Djúpivogur
A A

Fréttir

Aðalfundur Bjsv. Báru

Aðalfundur Bjsv. Báru verður haldinn 3. maí 2017, í húsnæði félagsins, Sambúð, Djúpavogi.

Fundurinn hefst kl. 20:00

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórn Bjsv. Báru.

27.04.2017

Skipstjóra vantar á Greifann SU

Skipstjóra vantar á strandveiði- og aflaskipið Greifann SU, skel 26, sem gerður verður út frá Djúpavogi.

Allar upplýsingar í 893-1529.

Stefán Gunnarsson

27.04.2017

Sundakademía Neista um helgina

Sundakademía Neista verður dagana 29.-30.apríl.

Neisti býður velkomna Hrafnhildi Lúthersdóttur ólympíufara, margfaldan Íslandsmeistara og sunddrottningu en hún mun stýra æfingabúðum á laugardeginum ásamt því að flytja fyrirlestur fyrir alla áhugasama. Með henni kemur Aron Örn Stefánsson sem er einn af fremstu sundmönnum Íslands og margfaldur Íslandsmeistari.

Æfingabúðir verða allan laugardaginn og Vormót Neista verður á sunndag.

Hrafnhildur verður með opinn fyrirlestur/fund fyrir alla iðkendur, þjálfara, foreldra og aðra áhugasama á laugardaginn í íþróttahúsinu kl. 15:00.

Æfingabúðirnar eru fyrir börn 10 ára og eldri en Vormót Neista er fyrir krakka á öllum aldri.

Verð
Sundakademía Neista kostar 5.000 kr. En innifalið í því eru æfingabúðir(kvöldverður, kvöldvaka, gisting, morgunverður, æfingar og fyrirlestur) og mótsgjald á Vormót Neista.

Ef óskað er eftir að skrá einungis á Vormót er mótsgjaldið 1.000 kr. fyrir hvern iðkanda.

Neisti greiðir mótsgjald fyrir alla sína iðkendur eins og áður og er verðið á Sundakademíu því einungis 4.000 kr. fyrir Neistakrakka.

Neisti hvetur alla sundgarpa á Austurlandi til að flykkjast á Djúpavog og taka þátt í þessari helgi með okkur.

Skráning í Sundakademíu Neista skal berast (gretamjoll@djupivogur.is) í síðasta lagi á hádegi fimmtudaginn 27. apríl.

Vinsamlegast takið fram nafn iðkanda, kennitölu og greinar sem skráð er í á Vormóti Neista.

ÁFRAM NEISTI!

 


Aron Örn Stefánsson


Hrafnhildur Lúthersdóttir

26.04.2017

Hótel Framtíð vinnur Lífshlaupið

Lífshlaupið vinnustaðakeppni fór fram í febrúar síðastliðnum en keppnin hvetur landsmenn til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er

Það er gaman að segja frá því að Hótel Framtíð vann Lífshlaupið 2017 í flokki fyrirtækja með 3 - 9 starfsmenn. Þar urðu þau í fyrsta sæti með flesta daga og flestar mínútur. Það að auki átti Hótel Framtíð mynd ársins en myndin er tekin af þessum flotta hópi úti á söndum og má sjá hér með fréttinni.

 

 

 

 

 

Lífshlaupið

Þetta er sannarlega glæsilegur árangur og við óskum Hótel Framtíð til hamingju!

BR

 

26.04.2017

Sveitarstjórn: Fundargerð 12.04.2017

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

24.04.2017

Rúllandi Snjóbolti/9, Djúpivogur

Sýningin Rúllandi snjóbolti verður haldin í fjórða sinn á Djúpavogi í sumar. Í ár heitir sýningin Rúllandi snjóbolti /9 og verður formlega opnuð þann 15. júlí og stendur sýningin til 20. ágúst 2017. 

Vinna við skipulagningu á sýningunni er komin á fullt en í ár er listinn yfir þá listamenn sem taka þátt sérlega glæsilegur. 

Allar nánari upplýsingar um sýninguna verða settar fram hér á heimasíðunni þegar nær dregur. 

Ferða- og menningaramálafulltrúi,

BR

24.04.2017

Skrifstofa Djúpavogshrepps lokuð í dag - 21.04.2017

Skrifstofa Djúpavogshrepps er lokuð í dag, föstudaginn 21. apríl 2017. 

Starfsfólk Geysis,

BR

21.04.2017

Að lokinni frumsýningu - heimildarmynd Hans Jónatan

Í gærkvöldi var frumsýnd heimildamynd um Hans Jónatan í viðburðasal Havarí á Berufjarðarströnd.  Myndin er byggð á bók Gísla Pálssonar " Maðurinn sem stal sjálfum sér" og fjallar sem kunnugt er um sögu hins þeldökka þræls sem lauk mjög svo viðburðaríku lífshlaupi sínu hér á Djúpavogi. Hans Jónatan hvílir hér í Hálskirkjugarði og er minnisvarði / bautasteinn þar sem honum var reistur til heiðurs af afkomendum á síðasta ári.  Skemmst er  frá að segja að heimildamyndin hlaut einróma lof viðstaddra en hún er unnin af Valdimar Leifssyni og konu hans Bryndísi Kristjánsdóttur af einstakri næmni fyrir viðfangsefninu.  Valdimar og Bryndís voru að sjálfsögðu viðstödd frumsýninguna ásamt höfundi bókarinnar Gísla Pálssyni sem hefur af öðrum ólöstuðum lagt mest af mörkum með útgáfu sinni og margra ára rannsóknarvinnu. Þá var einnig með í för Helgi Már Reynisson einn af afkomendum Hans Jónatan en Helgi hefur reynst heilladrjúgur í stuðningi við þetta verkefni. Sýningin var vel sótt, eða um 80 gestir og þar af voru mættir afkomendur Hans Jónatan bæði héðan frá Djúpavogi, Stöðvarfirði og Seyðisfirði.  Að lokinni sýningu voru Gísli, Valdimar, Bryndís og Helgi heiðruð með sérstökum hætti undir dúndrandi lófaklappi. Þá að því loknu voru allir afkomendur Hans Jónatan sem mættir voru til að njóta þessarar merku heimildarmyndar kallaðir á svið og hópurinn myndaður sem sjá má hér meðfylgjandi með umfjöllun.

Við þessi tímamót að lokinni frumsýningu á þessari einstöku heimildarmynd er full ástæða til að þakka sérstaklega framangreindum aðilum sem hafa endurvakið nafn Hans Jónatans með jafn áhrifaríkum hætti og raun ber vitni. Ljóst er að sagan af Hans Jónatan hefur nú verið römmuð svo vel inn að hún mun standa hér ljóslifandi á Djúpavogi um ókomna framtíð og er sagan í máli og myndum sannarlega kærkomin viðbót við þann mikla menningarf sem við höfum á að byggja.  

                                                                                                                                                                                                                                                                                                                      Samantekt AS  

 

 

 

 

 

 

 

              Heiðruð að lokinni sýningu -  Gísli Pálsson - Valdimar Leifsson - Bryndís Kristjánsdóttir og Helgi Már Reynisson 

 

  Með afkomendum Hans Jónatan sem mættu á sýninguna 

 

Helgi Már Reynisson 

Valdimar Leifsson 

 

 Gísli Pálsson 

Valdimar og Bryndís 

 

    

20.04.2017

Skotmót Skotmannafélags Djúpavogs um Hammond

Haldin verða tvö skotmót yfir Hammondhátíðina, sjá allar nánari upplýsingar hér fyrir neðan:

Fimmtudaginn 20.apríl kl. 10:00  - Hammondtófan 2017 verður haldin á skotsvæði Skotmannafélags Djúpavogs 

Skotið verður á skuggamyndir af tófum, 10 skot, á 50-550 metra færi.
Öll kaliber leyfð. Nánari keppnisreglur má finna hér að neðan.
Þátttökugjald kr. 2000.-
Skráningar hjá formanni Skotmannafélags Djúpavogs, Nökkva, í síma 843-1115

Mótsstjóri er Stefán Eggert Stefánsson 896-7861

 Reglur:

1.  Skotið verður á skuggamyndir af Tófum á færum frá 50 - 550 metra.

2.  Skífurnar verða á 10 mismunandi færum fyrir hvern skotmann, sem þýðir    að þetta eru 10 skot á mann.

3.  Skotið verður liggjandi, aðeins eitt skot á hverja Silhouette-u.

4.  Enginn æfingarskot eru leyfð á mótsdag, tófuveiðimenn eins og aðrir veiðimenn eru búnnir að prófa byssurnar sínar áður en haldið er til veiða.

5.  Gefin eru stig fyrir hittni.  4, 7 og 10 stig.

6.  Meirihluti kúlugats verður að vera innan silhouette-u til þess að það telji sem hitt (dómnefnd sker úr um vafaatriði).

7.  Ef kúlan snertir línuna sem liggur á milli stiga svæða þá gildir lægra skorið.  Til þess að fá 10 stig þá má kúlan ekki snerta línuna sem skilur á milli 7 og 10 stiga svæðisins.

8.  Ef tveir eða fleiri verða jafnir að stigum í lok keppninar verður bráðabani til þess að skera úr um sigurveigara.

9.  Tíminn til þess að skjóta þessi 10 skot og mæla fjarlægðir verður 15 mínútur.  Bannað er að mæla fjalægðir fyrr en skotmenn hafa komið sér fyrir á skotstað.

10.  Benchrest rifflar (Markrifflar) eru ekki leyfðir í þessari keppni, heldur einungis veiðirifflar með tvífæti.  (SAKO TRG og Tikka T3 Tactical eru taldir með veiðirifflum, enda fjöldinn allur af veiðimönnum sem notar orðið slíka riffla).

11.  Muzzle-break (Hlaupbremsa) er óheimil vegna þess mikla hávaða sem hún framkallar.

12.  Ekki má nota rest, hvorki að framan eða aftan. (Bara tvífót).

13.  Úrskurður dómnefndar er endanlegur.

 Taka skal fram við skráningu:

Nafn:

Riffil tegund:

Sjónauka (tegund og stækkun): 

Kaliber:

Kúla (tegund og þyngd):

Mótagjald er 2.000.- greitt á staðnum með seðlum, þar sem enginn posi verður til staðar.

 

Laugardaginn 22. apríl kl. 10:00 mun skotmannafélag Djúpavogs standa fyrir sínu árvissa móti á skotsvæði félagsins.

Skotið verður eftir lítillega breyttum reglum UST varðandi skotpróf til hreindýraveiða.

Skotið verður á 100 og 200 metrum. Öll kaliber leyfð.

Skráningar hjá formanni Skotmannafélags Djúpavogs, Nökkva, í síma 843-1115 fyrir kl. 12:00, föstudaginn 21. apríl

Taka skal fram við skráningu:

Nafn:

Riffil tegund:

Sjónauka (tegund og stækkun): 

Kaliber:

Kúla (tegund og þyngd):


Þátttökugjald kr. 1.000.-

BR

 

 

19.04.2017

Hans Jónatan - Maðurinn sem stal sjálfum sér - frumsýning á Havarí

Við minnum á frumsýningu á heimildarmyndinni um Hans Jónatan, í kvöld kl. 20:00 á Havarí. Sjá allar nánari upplýsingar hér fyrir neðan.

Heimildarmynd um Hans Jónatan verður frumsýnd á Havarí í Berufirði þann 19.apríl kl. 20:00. Húsið opnar kl. 19:30 og eru allir velkomnir. 

Smellið hér til þess að sjá auglýsinguna stóra

Í nýjasta blaði Bóndavörðunnar má lesa grein um gerð heimildarmyndarinnar og einnig fréttir um bókina sem kom út árið 2014.

BR

19.04.2017

"Virðing er ekki mæld í krónum" - Sýning á skapandi lokaverkefni til B.Ed....

Þriðjudaginn 18. apríl milli kl. 15:00 og 17:00 ætlar Berta Sandholt að kynna lokverkefnið sitt til B.E.d gráðu frá Háskóla Íslands.

Verkefnið er unnið af tíu leik- og grunnskólanemum og er viðfangsefni sýningarinnar viðrðing fyrir kennarastarfinu.

Kynningin verður haldin í Djúpinu og gestir geta kíkt við á milli 15:00 og 17:00 og kynnt sér verkefnið. 

Heitt á könnunni og allir velkomnir!

Hér má sjá brot úr sýningunni:

https://www.youtube.com/watch?v=x_EohTDKBDc&feature=youtu.beBR

 BR

18.04.2017

Fyrstu sporin - bernskuminningar séra Jakobs Jónssonar

Þann 11 apríl voru góðir gestir á ferð hér á Djúpavogi - þau hjónakorn Þór Jakobsson og Jóhanna Jóhannesdóttir. 
Þór Jakobsson er ekki aðeins gamalkunnur og mikils metinn veðurfræðingur heldur hefur hann sterkar rætur  til Djúpavogs. Faðir Þórs, Jakob Jónsson, síðar séra, ólst upp hér á Djúpavogi framan af ævi og bjó þá í Hrauni.  Faðir Jakobs var séra Jón Finnsson prestur fyrst á Hofi í Álftafirði og síðan Djúpavogi. Þá ber auðvitað að geta Eysteins bróðir Jakobs sem síðar varð þingmaður og yngsti ráðherra íslandssögunnar, báðir slitu þeir bræður barnsskónum í Hrauni. Séra Jakob var eins og í ætt skotið afar vel ritfær og skrifaði m.a. töluvert um bernsku sína hér á Djúpavogi sem hann ætlaði reyndar ekkert frekar til birtingar. En nú hefur sonur hans Þór Jakobsson með samþykki hlutaðeigandi látið binda snyrtilega inn áðurnefndar berskuminningar föður síns í frumútgáfuformi þar sem falleg rithönd séra Jakobs prýðir og gefur ritinu um leið aukið og persónulegra gildi. Þessar benskuminningar hafa hvergi verið birtar opinberlega fyrr sem sannarlega gefur gjöfinni enn meira vægi.

Þór Jakobsson afhenti formlega handrit föður síns með viðhöfn í Löngubúð og las síðan upp úr ritinu fyrir viðstadda, auk þess færði Þór fulltrúum Djúpavogshrepps, sögu Longættarinnar og fl. Auk þess kynnti Þór nýja bók, Lýðveldisbörnin sem hann ritstýrði ásamt Örnu Björk Stefánsdóttur, afar áhugavert rit.

Þá kom á daginn að viðstaddir þennan viðburð í Löngubúð voru meðal annars ættmenni Þórs - bæði úr Longætt og Beckættinni og náðu því bæði gestir og heimamenn að bera saman bækur sínar á góðri stund.

Ljóst er að "Fyrstu sporin" bernskuminningar séra Jakobs Jónssonar frá Hrauni Djúpavogi þar sem hann m.a. lýsir uppvexti sínum og umhverfi hér um slóðir er sérdeilis kærkomin viðbót inn í menningarsögulegan arf Djúpavogshrepps.

Eftir stendur þakklæti til Þórs Jakobssonar og konu hans fyrir gefandi heimsókn og hlýhug.  

Meðfylgjandi myndir eru frá degi heimsóknar Þórs og Jóhönnu - auk viðkomu í Löngubúð var næsta nágrenni heimsótt - þar á meðal fyrrum heimili föður hans,  Hraun, síðan gamla Djúpavogskirkja - Teigarhorn og Faktorshús og þá að sjálfsögðu, kom Þór við hjá styttu föðurbróðir hans Eysteins svo og átti hann góða stund  í minningarstofu Eysteins  í Löngubúð. Undirritaður tók sér það bessaleyfi að birta hér þrjár myndir úr eigu Þórs með öðrum sem Bryndís Reynisdóttir ferða- og menningarmálafulltrúi tók.  Samantekt. AS 

 

 

 

 

 Þór við brjóstmyndina af Eysteini föðurbróður

 

 

Hraun heimsótt  - bernskuheimili séra Jakobs

 

 

Þór ritar í gestabók í minningarstofu Eysteins og Sólveigar

 

 

Jóhanna ritar í gestabók í minningarstofu Eysteins - Þór við hlið hennar

 

 

Gamla Djúpavogskirkja í endurbyggingu - heimsótt

 

 

Þór rifjar upp tilfinningaþrungna stund í Djúpavogskirkju

 

 

 

 

Á Teigarhorni - Sævar staðarhaldari - Jóhanna - Bryndís - Andrés

 

 

Þór veðurfræðingur var sérlega áhugasamur um Teigarhorn enda önnur elsta veðurstöð á landinu
og miklar og góðar heimildir til um sögu veðurathugana á svæðinu sem vert væri að taka saman.
Þá stendur hitametið enn á Teigarhorni 30,5 stig.

 

 

 Fyrstu sporin  - bernskuminningar séra Jakobs Jónssonar afhent með formlegum hætti

 

  Góðri gjöf veitt viðtöku

 

Við lok afhendingar í Löngubúð Þór - Jóhanna og Oddviti Dpv.

 

 

 

 Búlandstindur kvaddi með viðeigandi hætti bjartur og formfagur að loknum góðum degi

 

 

 

17.04.2017

Utandagskrá Hammondhátíðar 2017 - uppfærð dagskrá

Utandagskráin á Hammondhátíðinni hefur verið uppfærð, sjá hér fyrir neðan:

Auglýsinguna má sjá stóra með því að smella hér:

Ég vil einnig benda á að dagskráin er á baksíðu Bóndavörðunnar sem hefur verið dreift í öll hús í sveitarfélaginu og liggur frammi á helstu stöðum í þorpinu. Þar eru þó dagarnir rangt dagsettir (stundum erum við ekki alveg með allt á hreinu þó Stuðmenn séu það). Allir viðburðir sem eru settir á miðvikudag eru á miðvikudegi og svo framvegis, þótt að vikudagurinn sé með ranga dagsetningu. Við biðjumst velvirðingar á þessu. 

En hér er nú allavega auglýsingin komin í loftið á ný, leiðrétt, brakandi fersk og hægt að fara að hita sig upp fyrir Hammondhátíð sem hefst eftir slétta viku.

BR

13.04.2017

Íþróttamiðstöð um páska 2017

Um páskana verður opið (aðallega lokað samt) i Íþróttamiðstöð Djúpavogs sem hér segir:

Skírdagur, 13. apríl - LOKAÐ
Föstudagurinn langi, 14. apríl - LOKAÐ
Laugardagur, 15. apríl - 11:00 - 15:00
Páskadagur, 16. apríl - LOKAÐ
Annar í páskum, 17. apríl - LOKAÐ

Starfsfólk ÍÞMD

12.04.2017

Helgihald um bænadaga og páska

Skírdagur 13. apríl:  Fermingarmessa í Djúpavogskirkju kl. 11.00.

Fermd verða:

Askur Egilsson, Borgarlandi 26, Djúpavogi

Diljá Ósk Snjólfsdóttir, Vörðu 12, Djúpavogi

Guðrún Lilja Eðvarðsdóttir, Hvannabrekku, Djúpavogi

Íris Antonía Ólafsdóttir, Bjarkargrund 22, 300 Akranes, aðs. Markarland 8b, Djúpavogi

Katla Rún Magnúsdóttir, Borgarlandi 30, Djúpavogi

Ragnar Björn Ingason, Hrauni 3, Djúpavogi

Þór Albertson, Kápugili, Djúpavogi

 

Föstudagurinn langi, 14. apríl: 

Lestur Passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar í Berufjarðarkirkju.  Sóknarbörn sjá um lesturinn sem  hefst kl. 11.00.  Fólk getur komið og farið að vild.  Kaffiveitingar í boði sóknarnefndar.

 

Páskadagur 16.apríl:  

Hátíðarguðsþjónusta í Djúpavogskirkju kl. 9.00.  Morgunverður í boði sóknarnefndar í safnaðarheimili eftir guðsþjónustu og páskaegg á hverju borði. 

 

                                                                                                          Sóknarprestur 

BR

10.04.2017

Sveitarstjórn: Fundarboð 12.04.2017

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 12.04.2017

33. fundur 2010-2014

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikudaginn 12. apríl 2017 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni. Ársreikningur Djúpavogshrepps 2016 – fyrri umræða.

2. Fundargerðir

a) Stjórn Starfsendurhæfingar Austurlands, dags. 17. febrúar 2017.
b) Stjórn SSA, dags. 7. mars 2017.
c) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd, dags. 13. mars 2017.
d) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 24. mars 2017.
e) Stjórn SSA, dags. 28. mars 2017.
f) Félagsmálanefnd, dags. 29. mars 2017.
g) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarf., dags. 30. mars 2017.
h) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 10. apríl 2017.

3. Erindi og bréf

a) Sýslumaðurinn á Austurlandi, Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi í Berunesi, dags. 14. mars 2017.
b) Íbúar við Hlíð, grenndarkynning, dags. 16. mars 2017.
c) Skipulagsstofnun, Athugun-Teigarhorn, dags. 16. mars 2017.
d) Félag leiðsögumanna með hreindýraveiðum, Slóðir og smalavegir, dags. 20. mars 2017.
e) Minjastofnun, Bláin, dags. 22. mars 2017.
f) Minjastofnun, Starmýri, dags. 22. mars 2017.
g) Minjastofnun, heimreiðar í Berufirði, dags. 23. mars 2017.
h) Minjastofnun, Hlíð, breyting á deiliskipulagi, dags. 28. mars 2017.
i) Austurbrú, Tilnefningar vegna stjórnarkjörs hjá Austurbrú ses., dags. 29. mars 2017.
j) Austurbrú, samvinna við gerð húsnæðisáætlana, dags. 29. mars 2017.
k) Guðný Jónsdóttir, Hamarssel, yfirlýsing varðandi búsetu, dags. 1. apríl 2017.
l) Sýslumaðurinn á Austurlandi, umsókn um tækifærisleyfi, dags. 6. apríl 2017.
m) Náttúruverndarsamtök Austurlands, girðingaverkefni, dags. 7. apríl 2017.
n) Vilmundur Þorgrímsson, umferð og ástand vega við Hvarf, ódagsett 2017.

4. Ljósleiðaravæðing í Djúpavogshreppi
5. Sameining Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Djúpavogshrepps og Skaftárhrepps
6. Austurbrú – Þjónustusamningur við sveitarfélög 2017
7. Starfsendurhæfing Austurlands
8. Almenningssamgöngur á Austurlandi
9. Byggingartengd málefni
10. Breyting í sveitarstjórn
11. Skýrsla sveitarstjóra


Djúpavogi 7. apríl 2017
Sveitarstjóri

07.04.2017

Frumkvöðlar í skapandi greinum – vinnustofa í Djúpinu

Kæru snillingar.

Mig langaði til að biðja ykkur um einn greiða.

Við Lára Vilbergsdóttir erum að vinna hörðum höndum að því að styrkja stoðkerfið við frumkvöðla og þá í skapandi greinum.

Mig langaði til að athuga hvort þið væruð tilbúin til að eyða 1 klst. með okkur þann 7. apríl í Djúpinu frumkvöðlasetri.

Þessi klst. færi þá í það að lista upp þau atriði sem eru góð og þau sem þarf að bæta og munum við gera það í vinnustofu.

Við lofum góðum mat með þessu og almennt kósýheitum :)

Með ósk um góðar viðtökur og vilja til að hjálpa okkur Láru að gera þetta stoðkerfi almennilegt.

Kveðja;
Katrín Jónsdóttir

05.04.2017

Djúpavogshreppur auglýsir eftir refaveiðimönnum

Djúpavogshreppur auglýsir eftir refaveiðimönnum til starfa á eftirtalin veiðisvæði í Djúpavogshreppi til eins árs frá og með miðjum maí 2017:

Svæði 1: Streiti til og með Berufirði (að Selnesi)
Svæði 2: Fossárdalur að Hamarsá (Lindarbrekka meðtalin)
Svæði 3: Sunnan Hamarsár að Múlahálsi
Svæði 4: Múlaháls að hreppamörkum í Hvalnesskriðum (Hærukollsnes meðt.)

Vakin er athygli á að samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er 1,25 milljón kr. ætluð til refaveiða í ár.

Umsóknarfrestur er til 1. maí 2017. Umsóknir og frekari fyrirspurnir berist skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpivogur eða á netfangið sveitarstjori@djupivogur.is.

Sveitarstjóri

05.04.2017

Djúpavogshreppur auglýsir eftir minkaveiðimönnum

Djúpavogshreppur auglýsir eftir minkaveiðimönnum til starfa í Djúpavogshreppi til eins árs frá og með maí 2017.

Greiðslur til minkaveiðimanna verða eftirfarandi:

Aksturstaxti 117.- kr./km. 
Tímakaup fyrir grenjaleit verður kr. 1.500.-
Verðlaun fyrir unnin dýr eru: Fullorðin dýr: kr. 3.000. Hvolpar kr. 3.000.
Fyrir hvolpafullar læður, veiddar e. 15. apríl skal auk þess gr. fyrir ígildi 4ja hvolpa. 
Æskilegt er að í umsóknum komi fram upplýsingar um; tækjakost, hundakost og eftir atvikum um aðstoðarmenn.

Gengið verður frá sérstökum samningum við veiðimenn líkt og undanfarin ár.

Vakin er athygli á að samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins eru 700.000 kr. ætlaðar til minkaveiða í ár.

Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2017. Umsóknir og frekari fyrirspurnir berist skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpivogur /netfang: sveitarstjori@djupivogur.is

Sveitarstjóri

05.04.2017

Lánasérfræðingar Byggðastofnunar á Djúpavogi

Lánasérfræðingar Byggðastofnunar verða til viðtals á skrifstofu Austurbrúar í Djúpinu á Djúpavogi þann 6. apríl á milli 9:00-10:30.

Núverandi og nýir viðskiptavinir velkomnir til að ræða lánamöguleika hjá Byggðastofnun.

ÓB

05.04.2017

FRESTAÐ - Ráðstefna - Tækifæri í friðlýstum svæðum

Ráðstefnunni hefur verið frestað.

 

Ráðstefna um tækifærin sem felast í friðlýstum svæðum á Íslandi með áherslu á Austurland.

6. apríl 2017, Hótel Framtíð, Djúpavogi

Dagskrá:
14:00 Ráðstefnan sett. Ávarp oddvita Djúpavogshrepps
14:15 René Biasone, Umhverfisstofnun
14:40 Hildur Vésteinsdóttir, Umhverfisstofnun

15:05 Agnes Brá Birgisdóttir og Helga Árnadóttir, Vatnajökulsþjóðgarði
15:30 Kaffi og meðlæti
16:00 Sævar Þór Halldórsson, Teigarhorni
16:20 Kristján Jónasson, Náttúrufræðistofnun Íslands
16:50 Anna Berg Samúelsdóttir, Fjarðabyggð

17:20 Páll Jakob Líndal, TGJ, Dr. í Umhverfissálfræði
17:40 Pallborðsumræður
18:00 Dagskrá lýkur

Því miður fellur dagskráin sem átti að vera á föstudeginum niður.
Fundin verður ný dagsetning fyrir þau erindi sem ekki verða haldin að þessu sinni.

Tækifæri

04.04.2017

Tækifæri á friðlýstum svæðum - ráðstefna á Djúpavogi 6. og 7. apríl

Ráðstefnan "Tækifæri á friðlýstum svæðum" verður haldin á Hótel Framtíð og að Teigarhorni dagana 6. & 7. apríl 2017.

Skráning og nánari upplýsingar er að finna á teigarhorn.is/radstefna

Auglýsinguna má sjá stóra með því að smella hér:

 BR

 

03.04.2017