Djúpivogur
A A

Fréttir

Samtök um söguferðaþjónustu á Djúpavogi

Félagar í Samtökum um söguferðaþjónustu verða í fræðsluferð á Austurlandi dagana 30. mars til 1. apríl og munu m.a. koma við á Djúpavogi.

Samtökin munu halda aðalfund sinn að morgni laugardagsins 1. apríl kl. 9 á Hótel Framtíð og í kjölfar hans verða nokkur fræðsluerindi.

Áhugasamir heimamenn eru velkomnir á aðalfundinn til að kynna sér starfsemi samtakanna sem stofnuð voru árið 2006.

Heimasíðan þeirra er www.sagatrail.is

BR

29.03.2017

Skipulag leikskólastarfs í Bjarkatúni

Skipulag leikskólastarfs í leikskólanum Bjarkatúni, Djúpavogsskóla fyrir skólaárið 2017-2018 fer fram í maí.

Mikilvægt er að umsóknir um leikskólapláss hafi borist í síðasta lagi 1. maí næstkomandi fyrir næsta skólaár.

Inntökureglur eru á heimasíðu leikskólans undir Um Bjarkatún, skráningar og innritunarreglur

Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í s: 470-8720 eða á bjarkatun@djupivogur.is Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu leikskólans einnig er hægt að sækja um hjá leikskólastjóra að Hammersminni 15.

Guðrún S. Sigurðardóttir
Leikskólastjóri

Börn hjálpa börnum - gengið í hús í dag

Börn hjálpa börnum er yfirskrift árlegrar söfnunar ABC barnahjálpar sem unnin er í samstarfi við grunnskóla landsins og er nú haldin í tuttugasta skiptið. Frá upphafi hafa nemendur safnað rúmlega 120 milljónum króna til styrktar fátækum börnum í fjarlægum löndum.

Nemendur 4.-5. bekkjar grunnskóla Djúpavogs ætla í dag að ganga í hús milli 15:00 og 19:00 og safna og við hvetjum ykkur til að taka vel á móti þeim.

Söfnunin hefur verið hreint ómetanleg fyrir starfsemi ABC barnahjálpar. Fyrir söfnunarféð í gegnum árin hafa skólabyggingar verið byggðar og hægt hefur verið að sinna miklu viðhaldi. Keypt hafa verið húsgögn, skrifborð, stólar og rúm sem hafa nýst öllum skólunum. Eitt sinn var söfnunarféð notað til matarkaupa fyrir skólabörnin og þá voru keyptir um 165.000 matarskammtar. Á síðasta ári söfnuðust tæpar 8 milljónir króna og fóru m.a. í uppbyggingu heimavistar í Pakistan, efnafræðistofu í ABC skólanum í Nairobi í Kenýa og til uppbyggingar heimavistar í ABC skólanum í Namelok í Kenýa. Það sem safnast núna mun vera ráðstafað til að styrkja innviði skólastarfs ABC í Afríku og Asíu.

ÓB

24.03.2017

Austurlandið þitt - endurskoðun sóknaráætlunar

Framundan er árleg vinna við endurskoðun sóknaráætlunar Austurlands og að venju eru allir íbúar hvattir til að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni. Haldnir verða þrír fundir sem hverfast um meginkafla sóknaráætlunar; lýðfræði og mannauð, atvinnu og nýsköpun og mennta- og menningarmál. Fundirnir verða haldnir á Seyðisfirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði. Sjá nánar í auglýsingunni hér að neðan.

Láttu sjá þig og hafðu áhrif á framtíð þína.

 

 

 

 

 

24.03.2017

Ljóðakvöld í Löngubúð

Laugardaginn 25 mars n.k verður haldið ljóðakvöld í Löngubúð. Hefst kl. 20.30 

Lesin verða ljóð eftir heimamenn og brottflutta úr byggðarlaginu.

Kynning verður á nýrri ljóðabók.        

Tónlistaratriði

Aðgangur ókeypis

Félag ljóðaunnenda á Austurlandi.

 

BR

22.03.2017

Áfangastaðurinn Austurland tekur flugið

Stórum áfanga verður náð í verkefninu um Áfangastaðinn Austurland miðvikudaginn 22.mars n.k. þegar ný heimasíða www.austurland.is opnar með viðhöfn á Egilsstaðaflugvelli.  

Heimasíðunni er ætlað að vera gátt inn í Austurland og er fyrir alla þá sem vilja leita sér upplýsinga um búsetukosti svæðisins, atvinnu og fjárfestingamöguleika. Síðast en ekki síst er  síðan gátt fyrir gestina okkar sem vilja heimsækja Austurland og fá nasasjón af austfirskum lífsstíl. Austurland.is mun einfalda   fólki og fyrirtækjum að leita hagnýtra upplýsinga um Austurland .Gáttin mun spila stórt hlutverk í að þjónusta  austfirsk fyrirtæki og sveitarfélög við að þróa sameiginlega rödd Austulands  út á við og leggja grunn að stjórnun áfangastaðarins til framtíðar.

Austurland í Reykjavík

Í kjölfar opnunar heimasíðunnar á Austurlandi verður Áfangastaðarverkefnið og nýja heimasíðan kynnt á Hönnunarmars föstudaginn 24.mars kl. 18.30 á  KEX Hostel í Reykjavík.  Tíu tímar af skapandi orku Austurlands verður á boðstólnum þegar Austurland: Make it happen again* hefst á hádegi sama dag.

Frá hádegi og fram undir miðnætti verður Kex Hostel fyllt austfirsku andrúmslofti. Hressandi Pecha Kucha örfyrirlestrar og fjölbreytt hönnunarverkefni verða til sýnis ásamt tónlistaratriðum frá austfirskum tónlistarmönnum m.a. Prins Póló. Kex Hostel býður uppá hádegis- og kvöldverðarmatseðil með austfirsku ívafi undir styrkri stjórn hins margrómaða matreiðslumanns, Ólafs Ágústssonar.

20.03.2017

Biskup Íslands visiterar Djúpavogsprestakall

Hátíðarmessa í Djúpavogskirkju kl. 14.00 sunnudaginn 19. mars.

Biskup Íslands, sr. Agnes  M. Sigurðardóttir prédikar.

Altarisganga og messukaffi. 

Með  biskupi verður einnig prófastur, sr. Davíð Baldusson.  

Organisti Guðlaug Hestnes.  

Biskup mun visitera Berunessöfnuð á sunnudag kl. 10-11.00, Berufjarðarsöfnuð kl. 11.30-13.00 og Hofssöfnuð eftir messu, kl. 18.00-19.00.

Tökum vel á móti góðum gestum, fjölmennum og verum öll hjartanlega velkomin til helgrar stundar, 

sóknarnefnd og sóknarprestur

 

Hátíðarmessa í Djúpavogskirkju kl. 14.00 sunnudaginn 19. mars.

Biskup Íslands, sr. Agnes  M. Sigurðardóttir prédikar.

Altarisganga og messukaffi.

Með  biskupi verður einnig prófastur, sr. Davíð Baldusson. 

Organisti Guðlaug Hestnes.  

15.03.2017

Dagforeldrar í Djúpavogshreppi

Djúpavogshreppur auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að gerast dagforeldrar í Djúpavogshreppi.

Um er að ræða daggæslu í heimahúsum.  Dagforeldrar geta verið með 4-5 börn í gæslu í einu og er dvalartími alla virka daga allt að 9 tímar á dag en sveitarfélagið niðurgreiðir til foreldra allt að 8 tíma á dag.  Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi. Fræðslu- og tómstundanefnd veitir starfsleyfi til dagforeldra og sinnir lögbundnu eftirliti með starfseminni en býður einnig fram stuðning til þess að uppfylla ákvæði laga og reglna um daggæslu í heimahúsum og útvega faglega ráðgjöf við dagforeldra. 


Áhugasamir vinsamlega hafið samband við sveitarstjóra í síma 470-8700 eða sveitarstjori@djupivogur.is

13.03.2017

Sveitarstjórn: Fundargerð 09.03.2017

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

 

 

10.03.2017

Skrifstofa Djúpavogshrepps lokuð vegna námskeiðs starfsfólks

Skrifstofa Djúpavogshrepps verður lokuð miðvikudaginn 8. mars vegna námskeiðs starfsfólks.

Sveitarstjóri

08.03.2017

Sveitarstjórn: Fundarboð 09.03.2017

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 09.03.2017

32. fundur 2010-2014

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 9. mars 2017 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:

1. Fundargerðir

a) Stjórn SSA, dags. 31. janúar 2017.
b) Heilbrigðisnefnd Austurlands, 8. febrúar 2017.
c) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 17. febrúar 2017.
d) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 22. febrúar 2017.
e) Félagsmálanefnd, dags. 22. febrúar 2017.
f) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd 23. febrúar 2017.
g) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, 24. febrúar 2017.
h) Fræðslu- og tómstundanefnd, 7. mars 2017.

2. Erindi og bréf

a) Samband ísl. sveitarfélaga, endurskoðun samninga við Fjölís, dags. 7. febrúar 2017.
b) Olíudreifing ehf., umsókn vegna niðurrifs á eldsneytisgeymi, dags. 14. febrúar 2017.
c) Strympa – skipulagsráðgjöf, umsókn um heimild til stofnunar lóðar úr landi Þvottár,
dags. 19. febrúar 2017
d) Þeba Björt Karlsdóttir og Ragnhildur Bjarney Traustadóttir, stofnun lóðar í landi Múla 1, dags. 28. febrúar 2017.
e) Stjórn Ungs Austurlands, styrkbeiðni, dags. 6. mars 2017.

3. Ljósleiðaravæðing í Djúpavogshreppi
4. Sameining Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Djúpavogshrepps og Skaftárhrepps
5. Samgöngumál - Berufjarðarbotn
6. Skýrsla sveitarstjóra


Djúpavogi 6. mars 2017
Sveitarstjóri

06.03.2017

Spurningakeppni Neista 2017

Spurningakeppni Neista fer fram vikuna 13. mars - 18. mars. Um er að ræða geysi magnaða keppni þar sem fyrirtæki og/eða einstaklingar á Djúpavogi keppa í gáfum og almennri snilli.

Keppniskvöldin verða 13. mars, 15. mars, 16. mars og úrsliakvöldið verður laugardaginn 18. mars. Fyrstu 3 keppniskvöldin fara fram í Löngubúð en úrslitakvöldið á Hótel framtíð.

Keppnirnar hefjast kl 20:00 og aðgangseyrir verður 1000kr. í reiðuféi. Frítt er fyrir börn. Miðað er við að krakkar komnir á fermingarár greiði fyrir aðgang og marki þar með skilin milli barna og fullorðinna.

Við hvetjum alla bæjarbúa til þess að fjölmenna enda um skemmtilega og hressandi skemmtun að ræða.

Kv. Óðinn í Neista

06.03.2017

Utandagskrá Hammondhátíðar - skipulagningarfundur 8.mars kl. 17:00

Það styttist í Hammondhátíð 2017 en hátíðin hefst að venju á sumardaginn fyrsta, 20. apríl og stendur fram yfir 23.apríl. 

Undanfarin ár hafa verið fjölmargir skemmtilegir utandagskrár viðburðir í kringum hátíðina og stefnum við að því sama í ár. Til þess að skipuleggja slíka dagskrá er hér með boðað til skipulagningarfundar fyrir þá sem áhuga hafa á að taka þátt eða vilja standa að slíkum viðburðum.

Fundurinn verður haldinn í Geysi, miðvikudaginn 8. mars kl. 17:00. 

Viðburðirnir þurfa alls ekki að vera bundnir við Djúpavog, heldur væri skemmtilegt að dreifa þeim um allt sveitarfélagið. 

Utandagskráin verður auglýst í Bóndavörðunni og á helstu stöðum í þorpinu og því best að hafa sem flesta viðburði á sömu auglýsingunni, þannig að ekkert fari nú framhjá neinum. 

Ef einhver kemst ekki á fundinn, en vill taka þátt eða er með góðar hugmyndir má koma þeim á framfæri með því að hafa samband við Bryndísi (s. 470 8703 eða senda póst á bryndis@djupivogur.is), ferða- og menningarmálafulltrúa.

Tónlistardagskráin í ár er glæsileg en sjá má allar upplýsingar um hátíðina með því að smella hér

Allir velkomnir,

Ferða- og menningarmálafulltrúi,

BR

06.03.2017

Frá Djúpavogskirkju

Guðsþjónusta og messukaffi fermingarbarna sunnudaginn 5. mars kl. 15.00(ath. breyttan messutíma)

Börn og unglingar taka virkan þátt í helgihaldinu og börn sem verða 5 ára á þessu ári eru sérstaklega boðin velkomin og fá bókargjöf frá kirkjunni.

Organisti: Guðlaug Hestnes. Fermingarbörn bjóða kirkjugestum að þiggja kaffiveitingar eftir messu.

Verum öll velkomin,
sóknarprestur.

03.03.2017

Aðalfundur Neista

Neisti vill hér með boða aðalfund Neista. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 2. mars kl. 20:00 í Löngubúð.

Áður hafði fundurinn verið boðaður 27. febrúar en vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna fresta fundurinn til 2. mars.

Það er afar mikilvægt að allir Neista unnendur mæti og láti skoðanir sínar í ljós. Kosið verður í stjórn Neista og ég vil hvetja alla til þess að bjóða sig fram. Þetta er skemmtilegt og þarft starf.

Ég mun minna reglulega á fundinn á næstunni til að reyna að tryggja að sem flestir muni eftir fundinum og mæti.

Sjáumst þá og takk fyrir.

Óðinn í Neista.

02.03.2017

Sameining sveitarfélaga - íbúafundir

Kæru íbúar Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Djúpavogshrepps og Skaftárhrepps.

Vinna stendur yfir að greiningu á kostum og göllum þess að sameina Sveitarfélagið Hornafjörð, Djúpavogshrepp og Skaftárhrepp í eitt sveitarfélag. Verkefninu er stýrt af samstarfsnefnd sveitarfélaganna og ráðgjafarsviði KPMG. Í framhaldi af þeirri vinnu fer fram umræða innan sveitarstjórna sveitarfélaganna um tillöguna.

Boðað er til íbúafunda vegna þessa verkefnis í hverju sveitarfélagi fyrir sig:

1. Íbúafundur á Klaustri laugardaginn 4. mars kl. 11 – 13
Staðsetning: Félagsheimilið Kirkjuhvol

2. Íbúafundur á Höfn laugardaginn 4. mars kl. 16 – 18
Staðsetning: Nýheimum Litlubrú 3

3. Íbúafundur á Djúpavogi sunnudaginn 5. mars kl. 11 – 13
Staðsetning: Hótel Framtíð. Súpa og brauð í boði.

Fundirnir standa yfir í um 2 klukkustundir hver. Dagskráin er svohljóðandi:

1. Stutt erindi fulltrúa viðkomandi sveitarfélags um ástæður þess að farið sé í þessa vinnu
2. Kynning á sviðsmyndum um framtíð sveitarfélaganna
3. Yfirferð með íbúum um framtíðaráherslur þeirra

Sveitarstjórnir sveitarfélaganna þriggja hvetja alla íbúa til þess að mæta á þessa íbúafundi til þess að kynna sér sviðsmyndir um framtíð sveitarfélaganna. Þátttaka íbúa í þessari vinnu skiptir miklu máli.

Með von um góða þátttöku,

jpg

02.03.2017

Frá félagi eldri borgara

Fundur verður haldinn í félagi eldri borgara föstudaginn 3. mars kl. 14:00 í félagsmiðstöð eldri borgara, Markarlandi 2.

Nýir félagar velkomnir.

Stjórnin

01.03.2017

Bóndavarðan - Hammondblað - skilafrestur á efni og auglýsingum er til 17.mars...

Næsta blað Bóndavörðunnar kemur út fimmtudaginn 6. apríl nk.

Skilafrestur á efni og auglýsingum í Bóndavörðuna er 17. mars nk. 

Þeir sem eru áhugasamir um að koma sínu efni eða auglýsingum á framfæri, eru beðnir um að senda upplýsingar til ferða- og menningarmálafulltrúa á netfangið bryndis@djupivogur.is

Hlakka til að heyra frá ykkur,

Kveðja,

Ferða- og menningarmálafullrú

01.03.2017