Djúpivogur
A A

Fréttir

Opnunartími Íþróttamiðstöðvar Djúpavogshrepps sumarið 2017

Opnunartími Íþróttamiðstöðvar Djúpavogshrepps frá 1. júní 2017 - 31. ágúst 2017 verður svohljóðandi:

Alla daga vikunnar frá 10:00 - 18:00.

Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar

31.05.2017

Bryndís Reynisdóttir ræðir um Cittaslow í Mannlega þættinum

Bryndís Reynisdóttir, starfandi ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps, var gestur í Mannlega þættinum á Rás 1 í morgun. Bryndís ræddi þar um Cittaslow hugmyndafræðina við Gunnar Hansson þáttastjórnanda. 

Viðtalið má heyra með því að smella hér, en það hefst á 9. mínútu.

ÓB

30.05.2017

Sumaropnun Íþróttamiðstöðvar Djúpavogshrepps

Sumaropnun íþróttamiðstöðvar Djúpavogshrepps 

Opnunartími 1.júní - 31.ágúst - opið alla daga vikunnar á sama tíma 

frá kl 10:00 - 18:00.

                                                  Með sumarkveðju

                                                  Forstöðum. ÍÞMD  

30.05.2017

Íþróttamiðstöðin lokuð á morgun, uppstigningardag

Íþróttamiðstöð Djúpavogs verður lokuð á morgun, uppstigningardag.

Starfsfólk ÍÞMD

24.05.2017

Guðsþjónusta eldri borgara á Suðurfjörðum

Guðsþjónusta eldri borgara á Suðurfjörðum 

verður í Stöðvarfjarðarkirkju  á uppstigningardag kl. 14.00.  

Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir prédikar og sr. Gunnlaugur Stefánsson þjónar fyrir altari.

Boðið upp á hressingu í safnaðarheimili kirkjunnar.  

(Þau sem óska eftir fari frá Djúpavogi, hafi samband við Sjöfn í síma 8927651)

Verum öll hjartanlega velkomin

Sóknarprestur

BR

24.05.2017

Stofnandi Slow Food í Havarí

Carlo Petrini, stofnandi og formaður Slow Food samtakanna, heimsækir Austurland miðvikudaginn 24. maí. Austfirskar krásir standa að viðburðinum í samtarfi við Austurbrú.

Þessi heimsókn er mikill hvalreki fyrir áhugafólk um mat, bæði framleiðendur og neytendur. Skilaboð Slow Food samtakanna eru að matur á að vera góður á bragðið, ómengaður og sanngjarn fyrir framleiðandann og neytandann. Það eru mannréttindi en ekki forréttindi að borða góðan mat.

Dagskráin í Havarí verður sem hér segir:

12.00 Austurbrú kynnir Áfangastaðinn.
12.15 Carlo Petrini.
12.45 Samtal um matvælaframleiðslu og umhverfi/samfélag.

Carlo Petrini hefur margsinnis fengið viðurkenningu ýmissa fjölmiðla. Hann hefur verið valinn einn af 100 mikilvægustu einstaklingum heims, fékk nafnbótina „European Hero“ hjá Time Magazine árið 2004 og The Guardian útnefndi hann árið 2008 meðal 50 einstaklinga sem gætu bjargað heiminum.

Nokkrir Austfirskir matvælaframleiðendur verða sýnishorn af afurðum sínum. Ef framleiðendur, veitingamenn, bændur ... vilja taka þátt og koma með afurðir sínar er þeim bent á að hafa samband við Berglindi á Karlsstöðum í síma 663-5520 eða berglind@havari.is.

Hægt verður að kaupa sér veitingar á staðnum.

22.05.2017

Tónskóli Djúpavogs auglýsir

Í tónskólann á Djúpavogi vantar okkur deildarstjóra í 100% starf, sem heyrir undir skólastjóra Djúpavogsskóla en deildarstjórinn sinnir daglegri skipulagningu, foreldrasamstarfi og almennu utanumhaldi. Þá vantar einnig kennara við tónskólann í 50% starf. Möguleiki er að annar þessara starfsmanna sinni tónmenntakennslu við grunnskólann og sjái um samsöng (5-6 kst.)

Unnið er eftir kjarasamningi KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Djúpavogsskóli er lítill en vaxandi skóli. Kennsla fer fram á þremur starfsstöðvum, grunnskóla með um 70 nemendur, leikskóla með tæplega 40 nemendur og tónskóla. Mikið og gott samstarf er á milli allra skólastiga.

Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir veitir nánari upplýsingar á skolastjori@djupivogur.is eða í síma 470-8713.

Umsóknarfrestur er t.o.m. 26. maí 2017.

Til leigu - verslunar- og þjónustuhúsnæði í miðbæ Djúpavogs

Um er að ræða þann hluta Bakka 3 (Sætúns) sem áður hýsti upplýsinga-miðstöðina. Húsnæðið sem er rúmir 40 ferm. er leigt undir verslunar eða þjónustustarfsemi frá og með 1. júní. Áhugasamir vinsamlega hafið samband við sveitarstjóra sveitarstjori@djupivogur.is

Sveitarstjóri

17.05.2017

Sveitarstjórn: Fundargerð 11.05.2017

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

16.05.2017

Starfsmenn vantar í áhaldahúsið sumarið 2017

Auglýst eru allt að 3 störf fyrir 17 ára og eldri við slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu o.m.fl. Hluti af störfunum verður við flokksstjórn og skulu áhugasamir taka slíkt fram í umsókn. Fjöldi flokkstjóra verður ákveðinn þegar fyrir liggur fjöldi umsækjenda úr grunnskólanm.

Umsóknarfrestur er til 25. maí og skulu umsóknir berast á skrifstofu Djúpavogshrepps.

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en í byrjun júní.

Nánari upplýsingar, m.a. um launakjör í síma 470-8700.

Sveitarstjóri

15.05.2017

Aðalfundur Ferðafélags Djúpavogs - FUNDI FRESTAÐ AFTUR

Aðalfundur Ferðafélags Djúpavogs verður haldinn í Tryggvabúð þriðjudaginn 23. maí næstkomandi kl. 20:00.

1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál

Allir félagsmenn hvattir til að mæta og nýir félagar boðnir velkomnir.

Stjórnin

08.05.2017

Frá áhaldahúsinu vegna bæjarvinnu 2017

Nemendum í 8., 9. og 10. bekk í Grunnskóla Djúpavogs stendur til boða vinna á vegum sveitarfélagsins sumarið 2017 sem hér greinir:

8. bekkur: Frá 5. júní til og með 18. ág.: 4 klst. á dag. 
9. bekkur: Frá 5. júní til og með 18. ág.: 4 klst. á dag. 
10. bekkur: Frá 5. júní til og með 18. ág.: 8 klst. á dag.

Umsóknarfrestur til 25. maí.
Umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins.
Umsækjendur eru beðnir um að virða umsóknarfrestinn.

Einnig verður í boði vinna í hefðbundinni hreinsunarviku fyrir 4. – 7. bekk og mun hún verða auglýst í skólanum.

Sveitarstjóri

08.05.2017

Sveitarstjórn: Fundarboð 11.05.2017

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 11.05.2017

34. fundur 2014-2018

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 11. maí 2017 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni
Ársreikningur Djúpavogshrepps 2016 – síðari umræða.

2. Fundargerðir

a) Ungmennaráð, dags. 23. febrúar 2017.
b) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 27. mars 2017.
c) Stjórn Starfa, dags. 31. mars 2017.
d) Aðalfundur Starfa, dags. 31. mars 2017.
e) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 5. apríl 2017.
f) Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 18. apríl 2017.
g) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 28. apríl 2017.
h) Landbúnaðarnefnd, dags. 4. maí 2017.
i) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 10. maí 2017.

3. Erindi og bréf

a) Þjóðskrá Íslands, stofnun lóðar – Berufjörður vegsvæði, dags. 1. mars 2017. Samþykkt.
b) Þjóðskrá Íslands, stofnun lóðar – Lindarbrekka vegsvæði, dags. 1. mars 2017.
c) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, minnisblað, dags. 8. apríl 2017.
d) Sýslumaðurinn á Austurlandi, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis Adventura ehf. dags. 10. apríl 2017.
e) Bæjar- og sveitarstjórar, Frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, dags. 24. apríl 2017.
f) Samband íslenskra sveitarfélaga, umsögn um fjármálaáætlun, dags. 26. apríl 2017.
g) Ársreikningur Hafnasambands Íslands, dags. 2. maí 2017.
h) Ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 2. maí 2017.
i) Smári Kristinsson, stofnun lóðar á Þvottá, dags. 4. maí 2017.
j) Minjastofnun, styrkveiting vegna Faktorshúss, dags. 5. maí 2017
k) Minjastofnun, styrkveiting vegna Gömlu kirkjunnar, dags. 5. maí 2017.

4. Byggingar- og skipulagsmál
5. Skýrsla sveitarstjóra


Djúpavogi 8. maí 2017
Sveitarstjóri

08.05.2017

Vorbingó Kvenfélagsins Vöku

Vorbingó Kvenfélagsins Vöku verður laugardaginn 6. maí á Hótel Framtíð.

Barnabingó kl. 14:00.
Spjaldið kr. 400.-

Fullorðinsbingó kl. 20:00.
Spjaldið kr. 600.-
Aðgangur miðast við fermingaraldur

Góða skemmtun.

Vöku-konur

05.05.2017

Laus störf við Djúpavogsskóla

Næsta skólaár eru fjölmargar stöður lausar við Djúpavogsskóla. Djúpavogsskóli er lítill en vaxandi skóli. Kennsla fer fram á þremur starfsstöðvum, grunnskóla með um 70 nemendur, leikskóla með tæplega 40 nemendur og tónskóla. Mikið og gott samstarf er á milli allra skólastiga. Einnig er mjög gott samstarf við Umf. Neista en yfir 90% nemenda grunnskólans stunda æfingar hjá ungmennafélaginu og taka þær við strax að loknu skólastarfinu.

Í Djúpavogsskóla er lögð mikil áhersla á umhverfismennt og átthagafræði og stendur nú yfir innleiðing á hugmyndafræði Cittaslow en sveitarfélagið Djúpavogshreppur varð aðili að Cittaslow hæglætishreyfingunni árið 2013.

Grunnskólinn

Í grunnskólann vantar umsjónarkennara á yngsta stigi.

Þá vantar kennara í textílmennt (um 9 kst. á viku), heimilisfræði (um 9 kst. á viku), íþróttir og sund (16 kst. á viku), tungumál á mið- og unglingastigi (um 20 kst. á viku).

Einnig vantar sérkennara í 100% starf og þroskaþjálfa í 100% starf.

Þess má geta að Ungmennafélaginu Neista vantar einnig þjálfara næsta skólaári. Núverandi fyrirkomulag er þannig að íþróttakennari grunnskólans kennir íþróttir og sund fyrir hádegi og þjálfar síðan íþróttir fyrir ungmennafélagið eftir hádegi. Saman eru þessi tvö störf rúmlega 100%. Upplýsingar um þjálfarastarfið veita Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri sveitarstjori@djupivogur.isog William Óðinn Lefever framkvæmdastjóri Neista, odinn@djupivogur.is. Þjálfarastaðan er auglýst til eins árs, vegna fæðingarorlofs.

Tónskólinn

Í tónskólann vantar okkur deildarstjóra í 100% starf, sem heyrir undir skólastjóra en sinnir daglegri skipulagningu, foreldrasamstarfi og almennu utanumhaldi. Þá vantar einnig kennara við tónskólann í 50% starf. Möguleiki er að annar þessara starfsmanna sinni tónmenntakennslu við grunnskólann og sjái um samsöng (5-6 kst.)

Aðstoðarskólastjóri, kennarar og leiðbeinendur við grunn- og tónskólann vinna eftir kjarasamningi KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir veitir nánari upplýsingar á skolastjori@djupivogur.is eða í síma 470-8713.

Umsóknarfrestur er t.o.m. 11. maí 2017. Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu grunnskólans http://djupivogur.is/grunnskoli/