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir veitir nánari upplýsingar á skolastjori@djupivogur.is eða í síma 470-8713.

Umsóknarfrestur er t.o.m. 23. júní 2017.  Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu grunnskólans http://djupivogur.is/grunnskoli/

Djúpavogsskóli er lítill en vaxandi skóli.  Kennsla fer fram á þremur starfsstöðvum, grunnskóla með um 70 nemendur, leikskóla með tæplega 40 nemendur og tónskóla.  Mikið og gott samstarf er á milli allra skólastiga.  Einnig er mjög gott samstarf við Umf. Neista en yfir 90% nemenda grunnskólans stunda æfingar hjá ungmennafélaginu og taka þær við strax að loknu skólastarfinu. 

Í Djúpavogsskóla er lögð mikil áhersla á umhverfismennt og átthagafræði og stendur nú yfir innleiðing á hugmyndafræði Cittaslow en sveitarfélagið Djúpavogshreppur varð aðili að Cittaslow hæglætishreyfingunni árið 2013. 

22.06.2017

Hlutastarf á Djúpavogi / Praca w niepełnym wymiarze godzin /doryw...

Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs auglýsir eftir einstaklingi á Djúpavogi til sinna liðveislu 31 klst. á mánuði, eftir miðjan ágúst. Vinnutíminn er sveigjanlegur. Pólskumælandi starfsmaður er kostur. Liðveislan felst í því að rjúfa félagslega einangrun og aðstoða einstaklinginn við að taka þátt í ýmis konar uppbyggilegu tómstundastarfi s.s. útivist og hreyfingu. Vinnutími getur verið breytilegur.

Hæfniskröfur:
• Sveigjanleiki og færni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
• Stundvísi og áreiðanleiki

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög.

Upplýsingar gefur Sæunn V. Sigvaldadóttir saeunn@egilsstadir.is eða í síma 4700700. Einnig er hægt að senda mér tölvupóst á pólsku.

-------

Opieka społeczna w Fljótsdalshérað poszukuje chętnych w Djúpavogur na stanowisko osoby do pomocy/towarzystwa w wymiarze 31 godzin miesięcznie, od połowy sierpnia. Godziny pracy są elastyczne. Znajomość języka polskiego jest atutem. Praca polega na tym by zapobiegać izolacji społecznej danej osoby i zmobilizować ją do brania udziału w różnych zajęciach rekreacyjnych takich jak aktywność na świeżym powietrzu czy ćwiczenia.Godziny pracy mogą być nieregularne.

Kwalifikacje:
• Elastyczność i dobre umiejętności w stosunkach międzyludzkich
• Inicjatywa i autonomia
• Punktualność i odpowiedzialność

Wynagrodzenie jest płacone zgodnie ze zbiorową umową gminy zawartą z danymi związkami zawodowymi.

Więcej informacji udziela Sæunn V. Sigvaldadóttir saeunn@egilsstadir.is lub pod numerem telefonu 4700700. Można przysyłać mi maile w języku polskim.

22.06.2017

Hlutastarf á Djúpavogi / Praca w niepełnym wymiarze godzin /doryw...

Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs auglýsir eftir einstaklingi á Djúpavogi til sinna liðveislu 31 klst. á mánuði, eftir miðjan ágúst. Vinnutíminn er sveigjanlegur. Pólskumælandi starfsmaður er kostur. Liðveislan felst í því að rjúfa félagslega einangrun og aðstoða einstaklinginn við að taka þátt í ýmis konar uppbyggilegu tómstundastarfi s.s. útivist og hreyfingu. Vinnutími getur verið breytilegur.

Hæfniskröfur:
• Sveigjanleiki og færni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
• Stundvísi og áreiðanleiki

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög.

Upplýsingar gefur Sæunn V. Sigvaldadóttir saeunn@egilsstadir.is eða í síma 4700700. Einnig er hægt að senda mér tölvupóst á pólsku.

-------

Opieka społeczna w Fljótsdalshérað poszukuje chętnych w Djúpavogur na stanowisko osoby do pomocy/towarzystwa w wymiarze 31 godzin miesięcznie, od połowy sierpnia. Godziny pracy są elastyczne. Znajomość języka polskiego jest atutem. Praca polega na tym by zapobiegać izolacji społecznej danej osoby i zmobilizować ją do brania udziału w różnych zajęciach rekreacyjnych takich jak aktywność na świeżym powietrzu czy ćwiczenia.Godziny pracy mogą być nieregularne.

Kwalifikacje:
• Elastyczność i dobre umiejętności w stosunkach międzyludzkich
• Inicjatywa i autonomia
• Punktualność i odpowiedzialność

Wynagrodzenie jest płacone zgodnie ze zbiorową umową gminy zawartą z danymi związkami zawodowymi.

Więcej informacji udziela Sæunn V. Sigvaldadóttir saeunn@egilsstadir.is lub pod numerem telefonu 4700700. Można przysyłać mi maile w języku polskim.

 

22.06.2017

Könnun um byrjun skóladags grunnskólanema og dreifnám

Fræðslu- og tómstundanefnd barst erindi í vetur þar sem því var velt upp hvort breyta mætti byrjunartíma skóladags grunnskólabarna. Nefndin fundaði um málið með skólastjórnendum og forsvarsmanni Neista. Á þeim fundi var ákveðið að gera könnun meðal foreldra um þetta efni ásamt því að kanna huga foreldra til dreifnáms. Könnunin var framkvæmd í framhaldið og hér má sjá niðurstöður hennar.

Í ljósi niðurstaðna var ákveðið að hafa byrjun skóladags óbreytta og vinna að því að hér verði í boði dreifnám.

FTN

21.06.2017

Svipmyndir frá Sjómannadeginum 2017

Sjómannadagurinn var með mjög hefðbundnu sniði hér á Djúpavogi í ár.

Við látum því myndirnar tala sínu máli. Þar leikur Stebbi Kjartans reyndar stórt hluverk, sem er vel.

ÓB

20.06.2017

Svipmyndir frá 17. júní 2017

Eins og venjulega var fjölbreytt dagskrá á 17. júní hér á Djúpavogi. Sem fyrr var það Ungmennafélagið Neisti sem hafði veg og vanda af hátíðarhöldunum. Andlitsmálning, skrúðganga, hoppukastalar og vatnsrennibraut var meðal þess sem boðið var upp á í ár. Fjallkonan Fanný Dröfn Emilsdóttir fór með ljóð og gestir gæddu sér á pulsum og öðru góðgæti.

Hægt er að skoða veglegt myndasafn með því að smella hér.

ÓB

19.06.2017

Bæjarvinna 2017 - upplýsingar til barna og foreldra

Starfstímabilið er frá 5. júní – 11. ágúst 2017.

Vinnutíminn er 8 klst. á dag, frá 08:00 – 17:00. Athugið að matartími telst ekki vinnutími.
Vinnutími barna í árgangi 2005 er 08:00 – 12:00.

Tímakaup með orlofi, 10,17%:

• Árgangur 2000: kr. 1.535,00
• Árgangur 2001: kr. 1.460,00
• Árgangur 2002: kr. 918,00
• Árgangur 2003: kr. 917,00
• Árgangur 2004: kr. 824,00
• Árgangur 2005: kr. 636,00

Orlof er greitt út með launum.
Launaseðlar verða sendir heim í pósti.

Laun verða greidd inn á launareikning í banka

• Mjög mikilvægt er að upplýsingar um banka, höfuðbók og númer reiknings séu réttar (ath. kortanúmer eru ekki bankareikningsnúmer) og upplýsingum sé komið til forstöðumanns áhaldahúss í tæka tíð fyrir útborgun. Berist upplýsingar ekki fyrir útborgun bíður launagreiðsla til næstu útborgunar.

Skattkort

• Unglingar sem verða 16 ára á árinu þurfa að skila skattkorti til launafulltrúa svo ekki verði dregin staðgreiðsla af launum.
• Rétt er að benda á mikilvægi þess að skattkorti sé skilað tímanlega, þ.e. í síðasta lagi 4 dögum fyrir útborgun svo ekki komi til frádráttar vegna staðgreiðslu.

Lífeyrissjóður

• Lífeyrissjóður 4% er dreginn af launum um næstu mánaðarmót eftir að 16 ára aldri er náð. Greitt er í Stapa lífeyrissjóð, mótframlag 11,5%.

Veikindaréttur

• Veikindaréttur er skv. kjarasamningum Afls, grein 12.2.2 um tímavinnufólk.
• Veikindadaga á launum og tímana fyrir þá þarf að skrá.

Útborgun launa er fyrsti virki dagur mánaðar

• Laun fyrir júní verða greidd 3. júlí
• Laun fyrir júlí verða greidd 1. ágúst
• Laun fyrir ágúst verða greidd 1. september

Launafulltrúi

19.06.2017

Sveitarstjórn: Fundargerð 15.06.2017

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

19.06.2017

Störf við tónskóla og grunnskóla

Tónskólinn

Í tónskólann vantar okkur deildarstjóra í 100% starf, sem heyrir undir skólastjóra en sinnir daglegri skipulagningu, foreldrasamstarfi og almennu utanumhaldi. Þá vantar einnig kennara við tónskólann í 50% starf. Möguleiki er að annar þessara starfsmanna sinni tónmenntakennslu við grunnskólann og sjái um samsöng (5-6 kst.)

Grunnskólinn

Í grunnskólann vantar umsjónarkennara í 3. bekk og umsjónarkennara í 5.-7. bekk. Einnig vantar okkur dönskukennara um 10 kst. á viku.

Kennarar og leiðbeinendur við grunn- og tónskólann vinna eftir kjarasamningi KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir veitir nánari upplýsingar á skolastjori@djupivogur.is eða í síma 470-8713.

Umsóknarfrestur er t.o.m. 23. júní 2017. Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu grunnskólans http://djupivogur.is/grunnskoli/

Djúpavogsskóli er lítill en vaxandi skóli. Kennsla fer fram á þremur starfsstöðvum, grunnskóla með um 70 nemendur, leikskóla með tæplega 40 nemendur og tónskóla. Mikið og gott samstarf er á milli allra skólastiga. Einnig er mjög gott samstarf við Umf. Neista en yfir 90% nemenda grunnskólans stunda æfingar hjá ungmennafélaginu og taka þær við strax að loknu skólastarfinu.

Í Djúpavogsskóla er lögð mikil áhersla á umhverfismennt og átthagafræði og stendur nú yfir innleiðing á hugmyndafræði Cittaslow en sveitarfélagið Djúpavogshreppur varð aðili að Cittaslow hæglætishreyfingunni árið 2013.

17. júní á Djúpavogi

Kæru Djúpavogsbúar!

Hér að neðan er dagskrá Neista fyrir hátíðahöld á 17. júní. Eins og sést er boðið upp á margt skemmtilegt og vonandi geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Við hvetjum hverfin til þess að skreyta vel og láta sjá sig. Svona viðburðir eru alltaf skemmtilegastir þegar vel er mætt og þátttakan er góð!!

Einnig bendum við á að frekari hátíðahöld verða í Löngubúð síðar um kvöldið.

Neisti hlakkar til að sjá ykkur á laugardaginn!!

Áfram Neisti!

12:30 Andlitsmálning og undirbúningur fyrir skrúðgöngu
13:00 Skrúðganga frá Grunnskólanum að Neistavelli
13:45 Fjallkonan flytur ljóð á Neistavelli.
14:00 Fótbolti, (Fullorðnir á móti börnum!) Stultur, reipitog og andlitsmálning!
14:30 Verðlaun fyrir best skreytta húsið.
14:35 Leiktæki opna – Hoppukastalar og Vatnsrennibraut, 
15:00 Söngstund á Pallinum (fyrir söngelska krakka á öllum aldri)!
14:00 - 16:00 Grillaðar pulsur og Svalar til styrktar Neista.
16:30 Formlegri dagskrá lokið.

14.06.2017

Sveitarstjórn: Fundarboð 15.06.2017

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 15.06.2017
35. fundur 2014-2018

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 15. júní 2017 kl. 16:00.
Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:

1. Fundargerðir

a) Stjórn SSA, dags. 16. maí 2017.
b) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 19. maí 2017.
c) Aðalfundur Cruise Iceland, dags. 19. maí 2017.
d) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 23. maí 2017.
e) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 24. maí 2017.
f) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 30. maí 2017.
g) Fræðslu og tómstundanefnd, dags. 7. júní 2017.
h) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 7. júní 2017.
i) Hafnarnefnd, dags. 13. júní 2017.

2. Erindi og bréf

a) SSA, vegna aðalfundar 2017, dags. 5. maí 2017.
b) Þjóðskjalasafn Íslands, reglugerð um héraðsskjalasöfn, dags. 8. maí 2017.
c) Þórhallur Pálsson, vegna Stekkáss í Fossárdal, dags. 14. maí 2017.
d) Atvinnuvegaráðuneytið, deiliskipulag við Blábjörg, dags. 16. maí 2017.
e) Sveitarfélagið Hornafjörður, vegna sorphirðu, dags. 19. maí 2017.
f) Ríkiseignir, deiliskipulag við Blábjörg, dags. 22. maí 2017.
g) Ágústa Arnardóttir, vegna leiksvæðis, dags. 23. maí 2017.
h) Vegagerðin, salerni á áningarstöðum,, dags. 24. maí 2017.
i) Sýslumaðurinn á Austurlandi, umsögn vegna rekstrarleyfis – Krákhamar ehf., dags.
30. maí 2017.
j) Umhverfisstofnun, tillaga að br. á aðalskipulagi við Teigarhorn, dags. 30. maí 2017.
k) Sýslumaðurinn á Austurlandi, umsögn v. rekstrarleyfis, Havarí ehf., dags. 2. júní 2017.
l) Sýslumaðurinn á Austurlandi, umsögn v. rekstrarleyfis, Baggi ehf., dags. 7. júní 2017.
m) Sýslumaðurinn á Austurlandi, umsögn v. rekstrarleyfis – Goðaborg NK 1 ehf., dags. 9.
júní 2017.
n) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, ársskýrsla, ódagsett.

3. Byggingar- og skipulagsmál
4. Sparkvöllur
5. Fulltrúar sveitarfélagsins á aðalfund SSA 29. og 30. september á Breiðdalsvík.
6. Ljósleiðaravæðing í Djúpavogshreppi
7. Opnunartími íþróttamiðstöðvarinnar
8. Skýrsla sveitarstjóra

Djúpavogi 12. júní 2017
Sveitarstjóri

12.06.2017

Breyttur opnunartími á bókasafninu

Nýr opnunartími í júní er eftirfarandi:

Þriðjudagar frá 16:00 - 18:00

Lokað í júlí, opnar aftur í ágúst, nánar auglýst síðar.

Bókasafnsvörður

12.06.2017

Frá áhaldahúsi

Óskað er eftir því að hjólbörum og öðru, sem fengið hefur verið að láni frá áhaldahúsinu, verði skilað hið fyrsta.

Bestu þakkir,

 

Áhaldahús

09.06.2017

Sjómannadagurinn 2017

Sjómannadagurinn fer fram sunnudaginn 11. júni næstkomandi.

Dagskráin er svohljóðandi:

11:00 Sjómannadagsmessa í Djúpavogskirkju. Sveinn Kristján ásamt Kirkjukór Djúpavogs með sjómannalög.

12:30-13:00 Dorgkeppni. Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum.

13:30 Siglingar á trillum og bátum. Börn verða að vera i fylgd með fullorðnum. Eftir siglingu báta gefst áhugasömum tækifæri til að taka rúnt með Björgunarbátnum Dröfn.

15:00-16:30 Sjómannadags kaffi og kræsingar í Sambúð á vegum björgunarsveitarinnar Báru.
2.000 kr. fyrir fullorðna.
750 kr. fyrir börn.
Frítt fyrir 5 ára og yngri.

 

07.06.2017

Hreinsunarvika fyrir 4.-7. bekk 2017

Hreinsunarvika fyrir 4.-7. bekk verður frá og með þrijðudeginum 6. júní til föstudagsins 9. júní.

Vinnudagurinn verður frá 08:00 - 12:00 alla dagana.

Krakkar komi klædd eftir veðri og mæti við rauða skúrinn við Hátún þar sem Rafstöð Djúpavogs var til húsa.
 
Börn í 8.-10. bekk mæta sömuleiðis kl. 08:00 þriðjudaginn 6. júní á sama stað.

Sveitarstjóri

05.06.2017

Frá Íþróttamiðstöðinni

Vegna endurmenntunarnámskeiðs starfsmanna sundstaða verður Íþróttamiðstöðin / sundlaugin lokuð þriðjudaginn 6.júní.

                                                      Forstöðum. ÍÞMD

04.06.2017

Hvítasunnuhátíð í Beruneskirkju

Guðsþjónusta hvítasunnudag 4. júní í Beruneskirkju kl. 16.00 (ath.)

Félagar úr kirkjukórnum leiða sönginn og organisti Daníel Arason.

Kaffiveitingar eftir guðsþjónustu.
Sóknarprestur

02.06.2017

Hreyfivika Neista 2017

Hreyfivika Neista 2017 er í fullum gangi.

Sjá dagskrá hennar hér að neðan.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

 

01.06.2017