Djúpivogur
A A

Fréttir

Enn beðið eftir varahlutum í vatnsveitu Djúpavogshrepps

Varahlutir vegna viðgerða á hreinsibúnaði vatnsveitunnar hafa enn ekki borist erlendis frá. Vonast er eftir þeim á allra næstu dögum.

Íbúum verður tilkynnt eins fljótt og verða má þegar viðgerð er lokið. Þangað til eru íbúar hvattir til að sjóða áfram allt neysluvatn. 

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta veldur.

Sveitarstjóri

27.07.2016

Tónlistarskemmtun með Dægurlagadraumum hjá HAVARÍ

Frábær tónlistarskemmtun með slögurum frá 6., 7. og 8. áratug síðustu aldar. Lög sem eru eins og lambakjöt í eyrum Íslendinga. Ekki missa af þessari sívinsælu austfirsku dægurlagahljómsveit.

 
Söngvarar eru þau Bjarni Freyr Ágústsson og Erla Dóra Vogler, Þórður Sigurðsson leikur á hljómborð og nikku, Jón Hilmar Kárason á gítar, Garðar Eðvaldsson á saxófón og Þorlákur Ægir Ágústsson á bassa.


Havarí, Karlsstöðum í Berufirði.......fimmtudaginn 21. júlí, kl. 20:00

Veitingar a la Havarí verða seldar fyrir og í hléi tónleikanna.


Aðgangseyrir 2.500 kr., eldri borgarar 2.000 kr.
frítt fyrir 12 ára og yngri (enginn posi)

Tónleikarnir eru styrktir af Uppbyggingarsjóði Austurlands.

 

 

 

21.07.2016

Tónleikar í kirkjunni - Olga vocal ensemble

Olga vocal ensemble heldur tónleika sína Víkingar í Djúpavogskirkju 25. júlí kl. 20:00 í Djúpavogskirkju.

Netverð: 1.500 kr. / 2.500 kr.  Miðasala á www.tix.is

Við hurð: 2.000 kr. / 3.000 kr.

 

Heimasíða Olgu vocal ensemble

Fésbókarsíða Olgu vocal ensemble

 

 

 

 

 

 

21.07.2016

Hildur Björk í Hús og híbýli

Fjallað er um Hildi Björk Þorsteinsdóttur hönnuð í nýjasta tölublaði Húsa og híbýla (8. tölublaði).

Flott grein um flottan íbúa Djúpavogshrepps.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

19.07.2016

Tímabundið starf ferða- og menningarmálafulltrúa

Djúpavogshreppur auglýsir starf ferða- og menningarmálafulltrúa laust til umsóknar tímabundið vegna barneignaleyfis.

 

Starfssvið: 

Að veita ráðgjöf  og upplýsingar varðandi ferða- og menningarmál í sveitarfélaginu.

Að stuðla að öflugu menningarlífi í samvinnu við einkaaðila, félagasamtök  og opinberar stofnanir.

 

Menntunar og hæfniskröfur: 

Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Færni í mannlegum samskiptum og upplýsingagjöf til fjölmiðla.   

Áhersla er lögð á frumkvæði, öguð og sjálfstæð vinnubrögð auk góðrar íslensku-, ensku- og tölvukunnátta.

 

Launakjör:                                    

Um laun og kjör fer eftir samningum viðkomandi stéttarfélags og Samninganefndar sveitarfélaga.


Gert er ráð fyrir að nýr ferða- og menningarmálafulltrúi taki til starfa í september-október.  Starfslok eru samkomulagsatriði. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst.

 

Frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri  470-8701/843-9889 / sveitarstjori@djupivogur.is

15.07.2016

Starf ferða- og menningarmálafulltrúa

Djúpavogshreppur auglýsir starf ferða- og menningarmálafulltrúa laust til umsóknar tímabundið vegna barneignaleyfis.

 

Starfssvið: 

Að veita ráðgjöf  og upplýsingar varðandi ferða- og menningarmál í sveitarfélaginu.

Að stuðla að öflugu menningarlífi í samvinnu við einkaaðila, félagasamtök  og opinberar stofnanir.

 

Menntunar og hæfniskröfur: 

Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Færni í mannlegum samskiptum og upplýsingagjöf til fjölmiðla.   

Áhersla er lögð á frumkvæði, öguð og sjálfstæð vinnubrögð auk góðrar íslensku-, ensku- og tölvukunnátta.

 

Launakjör:                                    

Um laun og kjör fer eftir samningum viðkomandi stéttarfélags og Samninganefndar sveitarfélaga.


Gert er ráð fyrir að nýr ferða- og menningarmálafulltrúi taki til starfa í september-október.  Starfslok eru samkomulagsatriði. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst.

 

Frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri  470-8701/843-9889 / sveitarstjori@djupivogur.is

15.07.2016

Sveitarstjórn: Fundargerð 14.7.2016

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ED

 

15.07.2016

Tónleikar hjá Havarí - Markús

TÓNLEIKAR FIMMTUDAGINN 14. JÚLÍ KL 21:00
KARLSSTÖÐUM Í BERUFIRÐI


ELDHÚSIÐ OPIÐ FRÁ 11-21:00


HAVARI.IS

 

 

 

 

13.07.2016

Sumarlokun skrifstofu Djúpavogshrepps

 

Skrifstofa Djúpavogshrepps verður lokuð frá 18. júlí til og með 12. ágúst vegna sumarleyfa.
Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 15. ágúst kl. 13:00.

Sveitarstjóri

12.07.2016

Sveitarstjórn: Fundarboð 14.07.2016

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 14.07.2016

 

25. fundur 2010-2014

 

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 14. júlí 2016 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

 

Dagskrá:  

1.             Fundargerðir

a)    Aðalfundur Brunavarna á Austurlandi, 2. júní 2016.  

b)   Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 2. júní 2016.

c)    Stjórn Brunavarna á Austurlandi, 7. janúar 2016.

d)   Fræðslu- og tómstundanefnd, 10. júní 2016. 

e)    Stjórn SSA, 23. júní 2016.

f)    Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 24. júní 2016.

g)    Heilbrigðisnefnd Austurlands, 29. júní 2016.

h)   Starfshópur um fjárhagsleg málefni, 12. júlí 2016.

 

2.             Erindi og bréf

a)    Skipulagsstofnun, Landsskipulagsstefna 2016-2026, dags. 16. júní 2016.

b)   Ferðamálastofa, Ósk um samstarf vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks, dags. 23. júní 2016.

c)    Innanríkisráðuneytið, Tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar, dags. 24. júní 2016.

d)   Samband íslenskra sveitarfélaga, Viðmiðunarlaunatafla fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum, dags. 28. júní 2016.

e)    Orkusjóður, auglýsing um styrki til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla, ódags.

f)    Vegagerðin, úthlutun til styrkvega 2016, dags. 29. júní 2016.

g)    Vegagerðin, vegna fyrirhugaðrar niðurfellingar Starmýrarvegar af vegaskrá, dags. 30. júní 2016.

h)   Fjarskiptasjóður, útboðsskylda ljósleiðaraverkefna – óformlegt minnisblað, dags. 1. júlí 2016.

i)     Minjastofnun Íslands, auglýsing um styrki vegna sérstakrar úthlutunar til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð, ódags.

j)     Minjastofnun Íslands, auglýsing um styrk úr Húsfriðunarsjóði, ódags.

k)   Ráðgjafarnefnd um Varasjóð húsnæðismála, tilkynning vegna umsókna sveitarfélaga um framlög vegna sölu félagslegra íbúða á almennum markaði, ódags.

l)     Skipulagsstofnun, beiðni um umsögn á allt að 5.000 tonna framleiðslu Laxa fiskeldis ehf. á laxi í Berufirði, dags. 5. júlí 2016. 

 

3.             Framtíðarsetur Íslands – Byggðaþróun

4.             Sumarleyfi sveitarstjórnar 2016

5.             Kjör fulltrúa sveitarfélagsins – Til eins árs

6.             Skýrsla sveitarstjóra                                              Djúpavogi 11. júlí 2016
                                                      Sveitarstjóri

11.07.2016

Djúpavogshreppur í fréttum RÚV

Fréttadeild RÚV hefur gert málefnum tengdum Djúpavogi góð skil síðastliðnar vikur.

RÚV fjallaði um HAVARÍ á Berufjarðarströnd, merkilegan leiðangur sem farinn var ofan í Þjófaholu fyrr í sumar og við gerðum skil hér á heimasíðunni, Rúllandi snjóbolti hefur fengið töluverða athygli sem og Tankurinn, sem er bæði hluti af leiksviði Rúllandi snjóbolta þetta árið en komst líka í fréttirnar þegar nokkrir Djúpavogsbúar tóku sig saman og framkvæmdu víkingaklappið heimsfræga sem stuðningsmenn íslenska landsliðsins gerðu ódauðlegt á EM í fótbolta.

Tenglar á þessar fréttir má sjá hér að neðan.

ÓB

 

 

06.06.2016: Svavar Pétur í viðtali vegna HAVARÍ í morgunútvarpinu

16.06.2016: Hin dularfulla Þjófahola mæld út

30.06.2016: Vill stofna nútímalistasafn á Djúpavogi

01.07.2016: Svona hljómar gamli lýsistankurinn á Djúpavogi

04.07.2016: Notuðu lýsistank sem magnara

06.07.2016: Rúllandi snjóbolti/7 í Skuggsjá á Rás 1 (byrjar á mín. 04:20)

 


Fjölmenni á HAVARÍ í Berufirði

 

 

08.07.2016

Listsýning í Hálsaskógi

Skógarverkefnin eru nú komin upp en börnin á leikskólanum Bjarkatúni eru með listasýninguna “Skreytum skóginn” í Hálsaskógi, Skógrækt Djúpavogs. Þetta er 15 árið sem sett er upp sýning á vegum leikskólans í skóginum.

Listaverkin eru unnin úr fjölbreyttum efnivið, bæði endurvinnanlegum sem og náttúrulegu efni úr skóginum í anda Cittaslow.  Sniglar, fiðrildi og fuglar skíða og hanga um skóginn og hvetjum við alla að fara og skoða sýninguna sem stendur til 30. september.

Hér má skoða lítinn hluta af listaverkunum.

Guðrún leikskólastjóri

Hljómsveit Prins Póló í HAVARÍ

Dúndrandi diskótónleikar með hljómsveit PRINS PÓLÓ í HAVARÍ á Karlsstöðum Berufirði. Árni Rúnar úr FM Belfast sér um hljómsveitarstjórn.

Tónleikarnir hefjast kl 22:00. Eldhúsið opið frá 11:00-21:00. Bulsur og meððí.
Margrét Arnardóttir hamonikkusnillingur spilar undir matnum með hléum frá kl 18:00-21:00.

Dansflórinn opinn eftir tónleikana til kl 01:00.

Frítt inn.
20 ára aldurstakmark.

HAVARÍ

07.07.2016

Ungmennafélagið Neisti sendir fjölmennt lið á sumarhátíð UÍA

Sumarhátíð UÍA fer fram nú um helgina á Egilsstöðum. Að venju tekur Ungmennafélagið Neisti þátt og sendir fjölmennt lið barna, unglinga, fullorðinna og fylgdarmanna á mótið.

Neisti gerði sér lítið fyrir og leigði Kirkjumiðstöð Austurlands á Eiðum undir skarann. Þar er pláss fyrir 50-60 manns og stefnir í að miðstöðin verði fullnýtt. Það þýðir að nærri því 15% íbúa Djúpavogshrepps verða með aðsetur á Eiðum, auk allra þeirra sem munu gista á tjaldsvæðum í kringum Egilsstaði, í heimahúsum eða jafnvel keyra daglega á milli Djúpavogs og Egilsstaða.

Þessa miklu þátttöku og áhuga ungmennafélagsins fannst Hildi Bergsdóttur ástæða til að nefna sérstaklega í samtali við vefmiðilinn Austurfrétt.

Smellið hér til að skoða viðtalið.

Við sjáumst svo hress og kát á Egilsstöðum um helgina og áfram Neisti!

ÓB

 

07.07.2016

Kvenfélagið Vaka gefur gjöf

Á vordögum gaf Kvenfélagið Vaka okkur í leikskólanum Bjarkatúni höfðinglega gjöf, hluti að verðmætti 300.000,- . Við keyptum 55 tommu flatskjá með festingu svo hægt væri að festa hann upp inn í sal, 2 stór hjól, 3 sparkbíla og einn göngubíl.

Starfsfólk og börnin í Bjarkatúni þakka Kvenfélaginu Vöku alveg æðislega vel fyrir þessa flottu gjöf :)

GSS

 

 

 

 

 

Tónleikar í Löngubúð í kvöld - Eva Ingólfs

Þriðjudaginn 5. Júlí kl. 20:00 flytur Eva Ingólfsdóttir fiðuleikari verk sitt DJÚPIVOGUR sem er samsett af fiðlu, gítar og videóverki.  Verkið samdi Eva í heimsókn sinni á Djúpavogi síðasta sumar.

05.07.2016

Rúllandi snjóbolti/7, Djúpivogur

Samtímalistasýningin Rúllandi snjóbolti/7, Djúpivogur opnaði í Bræðslunni sl. laugardag að viðstöddum um 200 manns.

Sýningin verður opin alla daga kl. 11:00-16:00 til 21. ágúst.

Aðgangur er ókeypis og við reiknum með að bæði íbúar Djúpavogshrepps, Austfirðingar og Íslendingar allir, sem og auðvitað erlendir ferðamenn, muni sækja sýninguna af kappi líkt og síðustu tvö sumur.

 

Opnunarhátíðin gekk að öllu leyti vel og ekki skemmdi fyrir að veðrið lék fyrir Djúpavogshrepp. Í anda Cittaslow bauð kvenfélagið Vaka upp á vægast sagt unaðslegt heimabakað rúgbrauð a la Hólmfríður með plokkfiski ofaná, og gaf Búlandstindur fiskinn. Langabúð sá um sölu áfengra veitinga og munnhörpuleikarinn Þorleifur Gaukur og bassaleikarinn Colescott Rubin léku fyrir gestina. Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri, May Lee og Annelie Musters frá Kínversk-evrópsku menningarmiðstöðinni og sérlegur gestur opnunarinnar, Katrín Jakobsdótttir fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, héldu tölur þar sem  samvinna, fjölbreytni í menningarframboði, frumkvöðlastarf og þakklæti var efst á baugi.

Djúpavogshreppur hlaut þrjár merkar gjafir sem voru afhentar formlega við opnunina. Þeir Sigurður Guðmundsson, Hrafnkell Sigurðsson og Þór Vigfússon gáfu Djúpavogshreppi hver um sig verk. Þór gaf ónefnt verk unnið á mdf frá árinu 2016 (2005) sem nýlega var sýnt á einkasýningu hans í gallerí i8. Sigurður gaf verkið Growing - Declining - Rotating sem sýnt er nú í fyrsta sinn utan Kína og samanstendur af 30 egg- og kúlulaga skúlptúrum úr postulíni sem unnir voru árið 2004. Hrafnkell gaf Djúpavogshreppi útilistaverkið Upprif sem hann vann með aðstoð heimamanna sumarið 2015 meðan hann var í listamannadvöl á Djúpvogi í tengslum við Rúllandi snjóbolta/6. Það er sveitarfélaginu mikill heiður að taka á móti þessum gjöfum.

   

 

Fyrsta verk sýningarinnar, sem gestir báru augum, var gjörningur eftir Magnús Pálsson. Að honum loknum var gestum boðið að ganga inn í sýningarrýmin og virða fyrir sér önnur verk sýningarinnar.

 

Djúpavogshreppur og Kínversk-evrópska menningarmiðstöðin vilja þakka gestum opnunarinnar innilega fyrir komuna og þeim ótalmörgu sem lögðu hönd á plóg þannig að sýningin gæti orðið að veruleika.

Uppbyggingarsjóður Austurlands og Mundriaan Fund styrkja Rúllandi snjóbolta/7, Djúpivogur. Við kunnum aðstandendum sjóðanna kærar þakkir fyrir stuðninginn.

Að lokum viljum við hvetja íbúa og gesti til að leggja leið sína í Bræðsluna og upplifa samtímalist í fremstu röð í Bræðslunni á Djúpavogi.

 

 Verk eftirtalinna 32 listmanna eru á Rúllandi snjóbolta/7, Djúpivogur:

 

Íslenskir listamenn

Berglind Ágústsdóttir / Dagrún Aðalsteinsdóttir / Ragnar Kjartansson /Sigurður Guðmundsson / Magnús Pálsson / Arna Óttarsdóttir / Hreinn Friðfinnsson / Kristján Guðmundsson / Þór Vigfússon / Hrafnkell Sigurðsson / Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar / Árni Páll Jóhannsson / Ragna Róbertsdóttir / Rúrí / Rúna Þorkelsdóttir / Hekla Dögg / Ólöf Nordal / Finnbogi Pétursson / Egill Snæbjörnsson / Elín Hansdóttir / Margrét Blöndal / Olga Bergmann

 

Listamenn við Rijksakademie, Amsterdam í Hollandi


Juliaan Andeweg (NL) / Josefin Arnell (SE/NL) / Mercedes Azpilicueta (IT/AR/NL) / Pauline Curnier Jardin (FR) / Marije Gertenbach (NL) / Tamar Harpaz (IL/US) / Christine Moldrickx (DE) / Matthijs Munnik (NL) / Eva Spierenburg (NL) / Robbert Weide (NL)

 

 

Nokkrar myndir frá opnuninni:
 

 

 

 

 

 

04.07.2016

Opnunarhátíð Rúllandi snjóbolta/7 kl. 15

Samtímalistasýningin Rúllandi snjóbolti/7, Djúpivogur opnar í Bræðslunni í dag kl. 15:00.

2016 er þriðja sumar listasýningarinnar og verður hún opin alla daga frá 3. júlí til 21. ágúst kl. 11:00-16:00.

Aðgangur  er ókeypis og við reiknum með að bæði íbúar Djúpavogshrepps, Austfirðingar og Íslendingar allir, sem og auðvitað erlendir ferðamenn, muni sækja sýninguna af kappi líkt og síðustu tvö sumur.

 

 

Allir eru hjartanlega velkomnir á formlega opnun sýningarinnar, 2. júlí kl. 15:00.

- Sérlegur gestur verður Katrín Jakobsdótttir fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra og mun hún opna sýninguna

- Kvenfélagið Vaka mun sjá um veitingar úr héraði, í anda Cittaslow

- Langabúð mun sjá um sölu áfengra veitinga

- Munnhörpuleikarinn Þorleifur Gaukur og bassaleikarinn Colescott Rubin, sem halda tónleika í Löngubúð kl. 17:00 sama dag (2. júlí) munu leika nokkur lög

- Gjörningur eftir Magnús Pálsson verður framkvæmdur

- Ræðuhöld og fleira

 

Á Rúllandi snjóbolta/7, Djúpavogi verða sýnd verk eftirfarandi 32 listmanna:

 

Íslenskir listamenn

Berglind Ágústsdóttir / Dagrún Aðalsteinsdóttir / Ragnar Kjartansson /Sigurður Guðmundsson / Magnús Pálsson / Arna Óttarsdóttir / Hreinn Friðfinnsson / Kristján Guðmundsson / Þór Vigfússon / Hrafnkell Sigurðsson / Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar / Árni Páll Jóhannsson / Ragna Róbertsdóttir / Rúrí / Rúna Þorkelsdóttir / Hekla Dögg / Ólöf Nordal / Finnbogi Pétursson / Egill Snæbjörnsson / Elín Hansdóttir / Margrét Blöndal / Olga Bergmann

 

Listamenn við Rijksakademie, Amsterdam í Hollandi


Juliaan Andeweg (NL) / Josefin Arnell (SE/NL) / Mercedes Azpilicueta (IT/AR/NL) / Pauline Curnier Jardin (FR) / Marije Gertenbach (NL) / Tamar Harpaz (IL/US) / Christine Moldrickx (DE) / Matthijs Munnik (NL) / Eva Spierenburg (NL) / Robbert Weide (NL)

 

 

Þrír listamenn gefa Djúpavogshreppi verk sín

Þeir Sigurður Guðmundsson, Hrafnkell Sigurðsson og Þór Vigfússon hafa ákveðið að gefa Djúpavogshreppi verk eftir sig. Það er sveitarfélaginu mikill heiður að taka á móti þessum gjöfum. Verkin verða til sýnis á Rúllandi snjóbolta/7, Djúpivogur.

 

 

Uppbyggingarsjóður Austurlands styrkir sýninguna í ár. Við kunnum aðstandendum sjóðsins kærar þakkir fyrir stuðninginn.

 

 

Verk Hrafnkells Sigurðssonar af Rúllandi snjóbolta/6, Upprif, 2015.

02.07.2016

Tónleikar í Löngubúð - Þorleifur Gaukur & Colescott Rubin

Þorleifur Gaukur & Colescott Rubin leika í Löngubúð

Munnhörpuleikarinn Þorleifur Gaukur tekur með sér frábæra bassaleikaran Colescott alla leið frá Portland, Oregon. Síðast komu þeir um páskana og gerðu það gott á Blúshátíð Reykjavíkur og KexJazz.

Þeir kynntust í Berklee College of Music í gegnum sameiginlega ást á Swing-tónlist og hafa spilað sama víða síðan. Með einstakri hljóðfæraskipan kanna þeir heim djass-standardana með músíkalskar samræður í fyrirrúmi.

2. júlí kl. 17:00

1.000 kr. inn

https://www.facebook.com/harmonicabass

Við spilum djass-standarda með mikilli ástríðu og gleði. Hér eru myndbönd frá tónleikum í Febrúar:
https://www.youtube.com/watch?v=M68cHYlRkQg
https://www.youtube.com/watch?v=nK39_JlJuJ8

Í Virkum Morgnum:

http://www.ruv.is/frett/thor-the-berklee-boys-eru-algert-dundur

02.07.2016

Tónleikar með Prins Póló og Jónasi Sig á Karlsstöðum

Svavar og Berglind á Karlsstöðum í Berufirði eru nýbúin að umturna fjárhússhlöðunni í viðburðarými og veitingahús. Stórvinur þeirra Jónas Sigurðsson ætlar að koma austur fyrstu helgina í júlí og taka út verkið. Af því tilefni ætla þeir félagar Jónas og Prins Póló að halda tónleika laugardagskvöldið 2. júlí klukkan 22.00.

Miðasala á tix.is
20 ára aldurstakmark
Eldhúsið er opið til kl. 21:00

Havarí.is

ÓB

 

 

 

 

02.07.2016