Fréttir
Áramótabrennan 2017
Kveikt verður í áramótabrennunni inni við Rakkaberg þann 31. desember kl. 17:00. Fólk er hvatt til að koma gangandi til brennunnar.
Björgunarsveitin Bára sér um stórbrotna flugeldasýningu og Umf. Neisti sér um að kveikja upp í brennunni og halda henni á lífi.
Sveitarstjóri
Jólakveðja frá skrifstofu Djúpavogshrepps
Starfsfólk skrifstofu Djúpavogshrepps reimaði á sig dansskóna fyrr á árinu til að taka upp jólakveðjuna sem við sendum frá okkur þessi jólin.
Gamlir og nýir starfsmenn (Erla og Bryndís) voru að sjálfsögðu með og útkoman varð þessi.
Njótið vel.
Starfsfólk skrifstofu Djúpavogshrepps
Þorláksmessa í versluninni Við Voginn
Skötuhlaðborð
Í hádeginu 23. desember
Skata * Saltfiskur * Kartöflur* Rófur * Rúgbrauð *Flatbrauð * Smjör * Kaffi * konfekt
2300 isk fullorðnir * 12 ára og yngri 1500 kr
Þorláksmessukvöld
Kalli og Kristján koma saman og spila nokkra gamla góða Þörungaslagara – EKKI MISSA AF ÞESSU!
Fjörið hefst kl. 21:00 – opið til kl. 23:00
Allskonar jólaleg jólabjóra tilboð
Opnunartími ÍÞMD um hátíðarnar
Opnunartími Íþróttamiðstöðvar til áramóta verður sem hér segir.
23. des opið (11:00 - 15:00)
24. des lokað
25. des lokað
26. des lokað
27. des opið
28. des opið
29. des opið
30. des opið
31. des lokað
1. jan lokað
Gleðileg jól og takk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða
Starfsfólk ÍÞMD
Helgihald um jól
Aðfangadagskvöld kl. 18:00, aftansöngur í Djúpavogskirkju
Annar dagur jóla, 26. desember. Kl. 17:00 (ath. breyttan tíma). Hátíðarguðsþjónusta í Hofskirkju í Álftafirði.
Verum öll hjartanlega velkomin,
Sóknarprestur
Opnunartími Við Voginn yfir hátíðarnar
Sjá meðfylgjandi opnunartíma verslunarinnar Við Voginn yfir hátíðarnar.
ÓB
Hleðslustöð fyrir rafbíla opnuð á Djúpavogi
Miðvikudaginn 13. desember opnaði Orka náttúrunnar hleðslustöð fyrir rafbíla á Djúpavogi. Hlaðan þjónar mörgum tegundum rafbíla og er hvorttveggja búin hraðhleðslu og hefbundinni hleðslu.
Hleðslustöðin er staðsett við verslunina Við Voginn.
Í smáforritinu ON Hleðsla, sem hægt er að sækja í Play Store eða App Store sjá rafbílaeigendur hvar hlöður ON er að finna, stystu leið að þeim, hvaða tengjum þær eru búnar og hvort þær eru uppteknar eða hvort viðhald stendur yfir.
Það var Ólöf Rún Stefánsdottir, rafbílaeigandi á Djúpavogi sem var fyrst til að hlaða bílinn sinn við opnun hleðslustöðvarinnar.
ÓB
Sveitarstjórn: Fundargerð 14.12.2017
Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.
ÓB
Við Voginn auglýsir - lokað vegna starfsmannaferðar
Athugið á morgun laugardaginn 16. desember lokar Við Voginn kl. 16:00 vegna starfsmannaferðar.
Við ætlum að opna aftur á sunnudaginn 17. Desember kl. 13:00.
Góða helgi!!
Starfsfólk Við Voginn
Athugið á morgun laugardaginn 16. desember lokar Við Voginn kl. 16:00 vegna starfsmannaferðar.
Við ætlum að opna aftur á sunnudaginn 17. Desember kl. 13:00.
Góða helgi!!
Jólatréssala Skógræktarfélags Djúpavogs
Sunnudaginn 17. desember 2017, frá kl. 13:00 – 14:00 verða seld jólatré úr skógræktinni.
Farið er upp afleggjarann við kirkjugarðinn og fólk getur valið sér tré.
Félagar skógræktarfélagsins verða á staðnum og saga fyrir fólk. Verð kr. 3.000.-
Skógræktarfélags Djúpavogs
Ilmur af jólum með Heru Björk í Djúpavogskirkju
Tónleikarnir “ILMUR AF JÓLUM" verða nú haldnir í fyrsta sinn á landsbyggðinni og við heimsækjum DJÚPAVOG föstudaginn 15. desember.
HERA BJÖRK leiðir okkur inn í jólahátíðina ásamt GÓÐUM GESTUM ÚR HEIMABYGGÐ. Með í för verða eðalmennin BJÖRN THORODDSEN gítarleikari og ÁSTVALDUR TRAUSTASON píanóleikari.
Sérstakur gestur er BARNAKÓR DJÚPAVOGS :)
Einstakir & hátíðlegir tónleikar sem hjálpa þèr & þínum að komast í hina einu sönnu jólastemningu.
Hlakka til að sjá ykkur :)
Kærleikskveðja,
Hera Björk
Viðvera ferða- og menningarmálafulltrúa í Geysi
Ferða- og menningarmálafulltrúi verður með viðveru á skrifstofu Djúpavogshrepps 21. og 22. desember frá kl. 9:00 - 12:00.
Þá verður ferða- og menningarmálafulltrúi einnig með viðveru í Geysi á nýju ári, þann 2. og 3.janúar 2018.
Hægt er að óska eftir fundi með því að senda póst á netfangið bryndis@djupivogur.is eða í síma 868-4682.
Ferða- og menningarmálafulltrúi
BR
Upplestur úr nýjum bókum
Lesið verður úr nýjum bókum í Tryggvabúð sunnudagskvöldið 17. desember.
Upplestur hefst kl. 20.30
Heitt á könnunni.
Allir velkomnir.
Félag eldri borgara
Myndasýning í Tryggvabúð
Næsta myndasýning í Tryggvabúð fer fram miðvikudaginn 13. desember kl. 17:00.
Allir hjartanlega velkomnir.
ÓB
Úthlutun hreindýraarðs 2017
Drög að úthlutun hreindýraarðs fyrir árið 2017 á ágangssvæði/jarðir í sveitarfélaginu liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins til 15. desember.
Það er jafnframt sá frestur sem gefinn er til að gera skriflegar athugasemdir sem skulu sendast til:
Skrifstofa Umhverfisstofnunar
Tjarnarbraut 39A
Pósthólf 174
700 Egilsstaðir
Sveitarstjóri
Sveitarstjórn: Fundarboð 14.12.2017
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 14.12.2017
40. fundur 2014-2018
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 14. desember 2017 kl. 16:00.
Fundarstaður: Geysir.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021; fjárhagsleg málefni, málefni
stofnana o. fl.
2. Fundargerðir
a) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 4. september 2017.
b) Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 30. október 2017.
c) Félagsmálanefnd, dags. 14. nóvember 2017.
d) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 24. nóvember 2017.
e) Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 27. nóvember 2017.
f) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 1. desember 2017.
g) Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 6. desember 2017.
h) Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 6. desember 2017.
i) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 6. desember 2017.
j) Stjórn SvAust, dags. 6. desember 2017.
k) Opnun tilboða vegna Löngubúðar, dags. 11. desember 2017.
l) Stofnfundur Hitaveitu Djúpavogshrepps ehf., dags. 11. desember 2017.
3. Erindi og bréf
a) Minjastofnun, Teigarhorn, svör við athugasemdum, dags. 14. nóvember 2017.
b) Björgunarsveitinn Bára, styrkbeiðni, dags. 14. nóvember 2017.
c) Berunes Strandlíf ehf., kynningarbréf, dags. 16. nóvember 2017.
d) Berunes Strandlíf ehf., Frummatsskýrsla FA og starfsemi ferðaþjónustunnar Berunes Strandlífs ehf.
e) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, umsögn um deiliskipulag í Hamarsseli, dags. 17. nóvember 2017.
f) Snorraverkefnið, styrkbeiðni, dags. 20. nóvember 2017.
g) Aflið, styrkbeiðni, dags. 20. nóvember 2017.
h) Atvinnuvegaráðuneytið, byggðakvóti, dags. 21. nóvember 2017.
i) Hótel Framtíð, fyrirspurn v. upplýsingamiðstöðvar, dags. 27. nóvember 2017.
j) Umhverfisstofnun, v. Hamarssels, dags. 27. nóvember 2017.
k) Öryrkjabandalagið, málefni fatlaðra, dags. 29. nóvember 2017.
l) Samband ísl. sveitarf., málefni miðhálendisins, dags. 30. nóvember 2017.
m) Samband ísl. sveitarf., Í skugga valdsins, dags. 30. nóvember 2017.
n) Minjastofnun, v. Hamarssels, dags. 4. desember 2017.
o) Samband ísl. sveitarf., endurheimt votlendis, dags. 4. desember 2017.
p) Katrin Mathis, v. íþróttaskóla, ódags.
4. Húsreglur vegna íbúða í eigu Djúpavogshrepps
5. Skipulags- og byggingamál
6. Skýrsla sveitarstjóra
Djúpavogi 11. desember 2017
Sveitarstjóri
Leikskólinn Bjarkatún: Kennari / leiðbeinandi óskast
Kennari / leiðbeinandi óskast í leikskólann Bjarkatún í 100% starf annars vegar og í 50% starf eftir hádegi hins vegar.
Umsóknarfrestur er til 18. desember 2017 en æskilegt er að starfsmaðurinn geti hafið störf 2. janúar 2018.
Laun eru skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við launanefnd sveitarfélaga.
Allar nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 470-8720. Umsóknir sendist á netfangið bjarkatun@djupivogur.is eða sendist á skrifstofu leikskólastjóra að Hammersminni 15B, 765 Djúpivogur.
Guðrún S Sigurðardóttir
leikskólastjóri
Frá Djúpavogskirkju
Aðventuhátíð sunnudaginn 10. des. kl. 17.00 í Djúpavogskirkju.
Kirkjukórinn syngur aðventu-og jólalög.
Kórstjóri og undirleikari: Guðlaug Hestnes
Einsöngur: Berglind Einarsdóttir
Fjölbreytt dagskrá, helgileikir barna og fleira.
Verum öll hjartanlega velkomin og njótum saman góðrar stundar,
sóknarprestur
Auður Austurlands
Tengslanet austfirskra kvenna stendur fyrir málstofunni Auður Austurlands, um stöðu og tækifæri kvenna á Austurlandi
Málstofan verður haldin 7. desember kl. 13:00 í Miðvangi 5-7 á Egilsstöðum.
Hvernig aukum við hlut kvenna í forystu og verðmætasköpun á Austurlandi ?
Á Austurlandi er mesti launamunur kynjanna á landinu og of fáar konur gegna stjórnunarstöðum. Hvernig náum við fram auknu jafnrétti í fjórðungnum?
Hvernig fáum við konur til að stíga fram ?
Á málstofunni verður leitað svara við þessum spurningum og staðan greind.
Aðgangur ókeypis, allir velkomnir - Hvetjum konur jafnt sem karla að koma og láta málefnið sig varða.
Nánari upplýsingar og skráningar hér.
TAK
Viðburðir í Djúpavogshreppi í desember
Föstudagur 8. desember
Við Voginn - jólahlaðborð í hádeginu
Sunnudagur 10.desember
Djúpavogskirkja - Aðventuhátíð í Djúpavogskirkju kl. 17:00
Jólaföndur Foreldrafélags Grunnskóla Djúpavogs frá kl. 11:00 - 13:00 á Helgafelli.
Laugardagur 16.desember
Nytjamarkaðurinn Notó, í Bræðslunni opin frá kl. 15:00 - 17:00. Nytjamarkaður Foreldrafélags Grunnskóla Djúpavogs. Markaðurinn er í Bræðslunni og mælt er með að klæða sig eftir veðri. Heitt kakó/kaffi og piparkökur verður til sölu. Allur ágóði fer til styrktar barna- og unglingastarfs á Djúpavogi
Björgunarsveitin Bára - Hangikjötsveisla í Sambúð frá kl. 18:30 - 21:00
Þriðjudagur 19. desember
Hótel Framtíð - Humarpizza og hreindýraborgari á tilboði frá kl.17:00 til 20:30
Miðvikudagur 20.desember
Hótel Framtíð - Humarpizza og hreindýraborgari á tilboði frá kl.17:00 til 20:30
Fimmtudagur 21.desember
Hótel Framtíð - Humarpizza og hreindýraborgari á tilboði frá kl.17:00 til 20:30
Föstudagur 22. desember
Hótel Framtíð - pizzutilboð frá kl.17:00 til 20:30
Hótel Framtíð - PUB QUIS kl. 21:00 UNGT AUSTURLAND með kynningu á undan.
Laugardagur 23. desember
Við Voginn - skötuveisla í hádeginu
Hótel Framtíð - pizzatilboð frá kl 17:30 til 20:00
Sunnudagur 24. desember, Aðfangadagur
Djúpavogskirkja - Aftansöngur í Djúpavogskirkju kl. 18:00
Þriðjdagur 26. desember
Hofskirkja - hátíðarmessa kl. 15:00
Miðvikudagur 27.desember
Hótel Framtíð - pizzatilboð frá kl 17:30 til 20:00
Fimmtudagur 28. desember
Hótel Framtíð - pizzatilboð frá kl 17:30 til 20:00
Föstudagur 29. desember
Hótel Framtíð - Smakk frá Honduras "A taste from Honduras"
Laugardagur 30. desember
Hótel Framtíð - pizzatilboð frá kl 17:30 til 20:00
Jólamarkaður kvenfélagsins Vöku
Jólamarkaður kvenfélagsins Vöku verður haldinn í Löngubúð föstudaginn 1. desember kl. 18:00-20:00.
Pantanir á söluborðum eru hjá:
Önnu Sigrúnu, sími 893-8399
Þórunnborgu, sími 868-9925
Athugið að panta þarf borð í síðasta lagi 28. nóvember
Vökukonur
Jólamatseðill á Hótel Framtíð
Við munum bjóða upp á þennan girnilega jólamatseðil öll kvöld dagana 29. nóvember - 9. desember 2017 milli kl. 18:00-21:00.
FORRÉTTIR:
SKELFISKSÚPA
Steiktur humar, kræklingur, hörpuskel, möndlur
Kr. 2.090
HREINDÝRA TARTAR
Bökuð rauðrófa, jarðskokkar, perlulaukur, sinneps majó
Kr. 2.210
SALTFISK CEVICHE
Reykt papriku krisp, maukaðir tómatar, basil majó
Kr. 1.980
AÐALRÉTTIR:
FRÖNSK ANDABRINGA
Gulrótarmauk, Pommes Anna (kartöflur), ostrusveppir, rósakál, kirsuberja sósa
Kr. 4.920
AUSTFÍRSKT HREINDÝRASTEIK
Gulrótarmauk, Pommes Anna (kartöflur), ostrusveppir, rósakál, kirsuberja sósa
Kr. 5.480
HUMAR
Hótel Framtíð klassík: Ristaðir í hvítlauksmjöri, ristað brauð, fennel salat
Kr. 5.900
EFTIRRÉTTIR:
SÚKKULAÐI TVENNA
Brennt smjör brownie&hvítt sukkulaði mousse
Kr. 2.090
ÞRJÁR TEGUNDIR ÍS
Dökk súkkulaði, Pekan-Karamellu og lakrís ís
piparköku crumble, rjómi & sósa
Kr. 1.690
RIS A LA MANDLE
Karamella, bakað hvítt súkkulaði, hindber, möndlur
Kr. 1.690
TILBOÐS JÓLAMATSEÐILL HÓTEL FRAMTÍÐ
– – – – –
FORRÉTTIR:
SKELFISKSÚPA
Steiktur humar, kræklingur, hörpuskel, möndlur
HREINDÝRA TARTAR
Bökuð rauðrófa, jarðskokkar, perlulaukur, sinneps majó
SALTFISK CEVICHE
Reykt papriku krisp, maukaðir tómatar, basil majó
– – – – –
AÐALRÉTTUR:
FRÖNSK ANDABRINGA
Gulrótarmauk, Pommes Anna (kartöflur), ostrusveppir, rósakál, kirsuberja sósa
– – – – –
EFTIRRÉTTUR:
SÚKKULAÐI TVENNA
Brennt smjör brownie & hvítt sukkulaði mousse
eða:
ÞRJÁR TEGUNDIR ÍS
Dökk súkkulaði, Pekan-Karamellu og lakrís ís piparköku crumble, rjómi & sósa
eða:
RIS A LA MANDLE
Karamella, bakað hvítt súkkulaði, hindber, möndlur
Þessi matseðill er eingöngu framreiddur fyrir alla við borðið.
Verð 5.900 per mann.
– – – – –
Kryddadur jólaglögg 1.400 kr. (u.þ.b. 2 glös)
Tuborg jólabjór 500 kr.
– – – – –
Borðapantanir í s. 478 88 87 milli 17:00-22:00.
Frá Djúpavogskirkju
Djúpavogskirkja
Messa
1.sunnudag í aðventu
3.des.kl. 14.00
Organisti Guðlaug Hestnes
Börnin kveikja á fyrsta kertinu á aðventukransinum.
Piparkökur, kaffi og djús eftir messu.
sóknarprestur
Tendrun jólatrésins 2017
Ljósin á jólatré Djúpavogshrepps verða tendruð fyrsta sunnudag aðventu, þann 3. desember kl. 17:00, á Bjargstúni.
Heppinn grunnskólanemi er dreginn út til að kveikja jólaljósin. Svo verður sungið og dansað kringum jólatréð.
Mögulegt er að jólasveinar kíki í snemmbúna heimsókn niður í mannabyggð og hafi jafnvel eitthvað með sér í pokahorninu.
Jólatréð er gjöf frá Skógræktarfélagi Djúpavogs.
Ungmennafélagið Neisti og Björgunarsveitin Bára leggja einnig sitt að mörkum til skemmtunarinnar.
Á meðfylgjandi mynd sjást sveitarstjóri og skrifstofustjóri Djúpavogshrepps í skógræktinni þegar verið var að velja og saga niður jólatréð í ár.
Sveitarstjóri
Gauti Jóhannesson og Anna Sigrún Gunnlaugsdóttir
Uppbyggingarsjóður Austurlands - viðvera verkefnastjóra á Djúpavogi í ...
Minnum á viðveru verkefnastjóra Uppbyggingarsjóðs í dag í Djúpinu (Sambúð) frá kl. 15:00-18:00. Þeir sem hafa áhuga á að sækja um í sjóðnum eru hvattir til þess að mæta.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands. Styrkir eru veittir annars vegar til menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefna og hins vegar stofn- og rekstrarstyrkir til menningarmála.
Styrkveitingar miðast við árið 2018, og verður það eina úthlutun ársins. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þann 11. desember 2017. Opnað verður fyrir umsóknir úr Uppbyggingarsjóði Austurlands á rafrænni upplýsingagátt á heimasíðu Austurbrúar fimmtudaginn 9. nóvember, www.austurbru.is, og þaðan fara umsækjendur í gegnum innskráningu hjá Hagstofu Íslands með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.
Frekari upplýsingar um umsóknarferlið, úthlutunarreglur 2018, Sóknaráætlun Austurlands og fleira er að finna á þessari heimasíðu en auk þess er hægt að hafa samband við starfsstöðvar Austurbrúar í síma 470 3800 eða verkefnastjóra Uppbyggingarsjóðs, Signýju Ormarsdóttur.
Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Austurlands hefur ákveðið að horfa til verkefna sem tengjast aldarafmæli fullveldis Íslands 2018 og munu þau fá aukastig við mat og samanburð á umsóknum. Boðið verður upp á vinnustofur og viðveru á vegum Austurbrúar þar sem veitt verður ráðgjöf við gerð umsókna.
Viðvera verkefnastjóra Uppbyggingarsjóðs, Signýjar Ormarsdóttur verður á eftirfarandi stöðum:
Vopnafjörður 16. nóvember kl. 14:00 – 18:00 í Kaupvangi
Stöðvarfirði 17. nóvember kl. 15:00 – 17:00 í Sköpunarmiðstöðinni
Breiðdalsvík 22. nóvember kl. 15:00 – 18:00 á skrifstofu Breiðdalshrepps
Borgarfjörður eystri 24. nóvember kl. 10:00 – 13:00 á sveitarstjórnarskrifstofunni
Vinnustofur á starfsstöðvum Austurbrúar þar sem hægt verður að fá aðstoð við gerð umsókna:
Djúpivogur 27. nóvember kl. 15:00 – 18:00 í Djúpinu (Sambúð)
Neskaupstað 28. nóvember kl. 15:00 – 18:00 í Kreml
Seyðisfjörður 29. nóvember kl. 15:00 – 18:00 í Silfurhöllinni
Egilsstaðir 1. desember kl. 15:00 – 18:00 á Vonarlandi
ATH. Kynning á umsóknarferlinu verður frá kl. 15:00 – 16:00 í Djúpinu og aðstoðað verður með umsóknir eftir það.
Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig á vinnustofurnar og viðveru fyrirfram með því að senda póst á signy@austurbru.is a.m.k. tveim dögum fyrir skráða dagsetningu.