Djúpivogur
A A

Fréttir

Myndir frá tendrun jólatrésins 2016

Það var fátt í veðurfarinu sem minnti á að aðventan væri gengin í garð, þegar íbúar Djúpavogshrepps komu saman til að kveikja á ljósunum á jólatrénu, sunnudaginn 27. nóvember. Sex stiga hiti og suðvestan-átt, frekar hvöss og blaut framan af degi en hafði vit á því að draga sig í hlé stuttu áður en athöfnin fór fram.

Það var að venju fjölmenni sem kom saman við þessa skemmtilegu stund sem fór á allan hátt fram samkvæmt venju, enda reynist það oft best. Ellý Þórisdóttir var dregin úr hópi nemenda 1.-5. bekkjar í grunnskólanum til að ýta á takkann góða sem tendraði ljósin, tvöföld röð dansaði og söng í kringum jólatréð undir styrkri leiðsögn Kristjáns Ingimarssonar. Jólasveinar, þrír talsins, litu við og fóru mikinn en gáfu sér að sjálfsögðu tíma til að ræða við börnin og gefa þeim mandarínur, auk þess að taka lagið dansa í kringum jólatréð.

Annars er sem fyrr best að láta myndirnar tala sínu máli.

ÓB

29.11.2016

Risa-sundhelgi á Djúpavogi: æfingabúðir og bikarmót

Sunnudaginn 27. nóvember fer fram hið árlega Bikarmót UÍA í sundi. Mótið verður haldið í sundlauginni á Djúpavogi. Íþróttamiðstöðin opnar kl 09:00 og mót hefst kl 10:00. Mótsslit eru áætluð kl 15:00.

Neisti ætlar samhliða Bikarmótinu að bjóða upp á æfingabúðir í sundi. Þær fara fram laugardeginum fyrir (26. nóvember) og verða í umsjón Inga Þórs Ágústssonar. Ingi Þór er þaulvanur og margreyndur sundgarpur. Hann sá um þessar sömu æfingabúðir á Bikarmótinu í fyrra.

ÓB

 

 

 

 

21.11.2016

Málþing fyrir ferðaþjónustuna

Ferðamálasamtök Austurlands og Austurbrú standa fyrir málþingi fyrir ferðaþjónustuna á Austurlandi miðvikudaginn 23. nóvember. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá þar sem áhersla verður lögð á að horfa til framtíðar, vöruþróun á svæðinu, markaðssetningu, frumkvöðlafræðslu og margt fleira.

Dagskráin hefst kl. 9:30 í Végarði, Fljótsdal, og lýkur kl. 17:00.

Sjá nánar í auglýsingu hér að neðan.

ÓB

 

 

 

 

21.11.2016

Djúpavogsskóli auglýsir stöður við tónskóla og tónmenntakennslu

Áralöng hefð er fyrir metnaðarfullri tónlistarkennslu við Tónskóla Djúpavogs.  Sl. hafa hefur hærra hlutfall nemenda útskrifast með grunnpróf úr skólanum, en á landsvísu.  Einn nemandi útskrifaðist með miðpróf sl. vor.  Tónlistarlíf á Djúpavogi er frábært.  Í grunnskólanum hafa tónlistarkennarar tónskólans komið að kennslu við samsöng tvisvar í viku og séð um tónmenntarkennslu í yngri bekkjum.  Grunn- og tónskólinn hafa sameinast um stóra árshátíð ár hvert þar sem söngur og tónlist hafa spilað stórt hlutverk.  Tónskólinn hefur staðið fyrir jóla- og vortónleikum, séð um undirspil á litlu jólunum og við ýmis tækifæri.  Stærsta verkefni tónskólans sl. ár hefur verið Músik Festival eldri nemenda sem hefur verið í einu orði sagt frábær skemmtun.

Nú vantar okkur deildarstjóra og kennara við tónskólann.  Deildarstjórastaðan er 100% starf.  Þá vantar kennara í 50% starf við tónskólann og eftir áramót vantar tónmenntakennara við grunnskólann til að sjá um samsönginn og tónmenntakennsluna, sem gerir ca. 20% starf. 

Þá vil ég einnig vekja athygli á því að það vantar organista við Djúpavogskirkju (sjá auglýsingu á heimasíðu sveitarfélagins).

Saman gætu þetta verið um tvö stöðugildi, fullkomin störf fyrir par sem hefði áhuga á að vinna í litlum, dásamlegum skóla í yndislegu litlu þorpi þar sem nóg er að gera og verkefnin óþrjótandi.  Mannlífið er mjög fjölbreytt, náttúran stórkostleg og þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem langar að prófa eitthvað nýtt eða láta gamla drauma rætast.

Djúpavogsskóli er lítill en vaxandi skóli.  Kennsla fer fram á þremur starfsstöðvum, grunnskóla með um 70 nemendur, leikskóla með tæplega 40 nemendur og tónskóla.  Mikið og gott samstarf er á milli allra skólastiga. Einnig er mjög gott samstarf við Umf. Neista en yfir 90% nemenda grunnskólans stunda æfingar hjá ungmennafélaginu og taka þær við strax að loknu skólastarfinu. 

Í Djúpavogsskóla er lögð mikil áhersla á umhverfismennt og átthagafræði og stendur nú yfir innleiðing á því að gera Djúpavogsskóla að Cittaslow skóla en Djúpavogshreppur varð aðili að Cittaslow hreyfingunni árið 2013.

Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir veitir nánari upplýsingar á skolastjori@djupivogur.is eða í síma 470-8713.

Laun eru skv. kjarasamningum.  Umsjóknareyðublöð má finna á heimasíðu grunnskólans.

Skólastjóri

Jólakransagerð

Væri ekki gaman að koma saman og eiga góða stund og gera krans saman? Hlusta á hljóm jólana meðan ilmur af heitu jólaglöggi leikur um vitin.

Við ætlum að hittast í Tryggvabúð föstudaginn 25. nóvember kl. 17:00 og gera saman jólakransa.

Kostnaður verður 2.000 kr. á mann.

Eina sem þú hefur með þér er hringurinn fyrir kransin, bakki eða bara mandarínukassin og auðvita góða jólaskapið. Mikilvægt er að skrá sig til að vita fjöldan svo ég kaupi ekki of lítið eða sitji uppi með margra ára birðir af kransaefni.

Skráning er hjá Auju í síma 8495763 eða á netfangið hvannabrekka@simnet.is

Hér er tengill á viðburðinn á Facebook, þar sem hægt verður að nálgast frekari upplýsingar.

Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir

18.11.2016

Sveitarstjórn: Fundargerð 17.11.2016

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

18.11.2016

Djúpavogshreppur auglýsir: Félagsleg íbúð, laus til umsóknar

Neðangreind íbúð er laus til umsóknar hjá Djúpavogshreppi:

Staðsetning: Borgarland 38
Byggingarár: 1990
Herbergi: 3
Stærð: 109,6 m2
Leiga: U.þ.b. 80.000 á mánuði (vísitölutengt) + hiti og rafmagn
Laus (u.þ.b.): 1. desember 2016

Umsóknarfrestur er til kl. 15:00, föstudaginn 25. nóvember 2016.

Upplýsingar og eyðublöð fást á skrifstofu Djúpavogshrepps.

Eyðublöð fást einnig hér á heimasíðu Djúpavogshrepps undir Stjórnsýsla-Eyðublöð

Sveitarstjóri

18.11.2016

Jólabingó Neista

Jólabingó Neista fer fram sunnudaginn 20. nóvember á Hótel Framtíð. Við hvetjum alla bæjarbúa til þess að koma saman og taka þátt. Þetta verður frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa.

Krakkabingó kl. 15:00 - 17:00
Fullorðinsbingó kl 20:00 - 22:00

1X spjald = 600 kr.
2X spjöld = 1.000 kr.
3X spjöld = 1.300 kr.

Frábærir vinningar í boði!

UMF. Neisti

17.11.2016

Kynningarfundur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Kynningarfundur Nýsköpunarmiðstöðar Íslands í Djúpavogshreppi verður haldinn 23. nóvember kl. 16:00 - 18:00 í Havarí á Karlsstöðum, Djúpavogi

Léttar veitingar á meðan kynningu stendur.

Dagskrá:
16:00: Nýsköpunarmiðstöð Íslands kynnir starfsemi sína
- Berglind Häsler bóndi, matvælaframleiðandi og tónlistarmaður, Karlsstöðum Djúpavogi býður gesti velkomna. 
- Katrín Jónsdóttir verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Djúpavogi segir frá öllum þeim fjölbreyttu verkefnum sem hún sinnir víða um Austurland. 
- Sigurður Steingrímsson verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Akureyri um Nýsköpun í starfandi fyrirtækjum. 
- Karl Friðriksson framkvæmdastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands talar um rannsóknartengt en hagnýtt verkefni sem ber heitið Djúpivogur – framtíðar áskoranir 
17:00: Sveitarstjórn kynnir sínar áherslur – Andrés Skúlson heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni Djúpivogur - sterkir innviðir og sóknarfæri

Samræður og spurningar á eftir - Prins Póló og Gréta Mjöll taka nokkur lög og boðið verður upp á léttar veitingar frá Karlsstöðum.
Á meðan kynningunni stendur geta krakkar á aldrinum 6-16 ára farið í matarsmiðju hjá Svavari Pétri bónda á Karlsstöðum og unnið að skemmtilegu nýsköpunarverkefni. Skráning í smiðju á netfangið berglind@havari.is.

17.11.2016

Tónleikafélag Djúpavogs í Djúpavogskirkju

Tónleikafélag Djúpavogs ætlar að halda tónleika í Djúpavogskirkju laugardaginn 19. nóvember kl. 21:00.

Aðgangseyrir kr. 1.500.- Athugið við erum ekki með posa, tökum því eingöngu við peningum.

Allur ágóði tónleikanna rennur í orgelsjóð Djúpavogskirkju.

Frekari upplýsingar á Facebooksíðu Tónleikafélagins og hér er viðburðurinn á Facebook.

Tónleikafélag Djúpavogs

 

 

 

17.11.2016

Bóndavarðan - jólablað - skilafrestur á efni og auglýsingum er til 21....

Við minnum á að skilafrestur á efni og auglýsingum í Bóndavörðuna er 21.nóvember nk. 

Þeir sem eru áhugasamir um að koma sínu efni eða auglýsingum á framfæri beðnir um að senda upplýsingar til ferða- og menningarmálafulltrúa á netfangið bryndis@djupivogur.is

 Hlakka til að heyra frá ykkur,

Kveðja,

Ferða- og menningarmálafullrúi

BR

16.11.2016

Sveitarstjórn: Fundarboð 17.11.2016

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 17.11.2016

28. fundur 2010-2014

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 17. nóvember 2016 kl. 16:00.

Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:  

1.    Fjárhagsleg málefni

a)    Ákvörðun um útsvarsprósentu 2017.

b)    Gjaldskrár 2017.

c)    Eignabreytingar og framkvæmdir 2017.

d)    Styrkbeiðnir, samningsbundnar greiðslur o.fl. v. ársins 2017.

e)    Drög að rekstrarútkomu Djúpavogshrepps 2016.

f)     Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2017. Fyrri umræða

 

2.    Fundargerðir

a)    Stjórn SSA, 20. september 2016.

b)   Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 23. september 2016.

c)    Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 23. september 2016.

d)   Stjórn Héraðsskjalasafnsins, dags. 26. september 2016.

e)    Stjórn SSA,  dags. 6. október 2016.

f)    Stjórn Hafnasambandsins, dags. 12. október 2016.

g)    Stjórn Brunavarna á Austurlandi, dags. 14. október 2016.

h)   Aðalfundur Kvennasmiðjunnar ehf, dags. 17. október 2016.

i)     Félagsmálanefnd, dags. 19. október 2016.

j)     Stjórn Austurbrúar, dags. 25. október 2016.

k)   Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 26. október 2016.

l)     Stjórn Sambands. ísl. sveitarfélaga, dags. 28. október 2016.

m)  Stjórn SSA, dags. 1. nóvember 2016.

n)   Aðalfundur Heilbrigðisnefndar Austurlands, dags. 2. nóvember 2016.

o)   Aðalfundur Héraðsskjalasafnsins, dags. 3. nóvember 2016.

p)   Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 4. nóvember 2016.

q)   Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 4. nóvember 2016.

r)    Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 4. nóvember 2016.

s)    Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 10. nóvember 2016.

t)     Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 16. nóvember 2016.

 

3.    Erindi og bréf

a)    Stígamót, styrkbeiðni, dags. 10. október 2016.

b)   Skógræktarfélaga Íslands, þakkir til Skógræktarfélags  Djúpavogs og fleiri, dags. 14. október 2016. 

c)    Innanríkisráðuneytið, greiðslur til sveitarfélaga vegna alþingiskosninga 2016, dags. 27. október 2016.

d)   Samband íslenskra sveitarfélaga, undanþágur frá íbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks, dags. 28. október     2016.

e)    Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, umsókn um byggðakvóta 2016/2017, dags. 31. október 2016.

f)    Minjavörður Austurlands, umsögn vegna byggingarrreits, dags. 2. nóvember 2016.

g)    Stjórn Samtaka tónlistarskólastjóra, áskorun, dags. 4. nóvember 2016.

h)    Mannvirkjastofnun, brunavarnaáætlun, dags. 7. nóvember 2016

i)     Austurbrú, Orkuskipti á Austurlandi, dags. 10. nóvember 2016.

j)     Guðrún Guðmundsdóttir, ódagsett, v. Stekkáss.

 

4.    Sameiningarviðræður Djúpavogshrepps, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps

 

5.     Djúpavogsskóli, hönnun skólahúsnæðis

 

6.     Skýrsla sveitarstjóraDjúpavogi 14. nóvember 2016
Sveitarstjóri

15.11.2016

Vinnustofur vegna Uppbyggingarsjóðs Austurlands

Í framhaldi af auglýsingu um styrkumsóknir frá Uppbyggingarsjóði Austurlands viljum við vekja athygli á því að haldnar verða vinnustofur á starfsstöðvum Austurbrúar þar sem hægt verður að fá aðstoð við gerð umsókna.

Tíma- og dagsetningar má sjá hér fyrir neðan:

Reyðarfjörður,               1. desember kl. 15:00 – 18:00 í Fróðleiksmolanum

Djúpivogur,                 5. desember kl. 15:00 – 17:00 í Djúpinu (Sambúð)

Seyðisfjörður,                6. desember kl. 15:00 – 18:00 í Silfurhöllinni

Egilsstaðir,                     8. desember kl. 15:00 – 18:00 á Vonarlandi

Við hvetjum þá sem hafa áhuga á að sækja um í þennan sjóð að nýta sér þessa aðstoð.

Ferða-og menningarmálafulltrúi

BR

14.11.2016

Eigendur hunda og katta athugið

Eigendum hunda og katta er skylt er að láta ormahreinsa dýr sín einu sinni á ári. Ormahreinsun hunda og katta á Djúpavogi haustið 2016 fer fram í áhaldahúsi Djúpavogshrepps miðvikudaginn 16. nóvember kl. 13:00-14:00 og er hún innifalin í leyfisgjaldi skráðra dýra.

Eigendum óskráðra dýra er bent á að nota tækifærið og láta örmerkja þau og bólusetja og ganga síðan frá skráningu á þeim hjá Djúpavogshreppi. Örmerking og bólusetning er á kostnað eiganda.

Mjög mikilvægt er að allir mæti með dýr sín, einkum hundana, vegna frétta af útbreiðslu vöðvasulls, þar sem hundar eru hýslar.

Sveitarstjóri

14.11.2016

Fjármagn til uppbyggingar á nýsköpun og menningu

Við vekjum athygli á auglýsingu frá Uppbyggingarsjóði Austurlands en umsóknarfrestur er til kl. 16.00 þann 15. desember 2016.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja verkefni til menningar- og listuppbyggingar, stofn- og rekstrarstyrki til menningar og nýsköpunar- og atvinnuþróunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands.

Áhugaverð og góð verkefni hafa hlotið styrki úr sjóðnum hingað til og mörg þessara verkefna hafa fengið annað fjármagn eftir að hafa fengið styrk úr Uppbyggingarsjóði sem er oft mikilvægt til þess að verkefnið komist vel af stað. Sjóðurinn er því í mörgum tilfellum fyrsta skrefið við fjármögnun verkefna.

Mikilvægt er að Austfirðingar nýti sé ráðgjöf Austurbrúar sem heldur utan um sjóðinn og skoði möguleika á því að fá styrk fyrir sitt verkefni hjá Uppbyggingarsjóðnum. Vakin er athygli á því að Austurbrú mun standa fyrir vinnustofum í byrjun desember þar sem umsækjendur geta fengið aðstoð við gerð umsókna. Upplýsingar um vinnustofurnar og skráningu á þær má finna á vef Austurbrúar.

Áherslur Sóknaráætlunar að leiðarljósi

Þetta er í þriðja sinn sem veitt er úr Uppbyggingarsjóðnum eftir að gengið var frá samningi um sóknaráætlun 10. febrúar 2015 milli SSA og ríkisins. Áherslur við úthlutun úr sjóðnum munu byggja líkt og áður á áherslum Sóknaráætlunar Austurlands 2015 til 2019 og skv. samningi um Sóknaráætlun.

Uppbyggingarsjóður Austurlands er samkeppnissjóður og sem fyrr mun sjóðurinn að jafnaði ekki styrkja meira en 50% af heildarkostnaði verkefna og líkt áður mun sjóðurinn taka mið af trúverðugleika umsóknar, vaxtarmöguleika verkefnisins, mögulegrar atvinnuuppbyggingar, hvort verkefnið stuðli að vexti mannauðs á Austurlandi, að verkefnið stuðli að framkvæmd sóknaráætlunar og ýti undir samstarf innan Austurlands.

Upplýsingar um sjóðinn, vinnustofur, úthlutunarreglur og Sóknaráætlun Austurlands 2015 til 2019 og fleira má finna á heimasíðu Austurbrúar.

Frekari upplýsingar veitir Signý Ormarsdóttir, verkefnastjóri Uppbyggingarsjóðs Austurlands, í síma 860 2983 // signy (hjá) austurbru.is

Auglýsinguna má sjá með því að smella hér

Ferða- og menningarmálafulltrúi,

BR

 

14.11.2016

Búið að opna veginn milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur

Búið er að opna veginn milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur en aurskriða féll á veginn austan við Núp á Berufjarðarströnd í kvöld. 

Hér að neðan er frétt af sem birtist eftir að skriðan féll mbl.is

ÓB

20 metra breið aurskriða féll yfir þjóðveg 1 í Berufirði á Austfjörðum á áttunda tímanum í kvöld. Vörubíll lenti í skriðunni en ekki er talið að ökumaður hans hafi slasast alvarlega. Vegurinn er lokaður í báðar áttir. Skriðan féll norðan megin í Berufirði milli bæjanna Núps og Streitis.

Björgvin Gunnarsson, bóndi á Núpi, mokaði í gegnum skriðuna á dráttarvél sinni svo sjúkrabíll kæmist að sækja ökumanninn. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð björgunarsveitarinnar Einingar á Breiðdalsvík fann ökumaður fyrir eymslum í baki og var fluttur undir læknishendur. Sjónarvottur segir að flutningabíllinn sé nokkuð skemmdur, grillið brotið og drullan hafi náð upp á rúðu.

Reynir Gunnarsson, rekstarstjóri Vegargerðarinnar á Höfn, segir að hjólaskófla sem hafi verið í botni Berufjarðar sé á leiðinni og til standi að opna veginn sem fyrst. Nokkrir bílar bíði eftir að komast í gegn. Mjög hafi dregið úr úrkomu. Hann segir að tekist hafi að bakka vörubílnum úr skriðunni og telur hann að bílinn hafi keyrt inn í skriðuna.

Tilkynning lögreglu er svohljóðandi:

„Kl. 19.17 barst tilkynning til neyðarlínu að ca. 20 metra braut aurskriða hafi fallið yfir þjóðveg 1 í Berufirði á austfjörðum og er vegurinn þar lokaður í báðar áttir. Þá hafi vörubifreið lent í skriðunni. Sjúkrabíll, lögregla og björgunarsveitir hafa þegar verið kölluð út.

Búist er við að vegurinn verði lokaðir í nokkurn tíma. Lögreglan í Fjarðarbyggð fer með málið en þess er óskað að fjölmiðlar hringi ekki í þá sem stendur því þeir eru uppteknir.

Fjarskiptamiðstöð lögreglu veitir ekki frekari upplýsingar um málið, annað en að senda út aðra tilkynningu verði þess þörf.“

11.11.2016

Frá Djúpavogskirkju

Guðsþjónusta sunnudaginn 13. nóv. kl. 14.00

Minnst látinna og kveikt á kertum við altarið í minningu þeirra.

Organisti:  Torvald Gjerde.  Fermingarbörn lesa ritningarlestra.

Njótum saman góðrar stundar í kirkjunni og helgum minningar um látna ástvini.

Djúpavogskirkja

BR

11.11.2016

Frá félagi eldri borgara

Fundur verður haldinn í félagi eldri borgara föstudaginn 11. nóvember kl. 14:00 í Tryggvabúð, félagsaðstöðu eldri borgara.

Nýir félagar velkomnir.

Stjórnin

10.11.2016

Myndasafn frá árshátíð grunnskólans 2016

Árshátíð grunnskólans fór fram föstudaginn 4. nóvember en þá var sett upp leikritið sígilda, Dýrin í Hálsaskógi.

Meðfylgjandi eru myndir frá árshátíðinni, annars vegar baksviðs fyrir sýningu og svo frá sýningunni sjálfri.

Myndasöfnin má sjá með því að smella hér.

ÓB

Deildarstjóri á leikskólanum Bjarkatúni

Leikskólinn Bjarkatún óskar eftir að ráða deildarstjóra á yngri barna deild. Báðar stöður eru lausar frá 1. janúar 2017. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 470-8720 og gudrun@djupivogur.is.

08.11.2016

Leikskólakennari

Leikskólinn Bjarkatún auglýsir eftir leikskólakennara til starfa. Starfið er laust frá 1. janúar 2017. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 470-8720 og gudrun@djupivogur.is.

Grunnskólakennari

Grunnskólinn á Djúpavogi óskar eftir að ráða kennara í 50% stöðu við kennslu í 3. bekk. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir í síma 470-8713 eða á skolastjori@djupivogur.is

08.11.2016

Deildarstjóri við tónskóla Djúpavogs

Tónskólinn auglýsir eftir deildarstjóra í 100% starf frá 1. janúar 2017. Nánari upplýsingar í síma 470-8713 eða á skolastjori@djupivogur.is

08.11.2016

Tónlistarkennari við tónskóla Djúpavogs

Tónskólinn auglýsir eftir tónlistarkennara í 50% starf frá 1. janúar 2017. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir í síma 470-8713 eða á skolastjori@djupivogur.is

08.11.2016

Laus störf í Djúpavogshreppi

Í Djúpavogshreppi er samheldið og öflugt samfélag fólks sem kýs að búa í litlu sveitarfélagi úti á landi.

Umhverfisstefna sveitarfélagsins er metnaðarfull, náttúra þess einstök og möguleikar til útivistar og heilsuræktar fjölbreyttir.

Við erum stolt af því að vera eina Cittaslow sveitarfélagið í landinu. Markmið Cittaslow er að auka lífsgæði og ánægju fólks með því að veita hnattvæðingu, einsleitni og hraðaáráttu í borgum og bæjum nútímans viðnám.

Eftirfarandi störf eru auglýst til umsóknar:


Tónlistarkennari við Tónskólann
Tónskólinn auglýsir eftir tónlistarkennara í 50% starf frá 1. janúar 2017. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir í síma 470-8713 eða á skolastjori@djupivogur.is

Deildarstjóri við Tónskólann
Tónskólinn auglýsir eftir deildarstjóra í 100% starf frá 1. janúar 2017. Nánari upplýsingar í síma 470-8713 eða á skolastjori@djupivogur.is

Organisti og kórstjóri
Sóknarnefnd Djúpavogskirkju auglýsir eftir organista og kórstjóra fyrir Djúpavogskirkju og fleiri kirkjur í prestakallinu. Starfið er hlutastarf sem hefur undanfarin ár verið sinnt meðfram starfi við Tónlistarskóla Djúpavogs. Við Djúpavogskirkju er
virkur áhugamannakór sem æfir reglulega yfir vetrartímann og hefur verið duglegur að halda tónleika og fara í söngferðir. Launakjör eru skv. samningi FÍO. Frekari upplýsingar veitir Ásdís Þórðardóttir í síma 894-8919. Umsóknir sendist á formann
sóknarnefndar asdisth@eldhorn.is

Grunnskólakennari
Grunnskólinn á Djúpavogi óskar eftir að ráða kennara í 50% stöðu við kennslu í 3. bekk. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir í síma 470-8713 eða á skolastjori@djupivogur.is

Læknir
Heilbrigðisstofnun Austurlands óskar eftir að ráða lækni til starfa með aðalstarfsstöð á Heilsugæslustöðinni Djúpavogi og
sem jafnframt þjóni Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2016. Sjá nánar á www.hsa.is og starfsauglýsingavef ríkisins starfatorg.is. Nánari upplýsingar gefur Pétur Heimisson framkvæmdastjóri lækninga í síma 470-3052 og 860-6830, og í netfanginu petur@hsa.is.

Hjúkrunarfræðingur
Heilbrigðisstofnun Austurlands óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing á heilsugæslu HSA sem sinnir Djúpavogi, Breiðdalsvík og
Stöðvarfirði, ásamt nærsveitum. Umsóknarfrestur er til 10. nóvember 2016. Nánari upplýsingar gefur Nína Hrönn Gunnarsdóttir,
framkvæmdastjóri hjúkrunar í síma 470-3054 & 862-1030 og í netfangin ninahronn@hsa.is. Rafrænt umsóknarform er á vef HSA www.hsa.is. Sjá einnig www.starfatorg.is.

Deildarstjóri og leikskólakennari á leikskólann Bjarkatún
Leikskólinn Bjarkatún óskar eftir að ráða deildarstjóra á yngri barna deild og auk þess óskast leikskólakennari til starfa. Báðar stöður eru lausar frá 1. janúar 2017. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 470-8720 og gudrun@djupivogur.is.

Við Voginn
Starfsmaður óskast til almennra þjónustustarfa í versluninni og veitingastaðnum Við voginn frá og með 1. janúar 2017. Starfshlutfall 80-100%. Unnnið er á vöktum. Laun skv. kjarasamningi. Viðkomandi þarf að búa yfir mikilli þjónustulund og
frumkvæði í vinnu, geta unnið sjálfstætt og í hóp. Jákvæðni og brosmildi eru skilyrði. Hvetjum heilsuhrausta karla
og konur til að sækja um. Reynsla er kostur. Áhugasamir sendi umsókn og ferilskrá til vidvoginn@simnet.is.

 

08.11.2016

Bóndavarðan jólablað - hó hó hó

Átt þú hugljúfa jólaminningu, jólasögu, jólauppskrift, mynd af þér í jólasveinabúning eða bara sögu frá því þú fékkst kartöflu í skóinn?

Þá viljum við endilega fá að heyra frá þér og birta efnið í jólablaði Bóndavörðunnar.

Hlakka til að heyra frá ykkur,

Kveðja,

Ferða- og menningarmálafullrúi,
BR

07.11.2016

Börn úr Djúpavogshreppi í Stundinni okkar í kvöld

Meðal þess sem boðið er upp á í Stundinni okkar á RÚV í vetur eru innslög frá landsbyggðinni, einn bær í hverjum þætti. Þar eru tekin viðtöl við 4-5 krakka, sýndar svipmyndir úr bæjarfélaginu og margt fleira skemmtilegt.

Nú er röðin komin að Djúpavogi, en Stundin okkar staldraði hér við eina dagsstund sl. sumar. 

Þátturinn verður sýndur kl. 18:00 í kvöld og þau börn sem koma fram eru Óðinn Pálmason, Birgitta Björg Ólafsdóttir, Aldís Sigurjónsdóttir og Viktor Ingi Sigurðarson.

Við hvetjum alla til að fylgjast með í kvöld.

ÓB