Djúpivogur
A A

Fréttir

Opnun bókasafnsins

Bókasafnið opnar aftur eftir sumarfrí þriðjudaginn 6. september.

Þorbjörg Sandholt

31.08.2016

Myndlistarsýning í Tanknum


Í dag er síðasti sýningardagur myndlistarsýningar Sögu Unnsteins, 'Galdrar og Galdramál', í Tanknum. 
Þessi áhugaverða sýning er fyrsta formlega myndlistarsýningin sem haldin er í Tankinum og hefur hún staðið síðan 14. ágúst. Sýninguna vann Saga úr gömlum bókum frá sveitarfélaginu.

Við hvetjum fólk til að nýta tækifærið í dag og bera sýninguna augum. Hún stendur opin kl. 11-16:00.

 

Fésbókarsíða sýningarinnar.

31.08.2016

Íslenska fyrir útlendinga / Icelandic courses

Austurbrú heldur íslenskunámskeið á Djúpavogi í lok september.

Sjá auglýsinguna hér að neðan.

 

 

 

 

 

 

 

25.08.2016

Frá Bakkabúð

Bakkabúð er auglýst til sölu.

Sjá auglýsinguna hér að neðan.

 

 

 

25.08.2016

Hera heldur tónleika í Löngubúð

Hera heldur tónleika í Löngubúð föstudaginn 26. ágúst næstkomandi.

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00.

Miðasala er á www.tix.is og við innganginn. Miðinn kostar 1.500.-

ÓB

 

 

 

 

 

 

24.08.2016

Þroskaþjálfi í Djúpavogsskóla

Djúpavogsskóli auglýsir eftir þroskaþjálfa í 100% starf, sem kemur til með að vinna með fötluðum nemendum skólans í nánu samstarfi við umsjónarkennara. 

Djúpavogsskóli er lítill en vaxandi skóli.  Kennsla fer fram á þremur starfsstöðvum, grunnskóla með um 70 nemendur, leikskóla með tæplega 40 nemendur og tónskóla.  Mikið og gott samstarf er á milli allra skólastiga. Einnig er mjög gott samstarf við Umf. Neista en yfir 90% nemenda grunnskólans stunda æfingar hjá ungmennafélaginu og taka þær við strax að loknu skólastarfinu. 

Í Djúpavogsskóla er lögð mikil áhersla á umhverfismennt og átthagafræði og stendur nú yfir innleiðing á því að gera Djúpavogsskóla að Cittaslow skóla en Djúpavogshreppur varð aðili að Cittaslow hreyfingunni árið 2013. Djúpavogsskóli er Grænfánaskóli. 

Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir veitir nánari upplýsingar áskolastjori@djupivogur.is eða í síma 470-8713.

Umsjón með lengdri viðveru í grunnskólanum

Skólaliða vantar til að sjá um lengda viðveru og aðstoða við mötuneyti í hádeginu, vinnutími 11:45 - 16:15, 56% starf.

Djúpavogsskóli er lítill en vaxandi skóli.  Kennsla fer fram á þremur starfsstöðvum, grunnskóla með um 70 nemendur, leikskóla með tæplega 40 nemendur og tónskóla.  Mikið og gott samstarf er á milli allra skólastiga. Einnig er mjög gott samstarf við Umf. Neista en yfir 90% nemenda grunnskólans stunda æfingar hjá ungmennafélaginu og taka þær við strax að loknu skólastarfinu. 

Í Djúpavogsskóla er lögð mikil áhersla á umhverfismennt og átthagafræði og stendur nú yfir innleiðing á því að gera Djúpavogsskóla að Cittaslow skóla en Djúpavogshreppur varð aðili að Cittaslow hreyfingunni árið 2013. Djúpavogsskóli er Grænfánaskóli. 

Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir veitir nánari upplýsingar á skolastjori@djupivogur.is eða í síma 470-8713.

22.08.2016

Staða matráðs á leikskólanum Bjarkatúni

Matráður óskast í leikskólann í 100% starf frá kl. 8:00 -16:00, frá 1. september. 

Umsóknarfrestur er til 29. ágúst. Laun eru skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við launanefnd sveitarfélaga.

Allar nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri – umsóknir sendist á netfangið bjarkatun@djupivogur.is eða sendist á skrifstofu leikskólastjóra að Hammersminni 15, 765 – Djúpivogur.

22.08.2016

Starf við heimaþjónustu

Djúpavogshreppur auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf við heimaþjónustu (þéttbýli og dreifbýli).

Starfshlutfall ræðst af umfangi hverju sinni en áformað er að ráða í u.þ.b. 25% starf í upphafi.

Starfið er laust frá 3. október 2016.

Nánari upplýsingar veita:

Sveitarstjóri Djúpavogshrepps (varðandi fyrirkomulag)
470-8700, sveitarstjori@djupivogur.is 
Launafulltrúi Djúpavogshrepps 478-8288 (varðandi launamál)
470-8700, oli@djupivogur.is

Umsóknir með upplýsingum um menntun, reynslu, fyrri störf og annað, er að gagni má koma, berist skrifstofu Djúpavogshrepps eigi síðar en kl. 15:00, 16. september 2016.

Umsóknareyðublöð má nálgast hér á vef Djúpavogshrepps og á bæjarskrifstofu.

Djúpavogi 22. ágúst 2016;
Sveitarstjóri

22.08.2016

Djúpavogshreppur auglýsir: Félagsleg íbúð laus til umsóknar

Neðangreind íbúð er laus til umsóknar hjá Djúpavogshreppi:

Staðsetning: Borgarland 20b
Byggingarár: 1992
Herbergi: 3
Stærð: 87,8 m2
Leiga: U.þ.b. 64.000 á mánuði (vísitölutengt) + hiti og rafmagn
Laus (u.þ.b.): 5. september 2016

Umsóknarfrestur er til kl. 15:00, föstudaginn 2. september 2016.

Upplýsingar og eyðublöð fást á skrifstofu Djúpavogshrepps.

Eyðublöð fást einnig hér á heimasíðu Djúpavogshrepps undir Stjórnsýsla-Eyðublöð

Sveitarstjóri

22.08.2016

Kvenskörungur og klarinettutríó í Djúpavogskirkju

 

Tónleikar í Djúpavogskirkju

miðvikudagskvöldið 24. ágúst, kl. 20:00

 

Tónleikar með Hönnu Dóru Sturludóttur söngkonu og Chalmeaux-klarinettutríóinu. Tríóið skipa Ármann Helgason, Kjartan Óskarsson og Sigurður I. Snorrason.

 

Almennt miðaverð er kr. 1.000,-

Ókeypis fyrir nemendur.

 

 Tónleikarnir eru í boði Djúpavogshrepps og Hótel Framtíðar.

 

Um tónlistarfólkið

 

Chalumeaux-tríóið

Chalumeaux-tríóið var stofnað árið 1990 af klarínettuleikurunum Kjartani Óskarssyni, Óskari Ingólfssyni og Sigurði Ingva Snorrasyni. Á verkefnaskrá tríósins eru verk sem spanna alla sögu klarínettuhljóðfæranna eða frá um 1730. Auk þess að leika upphafleg verk eftir tónskáld á borð við Mozart hafa þeir Kjartan og Sigurður umritað fjölda verka fyrir tríóið. Meðal þessara verka eru fjölmargar aríur úr óperum eftir Mozart og Salieri sem tríóið hefur flutt ásamt þremur söngvurum. Þá hafa mörg íslensk tónskáld skrifað verk fyrir tríóið. Ármann Helgason tók sæti Óskars Ingólfssonar sem lést 2009.

Hanna Dóra Sturludóttir

Hanna Dóra Sturludóttir stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík áður en hún hélt til framhaldsnáms í Listaháskólanum í Berlín. Kennarar hennar þar voru m.a. Dietrich Fischer-Dieskau og Aribert Reimann og útskrifaðist hún þaðan með viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur. Hanna Dóra hefur sungið við mörg helstu óperuhús Þýskalands, m.a. Komische Oper og Ríkisóperuna í Berlín. Hanna Dóra hefur komið fram á tónleikum víða um Evrópu og tónleikahald hefur m.a. borið hana til Qatar og Egyptalands. Undanfarin ár hefur hún tekið þátt í fjölmörgum uppfærslum óperusmiðjunnar Novoflot í Berlín, sem sérhæfir sig í óvenjulegum uppsetningum og frumflutningi á nýrri óperutónlist. Á Íslandi hefur hún, auk þess að taka þátt í uppfærslum Íslensku óperunnar, haldið fjölda ljóðatónleika og sungið Vínartónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Salon Islandus. Hanna Dóra hefur þrisvar fengið tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna; fyrir flutning sinn á Wesendonck-ljóðaflokknum eftir Richard Wagner með Sinfóníuhljómsveit Íslands, fyrir titilhlutverkið í Carmen hjá Íslensku óperunni haustið 2013 og nú síðast fyrir hlutverk Eboli í Don Carlo en fyrir það hlaut hún Íslensku tónlistarverðlaunin sem söngkona ársins 2014.

22.08.2016

Djúpavogshreppur auglýsir starf við heimaþjónustu

Djúpavogshreppur auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf við heimaþjónustu (þéttbýli og dreifbýli).

Starfshlutfall ræðst af umfangi hverju sinni en áformað er að ráða í u.þ.b. 25% starf í upphafi.

Starfið er laust frá 3. október 2016.

Nánari upplýsingar veita:

Sveitarstjóri Djúpavogshrepps (varðandi fyrirkomulag)
470-8700, sveitarstjori@djupivogur.is
Launafulltrúi Djúpavogshrepps 478-8288 (varðandi launamál)
470-8700, oli@djupivogur.is

Umsóknir með upplýsingum um menntun, reynslu, fyrri störf og annað, er að gagni má koma, berist skrifstofu Djúpavogshrepps eigi síðar en kl. 15:00, 16. september 2016.

Umsóknareyðublöð má nálgast hér á vef Djúpavogshrepps og á bæjarskrifstofu.

Djúpavogi 22. ágúst 2016;
Sveitarstjóri

22.08.2016

Skólabyrjun grunnskólans

Til foreldra / forráðamanna barna í Djúpavogsskóla - grunnskóla

Grunnskólinn hefst með opnu húsi miðvikudaginn 24. ágúst nk. 
Nemendur 1. bekkjar mæta klukkan 10:00 með forráðamönnum og fá sýnisferð um skólann og skólalóðina með umsjónarkennara.  Síðan verður farið í skólastofuna þar sem nemendur fá afhenta stundatöflu og farið verður yfir ýmis hagnýt atriði varðandi veturinn.
Nemendur 2.-10. bekkjar mæta með forráðamönnum einhvern tíma milli 11:00 og 13:00, þegar þeim hentar.  Þeir fá afhentar stundatöflur, einhverjar bækur og hitta umsjónarkennarann sinn.

Kennsla hefst skv. stundatöflu klukkan 8:05 fimmtudaginn 25. ágúst.

Skólastjóri

Við Voginn auglýsir eftir starfsmanni

Við Voginn ehf. óskar eftir að ráða starfsmann í vaktavinnu. Um framtíðarstarf er að ræða.

Einnig vantar okkur íhlaupastarfsmann frá 20. ágúst – 20. september.

Hæfniskröfur:

  • Þjónustulund og jákvæðni
  • Frumkvæði
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Stundvísi og áreiðanleiki
  • Snyrtimennska 
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni
  • Samviskusemi


Áhugasamir hafið samband við Rán í síma 863 4303 eða í tölvupósti vidvoginn@simnet.is.

19.08.2016

Afhjúpun minnisvarða um Hans Jónatan - dagskrá

Föstudaginn 19.ágúst kl 14:00 verður athöfn í Hálskirkjugarði í gamla Hálsþorpinu, en þá verður afhjúpaður minnisvarði / bautasteinn í minningu Hans Jónatan og eiginkonu hans Katrínar Antoníusdóttur, en bæði hvíla þau í Hálskirkjugarði.  Í framhaldi kl 16:00 lýkur svo formlegri dagskrá í Löngubúð með afhendingu afmkomenda á minnismerki um Hans Jónatan.  Þá mun Gísli Pálsson mannfræðingur og rithöfundur einnig mæla nokkur orð sem og sveitarstjóri Gauti Jóhannesson.  Að lokum mun Valdimar Leifsson og Bryndís Kristjánsdóttir fjalla um heimildarmynd sína um Hans Jónatan og afkomendur og sýna í Löngubúð stiklu úr myndinni sem verður sannarlega spennandi að sjá. 

Aðrir dagskrárliðir í Löngubúð hafa ekki verið ákveðnir að svo stöddu.  


Veg og vanda að þessari athöfn hefur "Styrktarsjóður Hans Jónatan" sem stofnaður er af afkomendum Hans Jónatan. Samskipti öll við Djúpavogshrepp vegna þessa viðburðar hefur Sigurður Tómasson einn af afkomendum leitt og ber að þakka honum sérstaklega fyrir samstarfið auk þess ber að þakka öðrum þeim afkomendum sem stutt hafa verkefnið sem er sveitarfélaginu mikils virði.    

Hinn þeldökki þræll og stríðshetja, Hans Jónatan frá Jómfrúareyjum, danskri nýlendu í Karíbahafi, settist að á Djúpavogi árið 1802 og starfaði m.a. sem  verslunarstjóri á Djúpavogi um árabil.  Saga Hans Jónatan er einstæð og skemmst er í þeim efnum að minnast útgáfu bókar Gísla Pálssonar um Hans Jónatan undir heitinu "Maðurinn sem stal sjálfum sér." sem einnig hefur verið gefin út í enskri þýðingu.

Auk hins góða  framlags Gísla Pálssonar með útgáfu á bók sinni og heimildarmyndar sem er nú í lokavinnslu,  má segja að með reisingu sérstaks minnisvarða í Hálskirkjugarði marki "Styrktarsjóður Hans Jónatan" með gjöf þessari ákveðin endapunkt og tímamót sem munu halda minningu og sögu Hans Jónatan á lofti um alla framtíð fyrir komandi kynslóðir.  Minnisvarðinn um Hans Jónatan mun því hafa mikið menningarsögulegt gildi fyrir Djúpavog og verður sannarlega kærkomin viðbót við þá merku sögu sem svæðið hefur að geyma.

 

Hér með eru afkomendur, íbúar og aðrir gestir boðnir hjartanlega velkomnir að vera viðstaddir athöfnina í Hálskirkjugarði og í Löngubúð.

 

Til áréttingar fyrir gesti.

Til að komast að Hálskirkjugarði er beygt af þjóðvegi upp á einbreiðan malarslóða neðan við fjárrétt sem er steinsnar ofan þjóðvegar. Þar sem ekki er hægt að sjá fyrir hve margir verða viðstaddir athöfnina, eru gestir vinsamlegast beðnir um að virða að pláss er takmarkað fyrir bíla við kirkjugarðinn sjálfan þar sem athöfnin fer fram.  Því er mælst til þess að þeir sem eiga gott með gang að þeir leggi ökutækjum í hæfilegri fjarlægð frá garðinum t.d. við útskot við þjóðveg við gatnamótin, en þaðan eru c.a. 500 m gangur í Hálskirkjugarð eftir vegslóðanum.

 

                                                                                                                           AS

 

  Til leiðbeiningar fyrir gesti - tillaga að bílastæði og bílslóði fyrir þá sem þurfa   

f

17.08.2016

Galdur og Galdramál eftir Sögu Unnsteins í Tanknum

Sýningin 'Galdrar og Galdramál' er myndlistasýning í Tanknum á verkum Sögu Unnsteinsdóttur sem eru unnin úr gömlum bókum úr sveitarfélaginu. Sýningin opnaði mánudaginn 14. ágúst og stendur yfir út mánuðinn. Hún er opin daglega kl. 11:-16:00.

Þessi áhugaverða sýning er fyrsta formlega myndlistasýningin sem haldin er í Tanknum.

Allir velkomnir!

 

Frá Sögu Unnsteinsdóttur:
Ég hef áhuga á því hvernig hlutir geta veitt vísbendingar um fortíðina, borið vitni og sagt sögur. Í mörgum fræðigreinum eru hlutir og þeirra ásigkomulag oft tekið frekar til greina en sögur mannlegra vitna: brotinn bolli, blettur á mottu, rispa í borði, peysu sem vantar - þessir hlutir með sínum merkjum gefa rannsóknarmönnum oftar en ekki skýrari mynd til að
leysa ráðgátur og komast að sannleikanum.
Hlutir eru hlutlaus vitni, þeir eiga ekki að geta skrökvað... eða hvað? Í þessu verki eru einungis gamlir og endurnýttir hlutir, sem lánaðir eða gefnir voru, og sem allir hafa orðið vitni að einhverju. Það sem ég reyndi var að fá þá alla til að segja mér sögu og tala við hvor annan til að búa til einhverja sögu. Ég býð ykkur að rannsaka þá.
Hver er saga þessa gripa?
Hvað hafa þeir séð og hvað segja þeir?

 

Heimasíða Sögu Unnsteinsdóttur

 

Myndir frá sýningunni

15.08.2016

Rúllandi snjóbolti/7, Djúpivogur

Nú fer að líða að lokum einnar flottustu og mest umtöluðu samtímalistasýningar landsins í sumar – Rúllandi snjóbolta/7, Djúpivogur – en síðasti opnunardagur er 21. ágúst. Þess vegna er um að gera að drífa sig í Bræðsluna og bera verkin augum. Sýningin er opin alla daga kl. 11:00-16:00 og aðgangur er ókeypis.

Gríðarleg aðsókn hefur verið á sýninguna síðan hún opnaði með pompi og pragt 2. júlí sl. og mjög vel er af henni látið, enda engin stærri samsýning listamanna í gangi á öllu landinu. Rjómi íslenskra og erlendra samtímalistamanna, 32 talsins, taka þátt í sýningunni:

 

Íslenskir listamenn

Berglind Ágústsdóttir / Dagrún Aðalsteinsdóttir / Ragnar Kjartansson /Sigurður Guðmundsson / Magnús Pálsson / Arna Óttarsdóttir / Hreinn Friðfinnsson / Kristján Guðmundsson / Þór Vigfússon / Hrafnkell Sigurðsson / Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar / Árni Páll Jóhannsson / Ragna Róbertsdóttir / Rúrí / Rúna Þorkelsdóttir / Hekla Dögg / Ólöf Nordal / Finnbogi Pétursson / Egill Sæbjörnsson / Elín Hansdóttir / Margrét Blöndal / Olga Bergmann

 

Listamenn við Rijksakademie, Amsterdam í Hollandi
Juliaan Andeweg (NL) / Josefin Arnell (SE/NL) / Mercedes Azpilicueta (IT/AR/NL) / Pauline Curnier Jardin (FR) / Marije Gertenbach (NL) / Tamar Harpaz (IL/US) / Christine Moldrickx (DE) / Matthijs Munnik (NL) / Eva Spierenburg (NL) / Robbert Weide (NL)

 

Fésbókarsíða sýningarinnar.

 

 

15.08.2016

Opnun TANKSINS

Í vetur sótti Djúpavogshreppur um styrk til Uppbyggingarsjóðs Austurlands í samstarfi við fjölda áhugasamra íbúa fyrir fyrsta áfanga til að gera gamla lýsistankinn innan við Bræðsluna að sýningar- og viðburðarými. Styrkurinn nægði til að fá tankinn þrifinn af hinum frábæra Hallgrími Jónssyni tankahreinsi frá Hornafirði og gerðan aðgengilegan með hurðum og strípaðann að innan af dáðadrengjunum í Smástál.

 

 

 

Formleg opnun TANKSINS fer fram mánudagskvöldið 8. ágúst kl. 20:00.

Allir velkomnir!

Atriði, hressing og skemmtilegheit. Dagamunur á mánudagskvöldi.

 

TANKURINN er eign íbúa Djúpavogshrepps og eru allir hvattir til að nýta sér hann fyrir viðburði og sýningar. Ferða- og menningarmálafulltrúi sér um að taka við bókunum fyrir TANKINN, s. 859-0345 og erla@djupivogur.is.

 

Sjáumst á opnuninni!

Velunnarar TANKSINS og Djúpavogshreppur

 

 

08.08.2016

Gæði neysluvatns í lagi

Í kjölfar mælinga eftir viðgerð á vatnsveitu Djúpavogs nýverið, stenst nú neysluvatn öll gæðaviðmið eftir að Heilbrigðiseftirlit
Austurlands hefur staðfest að svo sé með sérstakri sýnatöku. 
Um leið og íbúar og gestir eru beðnir hér velvirðingar, tilkynnist hér jafnframt formlega að allt neysluvatn stenst nú
gæðaviðmið og því ekki lengur mælst til að íbúar og gestir sjóði neysluvatn.
Þá skal áréttað að farið hefur verið sérstaklega yfir mál vatnsveitunnar með það fyrir augum að útiloka að slíkar bilanir komi aftur upp.  
 
                                                                                     Virðingarfyllst
                                                                                   Djúpavogshreppur 
05.08.2016

Átaksverkefni - Það er ekkert gagn af ónýtri girðingu

Djúpavogshreppur tekur um þessar mundir þátt í hvatningarátaki til fjarlægingar ónýtra girðinga í samstarfi við Náttúruverndarsamtök Austurlands - NAUST, ásamt fleiri sveitarfélögum á Austurlandi.

Tilgangur átaksins er fyrst og fremst vitundarvakning þar sem reynt er að auka meðvitund fólks fyrir ónýtum girðingum og öðru rusli í náttúrunni. Sveitarfélögin sem þátt taka bjóða landeigendum upp á ákveðna aðstoð og hvati fyrir tiltekt er því fyrir hendi.

 

Verkefnið í Djúpavogshreppi

Aðstoð í boði: Djúpavogshreppur býðst til að sækja vír og annað sem til fellur við niðurrif girðinga. Efnið skal vera aðgreint þannig að gott sé að taka við því. Einnig er tekið á móti efni sem komið er með.

Móttaka er í höndum starfsmanna áhaldahússins þar sem vír færi í járnagám og timbur í hauginn á Háaurum.

Sveitarfélagið mun yfirfara land í sinni eigu og fjarlægja þær ónýtu girðingar sem þar eru og eru allar ábendingar vel þegnar.

Tengiliður: Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri s. 470-8701 / 843-9889 og sveitarstjori@djupivogur.is.

 Djúpavogshreppur og NAUST hvetja landeigendur til að taka til hendinni og nýta sér þá aðstoð sem í boði er.

 

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir ef þið viljið láta mynd fylgja með auglýsingunni.

 

Hér er dæmi um frétt á vef Djúpavogshrepps um átakið:

http://djupivogur.is/adalvefur/?id=48622

 

Ég væri mjög þakklát ef þið sem tókuð vel í að skrifa grein um verkefnið eða ónýtar girðingar mynduð skila þeim til mín við fyrsta tækifæri.

 

Takk og bestu kveðjur,

Erla Dóra

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

04.08.2016

Nýtt gönguleiðakort

Nú eru komin út ný gönguleiðakort fyrir Djúpavogshrepp.

Endurgerð og endurbætur kortanna sem gefin voru út 2008 eru hluti af verkefninu "Efling gönguferðamennsku" sem Djúpavogshreppur hlaut styrk fyrir úr sjóði Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða fyrir árið 2016.

Enn og aftur vil ég þakka þeim innilega fyrir sem aðstoðuðu okkur við endurbætur á gönguleiðakortinu.

 

Hægt er að kaupa nýju gönguleiðakortin á upplýsingamiðstöð Djúpavoghrepps og í Geysi. Þau eru seld í tveimur gerðum:

  • Óbrotin og plöstuð kort - mjög flott fyrir þá sem vilja hengja upp hjá sér eða hafa liggjandi á borðum. Verð: 2.000 kr.
  • Samanbrotin kort - henta vel sem göngukort og til að hafa með í bílferðir um sveitarfélagið. Verð: 1.200 kr.

 

Kortið má einnig skoða á vefsíðu Djúpavogshrepps t.d. hér

http://djupivogur.is/adalvefur/?pageid=608 og hér http://djupivogur.is/adalvefur/?pageid=616.

 

Þess ber að geta að kortin sem komu úr prentun fyrr í sumar voru eilítið gölluð. Prentsmiðjan braut þau skakkt og fyrst upplagið var prentað aftur þá bættum við inn nokkrum leiðréttingum. Hafi einhver keypt kort af þessu upplagi þá er um að gera að koma með það á upplýsingamiðstöðina eða í Geysi og skipta því út fyrir betrumbætt kort. Á gallaða kortinu var t.d. leiðin upp á Þrándarjökul merkt nr. 38 en í betrumbættu útgáfunni er hún réttilega merkt nr. 39.

ED

04.08.2016

Hvatningarátak til fjarlægingar ónýtra girðinga

Djúpavogshreppur tekur um þessar mundir þátt í hvatningarátaki til fjarlægingar ónýtra girðinga í samstarfi við Náttúruverndarsamtök Austurlands - NAUST, ásamt fleiri sveitarfélögum á Austurlandi.

Tilgangur átaksins er fyrst og fremst vitundarvakning þar sem reynt er að auka meðvitund fólks fyrir ónýtum girðingum og öðru rusli í náttúrunni. Sveitarfélögin sem þátt taka bjóða landeigendum upp á ákveðna aðstoð og hvati fyrir tiltekt er því fyrir hendi.

 

Verkefnið í Djúpavogshreppi

Aðstoð í boði: Djúpavogshreppur býðst til að sækja vír og annað sem til fellur við niðurrif girðinga. Efnið skal vera aðgreint þannig að gott sé að taka við því. Einnig er tekið á móti efni sem komið er með.

Móttaka er í höndum starfsmanna áhaldahússins þar sem vír færi í járnagám og timbur í hauginn á Háaurum.

Sveitarfélagið mun yfirfara land í sinni eigu og fjarlægja þær ónýtu girðingar sem þar eru.

Tengiliður: Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri s. 470-8701 / 843-9889 og sveitarstjori@djupivogur.is.

 

Djúpavogshreppur og NAUST hvetja landeigendur til að taka til hendinni og nýta sér þá aðstoð sem í boði er.

 

 

 

 

 

 

04.08.2016

Vegna viðgerða á vatnsveitu

Til íbúa og gesta

Viðgerð er nú lokið á búnaði vatnsveitu Djúpavogs.  Heilbrigðiseftirlit Austurlands mun taka sýni af neysluvatninu í dag eða morgun og staðfesta síðan í framhaldi gæði vatnsins um leið og niðurstaða berst. Til að gæta allra varúðarsjónarmiða eru íbúar áfram hvattir til að sjóða neysluvatn og er jafnframt mælt með að láta renna vel úr krönum og skola neysluvatnskerfið þannig út.

                                                                                                                         Sveitarstjóri

 

02.08.2016