Djúpivogur
A A

Fréttir

Þorrablót Djúpavogshrepps 2017

Þorrablót Djúpavogs verður haldið laugardaginn 4.febrúar nk. 

Sjá auglýsingu með því að smella hér: 

25.01.2017

Bóndadagur 2017

Bóndadagurinn í dag og voru pabbar, afar, bræður,  og frændur boðnir í morgunkaffi í leikskólanum.  Eldri börnin gerðu boðskort og fóru með heim.  Í morgun var notaleg stund þegar pabbar, afar, frændur og vinir kíktu við og fengu sér kaffi og nokkrir fengu sér hafragraut með barninu sínu. 

Eftir að gestirnir héldu til sinna starfa var aðeins farið að leika áður en ballið byrjaði.  Á þorrablótum er alltaf dansað og varð hókí pókí og fleiri dansar fyrir valinu. 

Eftir ballið var aftur farið að leika sér í smá stund fyrir hádegismatinn.  En auðvitað var boðið upp á hefðbundin íslenskan þorramat og voru börnin dugleg að smakka framandi matinn þó flestir hafi borðað best af hangikjötinu og harðfisknum.  Þess má geta að við fengum rófur í rófustöppuna frá Lindarbrekku, síldin var frá Ósnes og rúgbrauðið var bakað í leikskólanum enda var þetta alveg einstaklega bragðgott. 

Morgunkaffi í leikskólanum

Strákahópurinn að dansa

Girnilegur þorramatur

Fleiri myndir af bóndadegi hér

Fleiri myndir af þorrablóti hér

ÞS

 

Þorrahlaðborð Við Voginn

Þorrahlaðborð í hádeginu á Bóndadaginn, föstudaginn 20. janúar næstkomandi.

Á boðstólnum verða:

Lifrapylsa súr
Lifrapylsa soðin
Lundabaggar
Súrir hrútspungar
Súr hvalur
Hákarl
Sviðasulta
Harðfiskur
Köld svið
Hangikjöt kalt
Sílarhlaðborð
Villibráðapaté
Rúgbrauð, flatbrauð, rófustappa, uppstúfur og kartöflur ásamt öðru meðlæti.

Verð: 2.800 krónur á manninn.

Starfsfólk Við Voginn

 

18.01.2017

Vöfflukaffi í Tryggvabúð

Það er alltaf jafn notalegt að fá sér nýbakaða vöfflu með öllu tilheyrandi og því viljum við minna á vöfflukaffi í Tryggvabúð, alltaf á miðvikudögum milli 15:00 og 16:00

Verðið eru litlar 500 krónur. 

Allir hjartanlega velkomnir.

Forstöðukonur í Tryggvabúð

17.01.2017

Starfsmaður óskast á leikskólann Bjarkatún

Starfsmaður óskast í fasta afleysingu í leikskólann Bjarkatún í 50% stöðu frá 1. febrúar, vinnutími samkvæmt samkomulagi.

Umsóknarfrestur er til 27. janúar.

Laun eru skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við launanefnd sveitarfélaga.

Allar nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í s. 470-8720 – umsóknir sendist á netfangið bjarkatun@djupivogur.is eða sendist á skrifstofu leikskólastjóra að Hammersminni 15, 765 – Djúpivogur.

Guðrún S. Sigurðardóttir
Leikskólastjóri

17.01.2017

Sveitarstjórn: Fundargerð 12.01.2017

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

16.01.2017

Meirapróf á Djúpavogi

Til stendur að halda námskeið til aukinna ökuréttinda á Djúpavogi ef næg þátttaka fæst.

Upplýsingar og skráning í síma 893-3652 eða pall@egilsstadir.is eigi síðar en 30. janúar 2017.

ÓB

16.01.2017

Félag eldri borgara auglýsir

Fundur verður haldinn í Félagi eldri borgara á Djúpavogi föstudaginn 13.janúar kl. 14:00. Fundarstaður er Tryggvabúð.

Félag eldri borgara

BR

12.01.2017

Sveitarstjórn: Fundarboð 12.01.2017

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 12.01.2017
30. fundur 2010-2014

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 12. janúar 2017 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.
Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

2. Fundargerðir

a) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 7. desember 2016.
b) Félagsmálanefnd, dags. 14. desember 2016.
c) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. desember 2016.
d) Stjórn Austurbrúar, dags. 20. desember 2016.
e) Hafnarnefnd, dags. 29. desember 2016.
f) Stjórn SSA, dags. 3. janúar 2017.

3. Erindi og bréf

a) Björgunarsveitin Bára, styrkbeiðni, dags. 9. desember 2016.
b) Vegagerðin, vegna niðurfellingar Starmýrarvegar nr. 9695-01, af vegaskrá, dags. 12. desember 2016.
c) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Breyting á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 vegna breyttra landnota á Bragðavöllum, dags. 28. desember 2016.
d) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Breyting á legu Hringvegar nærri bæjarstæði Teigarhorns og fyrir Eyfreyjunesvík, dags. 28. desember 2016.
e) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Breyting á deiliskipulagi á jörðinni Starmýri II, dags. 28. desember 2016.
f) Hafrannsóknastofnun, Umsögn um breytingar á aðalskipulagi Djúpavogshrepps, færsla hringvegar við Teigarhorn og breytingar á landnotkun á Bragðavöllum, dags. 29. desember 2016.
g) Skógræktin, umsögn vegna breytinga á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020, í landi Teigarhorns og Eyfreyjuness, dags. 3. janúar 2017.
h) Skúli H. Benediktsson, Ábending varðandi færlsu hringvegar við Teigarhorn, dags. 4. janúar 2017.
i) Byggingarfulltrúi Djúpavogshrepps, byggingarleyfi – Blábjörg, dags. 4. janúar 2017.
j) Minjavörður Austurlands, Teigarhorn, Djúpavogshreppur – tillaga að aðalskipulagsbreytingu, dags. 6. janúar 2017.
k) Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Áætlun um að skipta út dekkjakurli á leik- og íþróttavöllum, dags. 9. janúar 2017.
l) Vegagerðin, umsögn vegna breytinga á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020, dags. 9. janúar 2017.

4. Samþykkt um fiðurfé
5. Reglur um sérstakan húsnæðisstyrk
6. Samstarfssamningur um endurheimt votlendis
7. Samningur við byggingarfulltrúa
8. Allt að 5.000 tonna framleiðsla á laxi í Berufirði á vegum Laxa fiskeldis – Ákvörðun um matsáætlun
9. Skýrsla sveitarstjóra

Djúpavogi 9. janúar 2017
Sveitarstjóri

09.01.2017

Þrettándagleðin 2017

Þrettándagleðin í Djúpavogshreppi verður haldin föstudaginn 6. janúar kl. 17:00.

Skrúðgangan mun leggja af stað frá nýju kirkjunni á slaginu 17:00. Við ætlum að ganga upp Borgarlandið og þaðan gömlu þjóðleiðina inn í gegnum Olnbogann að brennunni hjá Hermannastekkum. Lögregla og björgunarsveit munu standa heiðursvörð á gatnamótunum við kirkjuna og aftur uppi við vegamótin hjá brennunni. Álfadrottningar og kóngar munu leiða gönguna.

Á Hermannastekkum verður kveikt í brennunni og sungið auk þess sem flugeldasýning verður í boði Björgunarsveitarinnar Báru.

Við hvetjum ykkur til að mæta með ljós, söngröddina og góða skapið.

Viðburðurinn á Facebook.

Að gefnu tilefni viljum við hvetja ykkur til að fara varlega með flugelda og þá sér í lagi neyðarblys, þar sem nú er mjög þurrt og hættan á sinubruna mjög mikil.

5. bekkur og foreldrar

 

 

 

 

06.01.2017

Áminning frá Djúpavogshreppi vegna nýrra reglna um húsaleigubætur

Um áramótin tóku nýjar reglur um húsaleigubætur gildi. Djúpavogshreppur veitir þá ekki lengur almennar húsaleigubætur til leigjanda. Í staðinn koma reglur um sérstakan húsnæðisstuðning sem sveitarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum.

Með samþykkt Alþingis í júní 2016 á lögum um um húsaleigubætur nr. 75/2016 voru almennar húsaleigubætur aflagðar en í þeirra stað koma húsaleigubætur sem Vinnumálastofnun afgreiðir. 

Leiðbeiningar um húsnæðisbætur
Upplýsingar um húsnæðisbætur


Allar nánari upplýsingar eru á www.husbot.is

Sveitarstjóri

05.01.2017

Styrkir til meistaranema

Samband íslenskra sveitarfélaga veitir nú í annað sinn allt að þremur meistaranemum styrki til að vinna lokaverkefni á sviði sveitarstjórnarmála sem tengjast stefnumörkun sambandsins 2014-2018. Til úthlutunar er að þessu sinni allt að 750.000 krónur og stefnt er að því að veita þrjá styrki.

Rafrænt umsóknarform, verklagsreglur vegna úthlutunar, Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014-2018, áhersluþættir við styrkveitingar til meistaranema 2017 og Starfsáætlun sambandsins árið 2017 er að finna á vef sambandsins, www.samband.is.

Í umsókn skal meðal annars koma fram greinargóð lýsing á verkefninu, markmiðum þess og hvernig það styður við stefnumörkun sambandsins. Heimilt er að tilgreina verkefni þó svo að þau séu ekki í skjali yfir áhersluþætti við styrkveitingar 2017 en verkefnið verður þó að eiga góða skírskotun til stefnumörkunarinnar.

Nánari upplýsingar veitir Valur Rafn Halldórsson.
Netfang: valur@samband.is
Sími: 515-4915

Umsóknafrestur er til miðnættis 1. febrúar 2017.

05.01.2017

Úthlutun styrkja til innviða fyrir rafbíla

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur staðfest tillögur ráðgjafanefndar Orkusjóðs um veitingu styrkja til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla. Verkefnið er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum sem sett var fram í tengslum við 21. fund aðildarríkja loftslagssamningsins í París (COP21). Miðar verkefnið að því að gert verði átak í að efla innviði fyrir rafbíla á landsvísu til að tryggja aðgengi sem flestra landsmanna að loftslagsvænum samgöngumáta.

Orkusjóði var falið að auglýsa styrkina og gera tillögur til ráðherra um úthlutun til einstakra verkefna. Alls bárust 33 umsóknir, samtals að upphæð kr. 887 m.kr. Til ráðstöfunar voru 67 m.kr. á ári í þrjú ár (2016 – 2018), eða samtals 201 m.kr.

Samkvæmt tillögum ráðgjafarnefndar Orkusjóðs, sem ráðherra hefur staðfest, hljóta 16 verkefni styrk, samtals að fjárhæð 201 m.kr. Með þessum verkefnum verður hægt á næstu tveimur árum að byggja upp heildstætt net hleðslustöðva fyrir flesta landsmenn og þannig stigið stórt skref í rafbílavæðingu Íslands. Er þar bæði um hraðhleðslustöðvar og hefðbundnar hleðslustöðvar að ræða, samtals 42 hraðhleðslustöðvar og 63 hefðbundnar stöðvar. Í dag eru 13 hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla á landinu. Verkefnið nær því til 105 nýrra hleðslustöðva sem byggðar verða upp á tímabilinu. Dreifing stöðvanna sést á neðangreindri mynd.

Þessir styrkir til innviða senda sterk skilaboð um að hafin er stórfelld og markviss uppbygging innviða fyrir rafbíla sem mun m.a. auka til muna möguleika á ferðum út fyrir höfuðborgarsvæðið. Með verkefninu verður net hleðslustöðva jafnt og þétt aukið á landsvísu á næstu árum. Hlutverk ríkisins með þessu verkefni er að styðja við og flýta fyrir þeirri þróun sem þegar er hafin að einhverju marki, sérstaklega á þeim svæðum landsins þar sem markaðslegar forsendur eru ekki enn til staðar. Eins og fram kom í auglýsingu styrkjanna er um fjárfestingarstyrki að ræða og er eitt af skilyrðum styrkveitinga að rekstur viðkomandi innviða verði tryggður í a.m.k. 3 ár.

05.01.2017

Félagvist í Löngubúð

Félagsvistin hefst aftur á föstudaginn 6. janúar kl. 20:30 og verður svo haldin næst 13.janúar og þar á eftir 20.janúar.

Það er félag eldri borgara sem sér um spilavistina að þessu sinni og hefst hún kl. 20:30 öll kvöldin.

Allir velkomnir

Langabúð og Félag eldri borgara á Djúpavogi.

BR

04.01.2017